2012

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á námskeið og fyrirlestra. Mér finnst ofboðslega gaman að læra nýja hluti. Mig langar til að mennta mig meira en langar að læra of margt! Ég myndi helst vilja fara í örnám í öllu en ekki margra ára nám í einhverj einu.

Ef einhver veit um sniðuga ódýra/ókeypis fræðslu þá má endilega láta mig vita. :)

Ég ætla að byrja á stjörnugjöf og gefa enga, *, **, *** stjörnur eftir hve gagnlegt og áhugavert mér fannst námskeiðið.

***************************************************************************
2012 – Að sigra ótta og kvíða *
Brahma Kumaris Lotushús
24. nóvember 2012
3 klst

Tilfinning um ótta eða kvíða getur hafa verið partur af lífi mínu lengi, meðvitað eða jafnvel ómeðvitað. Sú hugsun ein að hægt sé að sigra þessa líðan gefur bjartsýni og aukinn styrk til að takast á við verkefni lífsins. Að læra að þekkja sjálfan sig og komast nær sannleikanum er það sem gerir okkur frjáls og örugg.
****************************************************************************
2012 – 10 hamingjuráð ***
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Fyrirlesari: Ásdís Olsen
21. nóvember 2012
1:30 klst

Ásdís Olsen leiðir þáttakendur í sannleikann um vísindin sem fjalla um hamingjuna og leiðir sem hafa sannað gildi sitt til að auka núvitund og hamingju.Jákvæð sálfræði er tiltölulega ný fræðigrein sem beinir sjónum að styrkleikum, velgengni og vellíðan. Á námskeiðinu verður unnið með aðferðir úr smiðju jákæðrar sálfræði sem hafa sannað gildi sitt í rannsóknum. Kynntar verða 10 leiðir til að auka vellíðan og hamingju í daglegu lífi og verður sérstök áhersla lögð á núvitund (Mindfulness).
****************************************************************************
2012 – Raja Yoga hugleiðsla – grunnnámskeið *
Brahma Kumaris Lotushús
6. – 25. nóvember 2012
4 x 1 = 4 klst

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja Yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
****************************************************************************
2012 – Íslenskar jurtir og grasalækningar **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Anna Rósa Róbertsdóttir
1. nóvember 2012
2 klst

Á námskeiðinu fjallar Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir almennt um grasalækningar og íslenskar lækningajurtir. Rætt verður um hvernig grasalæknir vinnur og hvað sjúkdóma algengt er að grasalæknir fáist við. Farið verður yfir áhrifamátt nokkurra algengra íslenskra lækningajurta sem auðvelt er fyrir leikmenn að finna og tína. Fjallað verður m.a. um aðalbláber, krækiber, fjallagrös, vallhumal, ætihvönn, maríustakk, mjaðjurt, blóðberg, birki, túnfífil, klóelftingu og haugarfa. Einnig verða gefin dæmi um einfaldar uppskriftir og aðferðir við vinnslu úr jurtum.
****************************************************************************
2012 – Innhverf íhugun í skólastarfi – kynningarfundur **
Íslenska íhugunarfélagið
16. október 2012
2,5 klst

„Mitt megináhugamál er að bæta menntun á þann hátt að hún þroski heila og taugakerfi nemandans og þar með greind hans og sköpunarhæfni. Slíkt er hægt með vitundarmiðaðri menntun sem meðal annars felur í sér tækni á borð við Innhverfa íhugun og TM-Sidhi,“ segir Ashley, sem er eðlisfræðingur að mennt en hefur helgað sig skólamálum.

Dr. Ashley var um 15 ára skeið skólastjóri grunn- og framhaldsskóla í Fairfield í Iowa-fylki í Bandaríkjunum sem kenndir eru við Maharishi, upphafsmann vitundarmiðaðrar menntunar og Innhverfrar íhugunar (sjá http://www.maharishischooliowa.org). Skólinn hefur orðið fyrirmynd annarra skóla víða um heim og hlotið margs konar viðkenningar. Dr. Ashley Deans er um þessar mundir formaður stjórnar skólans og hefur haldið fyrirlestra í meira en 80 löndum til þess að kynna skólann og niðurstöður rannsókna á vitundarmiðaðri menntun. Hann gegnir jafnframt prófessorsstöðu í eðlisfræði og menntavísindum við Maharishi stjórnunarháskólann í Fairfield í Iowa (Maharishi University of Management).
****************************************************************************
2012 – Styrkur sjálfsvirðingar **
Brahma Kumaris Lotushús
13. október 2012
1,5 klst

Leitast verður við að skoða hvað felst í því að hafa sanna sjálfsvirðingu. Kannaðar eru ástæður sem liggja að baki lágrar sjálfsvirðingar og leiðir til að öðlast heilbrigða sýn á sjálfan sig og þar með sterka sjálfsvirðingu.
****************************************************************************
2012 – Dale Carnegie námskeiðið ***********
Dale Carnegie
Kennari: Anna Steinsen
3. október – 21. nóvember
8 x 4 = 32 klst

Langar þig að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að draumar þínir rætist? Þráir þú að ná markmiðum þínum í vinnunni og einkalífinu á auðveldan og skipulagðan hátt? Þú getur skapað þína eigin velgengni í stað þess að efast um eigið ágæti og líta þá öfundaraugum sem ná árangri í lífinu. Þú getur orðið leiðtogi á öllum sviðum og haft stjórn á áhyggjum og streitu. Þér standa allir vegir færir. Ef þú vilt!
****************************************************************************
2012 – Jákvæð hugsun **
Brahma Kumaris Lotushús
1. – 8. október 2012
2 x 1:45 = 2,5 klst

“Þú ert það sem þú hugsar!”

Þessi einfalda en sanna staðhæfing felur í sér að líðan okkar auk alls þess sem við segjum og gerum á uppruna sinn í huganum.

Máttur hugans er eitt sterkasta en jafnframt vanmetnasta afl sem til er. Þegar við lærum að skilja og ná tökum á eigin huga opnast okkur leiðin að hamingju og innri sátt, auk þess sem við verðum betur í stakk búin til að takast á við daglegt líf.
****************************************************************************
2012 – Starfsdagur Gufunesbæjar **
Gufunesbær frístundamiðstöð
26. september 2012
4 klst

Fyrirlestur um börn með greiningu, ADHD, ADD, einhverfu, CP.

****************************************************************************
2012 – Sigríður Klingenberg og Dale Carnegie
Dale Carnegie
25. september 2012
1 klst

Sigríður Klingenberg og Lára Óskarsdóttir Dale Carnegie þjálfari verða með kynningu á væntanlegu kvennanámskeiði og halda vinnustofu um tengslanet kvenna. Þar munu þær skoða leiðir til að stækka tengslanetið og hvernig eigi að nýta það sér til framdráttar.

Dregnir verða út glæsilegir vinningar. Veitingar á staðnum.
****************************************************************************
2012 – Rannsóknarverkefni að kanna áhrif hreyfingar á heilsu ***
Kristín Birna Ólafsdóttir – Johnson
3 í viku í 8 vikur
24. september – 15. nóvember 2012
24 x 1 = 24 klst

Æfingar í World Class.
****************************************************************************
2012 – Sjósundsnámskeið ***
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Benedikt Hjartarson
20. – 26. september 2012
3 x 1:30 = 4,5 klst

Sjósund hefur verið talsvert vinsælt á síðustu misserum endar er talið að það hafi góð áhrif á líkama og sál. Á námskeiðinu verður byrjað á að fara yfir atriði sem vert er að hafa í huga fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundi. Fjallað veðrur um áhrif sjóssunds á líkamann, hvað ber að varast og hvernig maður ber sig að við sjósundsiðkun. Farið er svo tvisvar í sjósund undir leiðsögn á Ylströndinni í Nauthólsvík.
****************************************************************************
2012 – David Lynch í Gamla bíói – ráðstefna **
Íslenska íhugunarfélagið
Fundarstjóri:Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi
9. maí 2012
2 klst

Nú eru þrjú ár liðin frá komu David Lynch til Íslands til að kynna Innhverfa íhugun* í kjölfar bankahrunsins. Frá þeim tíma hafa um fjórtánhundruð Íslendingar lært Innhverfa íhugun á námskeiðum Íslenska íhugunarfélagsins.

Lynch kom hingað til lands fyrir atbeina Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda til að kynna íhugunartækni Maharishi Mahesh Yogi, Innhverfa íhugun (Transcendental Meditation). Lynch hélt fram mikilvægi tækninnar í þeim erfiðu aðstæðum sem við blöstu í kjölfar bankahrunsins, ekki aðeins fyrir einstaklinginn heldur samfélagið í heild. Lynch hélt því fram að ef hægt væri að kenna mörgum að íhuga á skömmum tíma myndu Íslendingar ekki aðeins komast fljótt út úr hinum erfiðu aðstæðum heldur myndi samfélagið blómstra og þróast hratt í átt til framfara og velmegunar. Fljótlega myndi draga úr neikvæðum þáttum s.s. glæpum og slysum, en margt af þessu virðist hafa gengið eftir.

Meðal efnis á dagskránni er: Ávarp formanns Íslenska íhugunarfélagsins, ávarp David Lynch á Skype og fyrirspurnir, Ragnheiður Gröndal syngur, sýnt úr heimildamynd David Lynch, panelumræður, íhugun.
****************************************************************************
2012 – Borðað í 10.000 ár **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Ásgeir Jónsson
25. apríl 2012
1,5 klst

Er meiri vinna að borða hollt en óhollt? Hver er í raun grunnurinn að okkar mataræði? Hvað er hollt og hvað er óhollt? Eru mjólkurvörur góðar fyrir þig? Hvað eru flestir næringarsérfræðingar sammála um þegar næring er annars vegar? Hvað fáum við út úr breyttu mataræði annað en lægri tölu á vigtinni? Fyrirlesturinn tekur á mataræði með annarri nálgun en venja er og hvernig betra mataræði heldur okkur heilum heilsu til framtíðar, bæði andlega og líkamlega Fyrir 2.500 árum sagði Hippocrates: „Látið matinn vera lyfin ykkar og lyfin vera matinn ykkar.
****************************************************************************
2012 – Kundalini jóga – framhaldsnámskeið ***
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Jóhanna Þórdórsdóttir
16. apríl – 21. maí 2012
6 x 1:30 = 9 klst

Á þessu jóganámskeiði fengu þátttakendur innsýn í fræðin bakvið Kundalin jóga. Sérstök áhersla var lögð á streitustjórnun með öndunaræfingum, jógastöðum, möntrum, hugleiðsluæfingum og slökun.
****************************************************************************
2012 – Starfsdagur Gufunesbæjar **
Gufunesbær frístundamiðstöð
21. mars 2012
7 klst

Fyrirlestrar um barnalýðræði og ADHD, og svo ratleikur.
****************************************************************************
2012 – Skattframtal **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Júlíus Hafsteinsson
14. mars 2012
2,5 klst

Markmiðið var að þátttakendur öðlist færni í að fylla út skattframtal á netinu. Jafnframt voru veittar upplýsingar um þann rétt til frádráttar, afsláttar og bóta sem þeir eiga samkvæmt lögum.
****************************************************************************
2012 – Ljósmyndun og stafræn vinnsla – framhaldsnámskeið **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Pálmi Guðmundsson
6.-20. mars 2012
3 x 3 = 9 klst

Á námskeiðinu var farið í helstu stillingar á vélinni og farið yfir ljósmyndatækni. Auk þess fengu þátttakendur leiðbeiningar varðandi myndatökur ( lanslang, portrett og fl.).
****************************************************************************
2012 – Meðvirkni er ekki hvað við gerum, heldur hvers vegna við gerum það **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Einar Gylfi Jónsson
1. mars 2012
2 klst

Meðvirkni verður skilgreind og lýst hvernig hún birtist. Skoðað verður við hvernig aðstæður meðvirkni er líkleg til að þróast og hvernig þeir sem búið hafa við meðvirkni eru líklegir til að nota meðvirknina sem aðferð í mannlegum samskiptum. Fjallað verður um leiðir til að bregðast við meðvirkni annarra og losa sig úr viðjum eigin meðvirkni.
****************************************************************************
2012 – Skyndihjálparnámskeið **
Gufunesbær frístundamiðstöð
28. febrúar 2012
4 klst
****************************************************************************
2012 – Hvað er einelti? Viðbrögð og varnir **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Árni Guðmundsson
16. febrúar 2012
3 klst

Fjallað verður um einelti almennt, hvað er einelti og helstu kenningar og hvaða reglur gilda varðandi einelti í íslensku starfsumhverfi. Þá verður enn fremur farið yfir nokkrar aðferðir til þess að fyrirbyggja einelti og því lýst hvernig unnið er úr þeim málum sem upp koma. Rætt er um sáttaferli og hvernig við sem einstaklingar getum brugðist við þegar að einelti kemur upp. Farið er yfir eðli samskipta og samskiptamáta. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkir þátttöku nemenda sem felast m.a. í lausn hópaverkefna og þátttöku í umræðum
****************************************************************************
2012 – Kundalini jóga ***
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennari: Jóhanna Þórdórsdóttir
6. febrúar – 26. mars 2012
8 x 1:30 = 12 klst

Kundalini jóga byggir á öndunaræfingum, jógastöðum, möntrum, hugleiðslu og slökun.
Það vinnur að því að styrkja ónæmiskerfið, koma jafnvægi á innri starfsemi eins og meltingu og taugakerfi, auka einbeitingu og vellíðan. Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga.
****************************************************************************