2013

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á námskeið og fyrirlestra. Mér finnst ofboðslega gaman að læra nýja hluti. Mig langar til að mennta mig meira en langar að læra of margt! Ég myndi helst vilja fara í örnám í öllu en ekki margra ára nám í einhverju einu.

Ef einhver veit um sniðuga ódýra/ókeypis fræðslu þá má endilega láta mig vita. :)

Ég ætla að byrja á stjörnugjöf og gefa enga, *, **, *** stjörnur eftir hve gagnlegt og áhugavert mér fannst námskeiðið.

***************************************************************************
2013 – Hættum að telja hitaeiningar – borðum mat og njótum lífsins í staðinn *
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Fyrirlesari: Steinar Aðalbjörnsson
12. nóvember 2013
2 klst

Farið var yfir góðar ákvarðanir varðandi mataræði, gagnrýni og skoðanir.
****************************************************************************
2013 – Söngtímar hjá Sessý ***
Hjá Sessý
7. nóvember – ólokið
****************************************************************************
2013 – Chachacha námskeið ***
SalsaIceland
Kennari: Ólafur Jörgen Hansson
6. nóvember – 4. desember
5 klst.
****************************************************************************
2013 – Fyrirlestur í Háskólabíó með Vilborgu og Leifi **
23. október
2 klst.
****************************************************************************
2013 – Salsa Lady Style I ***
SalsaIceland
Kennari: Hanna Harpa Agnarsdóttir
21. október – 25. nóvember
6 klst.
****************************************************************************
2013 – Fyrirlestur um jafnréttismál (fyrirlestur á starfsdegi Gufunesbæjar) *
Gufunesbær frístundamiðstöð
Fyrirlesari: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
25. september 2013
2 klst
****************************************************************************
2013 – iPad námskeið **
Gufunesbær frístundamiðstöð
Námskeiðshaldarar: Ólöf Una Haraldsdóttir og Rakel G. Magnúsdóttir
24. september 2013
4 klst

Læra á iPad og forrit fyrir frístundaheimilin.
****************************************************************************
2013 – Verndum þau **
Æskulýðsvettvangurinn
19. september 2013
3 klst

Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Æskulýðsvettvangurinn gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan ÆV sæki námskeiðið.

Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir MSc í sálfræði, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

Á námskeiðinu er farið yfir:
Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar. Frætt er um hverja tegund ofbeldis fyrir sig, tíðni ofbeldis og hverjir séu líklegastir gerendur samkvæmt rannsóknum.
Hver einkenni ofbeldis eru og hvernig og hvert skuli tilkynna grun um að barn búi við ofbeldi. Kynntar eru verklagsreglur og verkferlar.
Hvernig skuli taka á móti ofbeldisfrásögn. Slíkt er jafn mikilvægt og að kunna fyrstu hjálp, ef slys ber að höndum.
Reglur í samskiptum við börnin. Ein mikilvægasta reglan er að forðast aðstæður þar sem starfsmaður er einn með barninu.
Ýmis atriði sem vinnuveitendur þurfa að hafa í huga, eins og vandað ráðningarferli, að fá leyfi til að afla upplýsinga úr sakaskrá, og að kynna reglur og verkferla fyrir starfsfólki til þess að tryggja gæði starfsins.
Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.
****************************************************************************
2013 – Sunnudagsæfingar ***
SalsaMafían
1. september – 20. október (8 skipti – 2 klst í senn)
****************************************************************************
2013 – Kúban námskeið – Body Isolation einkatími ***
SalsaMafían
7. maí 2013
1 klst
****************************************************************************
2013 – Kúban helgarnámskeið með Lachy ***
SalsaMafían
3. – 5. maí 2013
9 klst

– Kúban flavour
– Kúban fléttur
– Body isolation
– Kúban fléttur
– Rúeða
– Rúeða
– Rúmba
– Kúban fléttur
– Rúeða
****************************************************************************
2013 – Salsa 301 ***
SalsaMafían
14. apríl – 12. maí 2013
5 klst
****************************************************************************
2013 – Salsa 201 ***
SalsaMafían
14. apríl – 12. maí 2013
5 klst
****************************************************************************
2013 – Salsa 202 ***
SalsaMafían
3. mars – 7. apríl 2013
5 klst
****************************************************************************
2013 – Salsa 102 ***
SalsaMafían
3. mars – 7. apríl 2013
5 klst

Farið í Bachata og Rueda líka.
****************************************************************************
2013 – Salsa 101 ***
SalsaMafían
3. mars 2013
1 klst

Þetta átti að vera 1 klst í 5 vikur en vorum færð upp í Salsa 102
****************************************************************************
2013 – Lífs-spor, sóló á Suðurpól – kraftur markmiða og drauma **
Vilborg Arna Gissurardóttir
21.feb.13
1 klst
Vilborg Arna Gissurardóttir er fyrsti Íslendingurinn sem náði að ganga einsamall á Suðurpólinn. Ferð hennar frá Hercules Inlet á syðsta punkt jarðar tók 60 daga og á hverjum degi gekk hún um 19 km að meðaltali. Hún dró á eftir sér tvo sleða með nauðsynlegum búnaði til fararinnar sem vó í byrjun rúmlega 100 kg. Aðstæður til pólgöngu voru á köflum erfiðar, nýsnævi, mikill kuldi, lítið skyggni og hvassviðri sem myndaði háa rifskafla. Vilborg þurfti líka að takast á við magakveisu og væg kalsár á lærum. Hún bar sig þó vel og sýndi ótrúlegt þrek, hugrekki, áræðni og jákvæðni. Í fyrirlestrinum mun Vilborg segja frá ferðinni, áskorununum sem urðu á leið hennar og hvernig hún tókst á við þær með gildin sín að leiðarljósi.
****************************************************************************
2013 – Hlátur er lyf fyrir hjartað **
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Fyrirlesari: Edda Björgvinsdóttir
20.feb.13
1:30 klst
“Húmor, hlátur og heilbrigði”
Jákvæðni er lífsafstaða og þeir sem tileinka sér jákvæðan lífsstíl eru heilbrigðari á allan hátt. Ótal rannsóknir styðja þær kenningar að fólk sem hlær mikið og leggur áherslu á gleði í lífi sínu er með heilbrigðara hjarta en aðrir. Glaðir einstaklingar eru almennt heilsuhraustari en þeir sem ekki tileinka sér slíkan lífsstíl. Gleði er valkostur á nákvæmlega sama hátt og eymd er valkostur.
Edda Björgvinsdóttir hefur unnið með fyrirbærið húmor í áratugi og er núna að skrifa meistararitgerð um húmor í stjórnun. Það er ótrúlega mikilvægt að nota tækin “gleði og hlátur” á tímum eins og þessum sem við lifum núna.
Tökum ákvörðun um að auka gleðina í lífi okkar og þar með lífsgæði!
****************************************************************************
2013 – Starfsdagur Gufunesbæjar *
Gufunesbær frístundamiðstöð
12.jan.13
4,5 klst
Gildi. Hópastarf um gildi.
****************************************************************************