Vinnusamingur öryrkja

Munið þið eftir einhverju af þeim skiptum sem ég hef nefnt að mér myndi finnast algjör snilld ef öryrkjar myndu fá einhvern stuðning til að komast út á vinnumarkaðinn aftur?

Eins og t.d fólk í atvinnuleit fékk einhvern tímann. Atvinnurekandinn fékk þá einhvern styrk.

Núna eru tæp 8 ár síðan ég hætti að vinna vegna veikinda. Um 5-6 ár síðan ég varð aftur tilbúin til að fara út á vinnumarkaðinn.

Öll þessi ár hef ég aldrei heyrt minnst á að svona samningur er til!

Ég var bara að leita eftir einhverju á netinu og datt óvart inn á:
Atvinna með stuðningi (AMS) og Vinnusamningur.

Ég hef verið á göngudeild geðdeildar, Hvítabandinu, Reykjalundi og hjá VIRK. Hjá ýmsum heimilislæknum, sálfræðingum og geðlæknum.

Aldrei heyrt á þetta minnst.

Ég hef skrifað athugasemdir og pistla um hvað þetta væri sniðugt.

Enginn sem hefur lesið það hefur vitað af þessu og látið mig vita.

Vá hvað þetta hefði getað auðveldað mér að fá vinnu fyrr.

Eins og staðan er í dag hefur mér boðist 3 vinnur á 6 árum. Og ég hef tekið þeim öllum!

Endurgreiðsla
Vinnumálastofnun endurgreiðir atvinnurekanda mánaðarlega hlutfall af launum og launatengdum gjöldum sem er 75% fyrstu tvö árin en lækkar síðan um 10% með tólf mánaða millibili þar til lágmarks endurgreiðsluhlutfalli er náð sem er 25%.

Þið megið deila eins og vindurinn með öryrkjum sem þið þekkið sem eru í atvinnuleit, og til fólks sem sér um ráðningar hjá fyrirtækjum! :)

******
Vinnumálastofnun – Vinnusamningar öryrkja
Vinnumálastofnun – Upplýsingar til atvinnurekanda


Warning: mysqli_query(): (HY000/1194): Table 'wp_comments' is marked as crashed and should be repaired in /home/lindaros/public_html/dagbok/wp-includes/wp-db.php on line 1924

Warning: mysqli_query(): (HY000/1194): Table 'wp_comments' is marked as crashed and should be repaired in /home/lindaros/public_html/dagbok/wp-includes/wp-db.php on line 1924

Leave a Reply