Geðheilsupistill: Meðferðarúrræði

Ég vil skipta meðferðarúrræðum í þrjá flokka:
– Lyf
– Hugrænar meðferðir
– Líkamsrækt

Hin almenna leið hér á Íslandi virðist vera að gefa lyf og veita samtalsmeðferð, sem er hugræn meðferð. En það er svo mikið meira til, sem virkar að mínu mati og minni reynslu, mikið betur.

Ég fór í gegnum 7 ár af lyfjagjöf og samtalsmeðferð, reyndar bara af og til, ég gafst alltaf upp á báðu því hvorugt virkaði og lyfin gerðu oft illt verra. Á endanum gafst ég bara algjörlega upp og reyndi að taka mitt eigið líf.

Ekkert lagaðist né breyttist, fyrr en ég kynntist hugrænni atferlismeðferð og mindfulness. En það þurfti sjálfsvígstilraun og ferð upp á göngudeild geðdeildar til að vera kynnt fyrir þessum meðferðarúrræðum. Þá loks komst ég að því að ég gæti komist út úr þessum vítahring sem ég var í, sem ég hafði alltaf talið eðlilegan og að ekkert væri hægt að gera í. Þetta voru fyrstu skref mín í átt að bata. Loksins!

Seinna kynntist ég líkamsrækt og þá komst ég upp úr 20 ára myrkri! 20 ára þunglyndi! 20 árum af að langa meira til að deyja en lifa.

Það er náttúrulega mismunandi hvað hentar fólki best, en ég þarf alla þessa þrjá flokka til að halda hausnum á mér í sem besta lagi. Enda er ég í besta andlega formi lífs míns!

*******************************************************************************
Lyf
*******************************************************************************
Er sá flokkur sem er algengastur. Það sem gleymist að segja okkur er að samkvæmt rannsókn, sem sálfræðingurinn minn sagði mér frá, fær aðeins þriðjungur bót af lyfjum, þriðjungur fær einhverja bót, en þriðjungur enga.

*******************************************************************************
Líkamsrækt
*******************************************************************************
Núna erum við að tala saman! Líkamsrækt er að mínu mati besta lyf sem til er gegn þunglyndi. Ég veit allavega að það er það eina af öllu sem ég hef reynt sem heldur þunglyndi mínu í skefjum.

Langar ekki lengur til að deyja
Loftfirrtar þolæfingar gegn þunglyndi

*******************************************************************************
Hugrænar meðferðir
*******************************************************************************
Hérna kennir ýmissa grasa, ég á erfitt með að skilgreina nákvæmlega hvaða meðferðir ég tel sem hugrænar meðferðir. En þær helstu eru:
– Hugræn atferlismeðferð
– Mindfulness (árvekni/núvitund)
– Hugleiðsla
– Samtalsmeðferð

En einnig mætti bæta við hlutum eins og:
Að vera þakklátur
– Að hrósa
– Að vera félagslega virkur (skilgreining WHO á heilsu er: líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan)
Fara út fyrir þægindahringinn (hluti af HAM)
Lesa/horfa á sjálfshjálparefni og tilvitnanir
Fara á námskeið

*************************
Hugræn atferlismeðferð
*************************
Hugræn atferlismeðferð (HAM) byggir á að skilja hvernig hugsanir hafa áhrif á atburði í lífi okkar, þ.e hvernig við túlkum eða metum þessa atburði. Samkv. HAM er það ákveðið hugsanamynstur sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun. Með því að skilja þetta samspil er betur hægt að leiðrétta hugsanir sem valda okkur vanlíðan og mynda nýtt hugsanamynstur sem hentar okkur betur. HAM er yfirleitt skammtímameðferð þó að lengri meðferð sé nauðsynleg fyrir langvinnari vandamál. HAM hefur reynst vel gegn ákveðnum vandamálum, t.d. þunglyndi og kvíða.

Það er ekki hegðun annarra sem raskar ró þinni, heldur eigin viðbrögð við þeirri hegðun.

HAM – Meðferðarhandbók

*************************
Mindfulness
*************************
Áttu erfitt með að slaka á? Ertu oft að hugsa um margt í einu? Ef þú vilt auka hæfni þína í að festa hugann við það sem þú ert að gera í hvert og eitt skipti er ,,mindfulness” eitthvað fyrir þig! Mindfulness eða vakandi nærvera er leið til að dvelja í núinu í vinsemd og sátt við sjálfan sig, finna og njóta. Mindfulness er hægt að þjálfa með meðvitaðri slökun þar sem við stöldrum við og skoðum hugsanir okkar, skynjun og líðan. Við forðumst að meta, greina, flokka og dæma. Við samþykkjum okkur sjálf. Mindfulness hefur reynst gefa ótrúlega góðan árangur til sjálfsþekkingar og vellíðunar. Rannsóknir sýna einnig að mindfulness getur aukið lífsgæði og lífshamingju, veitt betri heilsu og jafnvel lengra líf.

“You are too concerned about what was and what will be. There is a saying: yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift. That is why it is called the “present.”

Mindfulness in Plain English
The Power of Now
Diamond Mind e. Rob Nairn

*************************
Hugleiðsla
*************************
Hugleiðsla er ákveðin tegund einbeitingar sem felst í að víkja til hliðar hugsunum sem í eðli sínu eru sífellt að leggja undir sig hugann. Talað er um að tæma hugann, en oftar en ekki er þetta fremur spurning um að leyfa hugsunum að flæða í gegn án þess að festa sig við þær. Athyglinni er yfirleitt beint að einhverju ákveðnu, hlut, andardrætti eða hljóði/orði. Talið er að regluleg ástundun hugleiðslu geti róað hugann, aukið árvekni og komið manneskjum í líkamlegt og sálrænt jafnvægi.

Sjá nánar.

*************************
Samtalsmeðferð
*************************
Það er ofsalega gott að tala um hlutina, sama hvort það er við fagaðila, við vin eða jafnvel bara skrifa það niður, maður fær oft nýja sýn á hlutina þannig.

*******************************************************************************

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Leið mín að bata

—-
Ég gæti trúað að þessi færsla verði eitthvað í vinnslu áfram, s.s þetta er ekki endilega endanleg útgáfa. :-)

Leave a Reply