2011

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á námskeið og fyrirlestra. Mér finnst ofboðslega gaman að læra nýja hluti. Mig langar til að mennta mig meira en langar að læra of margt! Ég myndi helst vilja fara í örnám í öllu en ekki margra ára nám í einhverju einu.

Ef einhver veit um sniðuga ódýra/ókeypis fræðslu þá má endilega láta mig vita. :)

Ég ætla að byrja á stjörnugjöf og gefa enga, *, **, *** stjörnur eftir hve gagnlegt og áhugavert mér fannst námskeiðið.

***************************************************************************
2011 – Tong Len (giving and taking) **
Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
Kennari: Dagmar Vala Hjörleifsdóttir
12.-13. desember 2011
2 x 2:30 = 5 klst

Þetta er námskeið í að gefa og þiggja og hefur verið notað í árþúsund í Tíbet. Þetta er ævaforn aðferð í að gefa frið og kærleika til annarra og taka burt áhyggjur og kvíða.
****************************************************************************
2011 – Skapandi skrif – um frásagnarlistina sem tæki til að skapa, skilja og skemmta ***
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Þorvaldur Þorsteinsson
29. nóvember 2011 – 6. desember 2011
3 x 3 = 9 klst

Á þessu námskeiði miðlar Þorvaldur af reynslu sinni á sviði skapandi skrifa og beinir sérstaklega athyglinni að mikilvægi sögunnar í daglegi lífi okkar allra. Það er manninum eiginlegt að tjá tilveru sína í sögum af öllu tagi og það er ekki síst þeirra vegna sem líf okkar öðlast merkingu þegar allt kemur til alls. Með aukinni meðvitund um þann sagnaanda sem við höfum yfir að ráða opnast okkur fleiri leiðir til að tjá og túlka á nærandi hátt það líf sem við lifum og byggja upp innihaldsríkari og jákvæðari samskipti við aðra.

Á námskeiðinu kynnir hann til sögunnar einföld en notadrjúg verkfæri fyrir þátttakendur að nýta til eigin skráningar og sköpunar, þar sem tilgangurinn er fremur að skerpa eigin meðvitund og upplifanir fremur en skapa stórvirki á bókmenntamarkaði – þó slíkt sé vissulega velkomið í leiðinni.

Form; Stuttir fyrirlestrar, einföld verkefni og samræður.
****************************************************************************
2011 – Bjórskólinn **
Bjórskólinn
26. nóvember 2011
3 klst

Nemendur Bjórskólans ferðast um undraheim bjórsins undir styrkri leiðsögn kennara okkar sem allir hafa hlotið vottun bruggmeistara Ölgerðarinnar. Námsefnið nær allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi.

Í frímínútum heimsækja nemendur brugghús Ölgerðarinnar og upplifa af eigin raun hvernig bruggferlið fer fram. Jafnframt verður Borg brugghús heimsótt en þar fá nemendur bjórþefinn af því sem koma skal í heimi íslenskrar bjórmenningar. Nemendur okkar eru með þeim fyrstu til að smakka afurðir Borgar hverju sinni.

Í kennslustund smakka nemendur níu mismunandi bjórtegundir frá öllum heimshornum, ásamt öðrum fljótandi glaðningum. Að lokinni kennslu fá nemendur veglegt ítarefni sem minnkar þörfina á glósutöku til muna. Við útskrift fá nemendur sérstakt viðurkenningarskjal vottað af formanni skólanefndar.
****************************************************************************
2011 – Starfsdagur Gufunesbæjar **
Gufunesbær frístundamiðstöð
23. nóvember 2011
4 klst

Útieldun, fyrirlestur um fjölgreindakenningu Gardners, fræðsla um líkamsbeitingu og hreinlæti. Horft á myndina Vegurinn heim.
****************************************************************************
2011 – Eiturefnaúrgangsruslaskrímsli **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Edda Björgvinsdóttir
10. nóvember 2011
1,5 klst

Hvernig getur manneskja með lítinn sjálfsaga breytt mataræði sínu úr ruslmat í vítamínríkt fæði? Hvernig getur lélegur kokkur búið til gómsæta heilsurétti? Hvaða eiturefni erum við að innbyrða daglega í svokölluðum “hollustu”mat? Þetta og margt fleira ber á góma í fyrirlestri Eddu og nokkur góð ráð fylgja fyrir þá sem vilja lifa heilbrigðara lífi – en nenna því ekki! Fyrirlesturinn er fyrst og fremst spaugileg lýsing á eigin reynslu í því að gerast hollustu-æta. Edda rekur söguna frá því hún byrjaði í makróbíótísku baununum og þangað til núna og svo er hún með hryllingssögur frá dr. Gillian, Kevin Trudau og Huldu Clark.
****************************************************************************
2011 – Grunnnámskeið í hugleiðslu ***********
Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
Kennari: Dagmar Vala Hjörleifsdóttir
20. september – 22. nóvember 2011
10 x 1:30 = 15 klst

Bókin sem kennd er: Diamond Mind e. Rob Nairn.
****************************************************************************
2011 – Skrautskriftarnámskeið **
Hlutverkasetur
8. apríl – 20. apríl 2011
6 x 1:30 = 9 klst

Leiðbeinandi: Anna Henriksdóttir, myndlistamaður
****************************************************************************
2011 – Reykjalundur verkjasvið **
Reykjalundur
Svefnfræðsla, Lífsstíll, Verkjaskóli, Markmið, Líkamsvitund, HAM, Slökun og streitustjórn o.fl.
17. janúar – 25. febrúar 2011
****************************************************************************