Geðheilsupistill: Alþjóðlegi hamingjudagurinn

Gleðilegan alþjóðlegan hamingjudag. :-)

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í fyrsta skipti í dag!

Dagurinn er haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið með honum að vekja athygli á hamingju sem mikilvægu takmarki fyrir einstaklinga og stjórnvöld.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkennir hamingju og vellíðan sem sammannlegt grundvallarmarkmið. Hvetur þingið aðildarríkin til að leggja enn meiri áherslu á mikilvægi þess að leita að hamingju og vellíðan og að þessi atriði séu höfð til hliðsjónar við ákvarðanir stjórnvalda.

Í tilefni af deginum hefur embætti landlæknis gefið út: Fimm leiðir að vellíðan – sem felur í sér fimm einföld skref fyrir unga sem aldna í átt að meiri hamingju og betri líðan.

5leidiradvellidan

Mér finnst þessi ráð algjör snilld. Ég hef lifað eftir öllu þessu í nokkur ár og það hefur svo algjörlega breytt lífi mínu!

Leave a Reply