Atvinnuleit

Ef einhver veit um einhvern sem vantar starfsmann í ca 30-50% starfshlutfall þá endilega pikkið í mig.

Gæti t.d hentað litlum fyrirtækjum sem vantar smá aðstoð af og til, en hefur ekki efni né þörf á fullum starfsmanni.

  • Væri frábært ef vinnutíminn væri sveigjanlegur.
  • Væri frábært ef hægt væri að vinna eitthvað að heiman.
  • Væri frábært ef ég gæti verið í fríi á sumrin, eða unnið minna, og unnið meira á veturna.
  • Væri frábært ef það væri íþróttastyrkur og samgöngustyrkur.
  • Væri frábært ef hundur væri velkominn með.

Fyrirtæki á almennum markaði fá 75% af launum og launatengdum gjöldum endurgreidd með vinnusamningi öryrkja.

Sem þýðir t.d að ef ég væri með 200.000 kr. í laun, sem eru
241.416 kr. með launatengdum gjöldum þá fengi vinnuveitandi 181.062 kr. endurgreiddar og væri því að greiða 60.354 kr., það munar um minna!

Ég gæti hafið störf í haust.

Ferilskrá mín, reyndar ekki uppfærð síðan 2016.

LindaRosHelgadottir_1904803999.pdf

Leave a Reply