2015

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á námskeið og fyrirlestra. Mér finnst ofboðslega gaman að læra nýja hluti. Mig langar til að mennta mig meira en langar að læra of margt! Ég myndi helst vilja fara í örnám í öllu en ekki margra ára nám í einhverju einu.

Ef einhver veit um sniðuga ódýra/ókeypis fræðslu þá má endilega láta mig vita. :)

Ég ætla að byrja á stjörnugjöf og gefa enga, *, **, *** stjörnur eftir hve gagnlegt og áhugavert mér fannst námskeiðið.

***************************************************************************
2015 – Samfélagsmiðlun sem virkar **
Bandalag háskólamanna – BHM
Kennari: Margeir Steinar Ingólfsson – DJ Margeir
24. og 26. nóvember
4 klst

Náðu forskoti með mikilli útbreiðslu og lægri kostnaði en með hefðbundinni markaðssetningu. Við stöndum á öldufaldi byltingar í markaðssetningu – byltingar samfélagsmiðlanna. Fyrirtæki og einyrkjar sem læra að virkja þennan nýja vettvang geta náð stórkostlegu forskoti; gífurlegri útbreiðslu með margfalt lægri kostnaði en sem fylgir markaðssetningu með hefðbundnum leiðum. Komast þarf upp úr þeim hjólförum að nota samfélagsmiðlana eins og aukafurð við hefðbundna kynningu og miðlun. Samfélagsmiðlarnir eru staðirnir – þar er fólkið, þar eru tækifærin! Hvað virkar og hvað virkar ekki? Stöðugir „like“-verðlaunaleikir geta skaðað síður og dregið úr útbreiðslu í markhópnum í stað þess að auka hana. Kynntar verða leiðir til að snúa þessu við og stórfjölga áhugasömum notendum sem geta orðið framtíðarkaupendur. Ofuráhersla á sölu undir eins er skaðleg. Að veita fría þekkingu og afþreyingu til að laða að notendur er nauðsynlegur undanfari sölu. Ennfremur að leggja áherslu á mannlegt efni sem höfðar til tilfinninga og fólk tengir sig við. Hvernig nota á samfélagsmiðlana rétt Þátttakendum er kennt að móta strategíu fyrir samfélagsmiðla – heildarstefnu um notkun þeirra svo þeir virki sem best fyrir fyrirtækið. Meðal þess fjölmarga sem tekið er fyrir er hið umdeilda borgunarkerfi Facebook – sýnt er hvernig við getum nýtt það okkur í hag. Þá er farið ítarlega í tölfræðina en rétt beiting hennar er lykilatriði til að sjá hvað virkar og hvað virkar ekki á þinni síðu.

Leiðbeinandi: Margeir Steinar Ingólfsson starfar sem ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og hefur verið viðloðandi vefbransann í rúm 15 ár. Hann er líka þekktur undir nafninu DJ Margeir sem einn vinsælasti plötusnúður landsins. Hann stýrir mörgum síðum á samfélagsmiðlum sem sumar hafa náð feikilegum vinsældum. Margeiri langar til að kenna ykkur allt sem hann kann í árangursríkri notkun samfélagsmiðlanna.
***************************************************************************
2015 – Gagnrýnin hugsun. Hvað er nú það? *
Siðmennt
Kennari: Jóhann Björnsson
17. og 24. nóvember
4 klst

Siðmennt, félag siðrænna húmanista stendur fyrir tveggja kvölda námskeiði um gagnrýna hugsun. Farið verður í ýmsa grunnþætti gagnrýninnar hugsunar og leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig birtast upplýsingar t.d. fréttir og auglýsingar? Hvað felst í því að spyrja gagnrýninna spurninga? Hvenær hefur maður forsendur til að mynda sér skoðun? Hvað um rök og rökvillur? Hverju getur maður trúað? Hver er gagnsemi gagnrýninnar hugsunar? Verður maður stundum blekkingum að bráð?
*******************************************************************************
2015 – West Coast Swing fyrir lengra komna með Ibirocay Regueira ***
SalsaIceland
Kennarar: Ibirocay Regueira og Elva Árnadóttir
5. nóvember 2015
1:30 klst
Verð: 2.500

Helgina 5.-9. nóvember eyðir Ibirocay Regueira á Íslandi við að kenna okkur West Coast Swing og salsadans. Ibi hefur eytt síðustu tveimur áratugum starfandi sem danskennari / sýningaraðili / keppnisdansari og margsinnis nælt sér í verðlaun á HM í salsa. Síðustu tveimur árum hefur hann eytt í að ferðast og dansa West Coast Swing og fetar sig hratt og örugglega upp metorðastigann þar. Hann keppir nú advanced flokki. Ibi er vinsæll kennari og rómaður fyrir góðan húmor og kennsluaðferðir sem skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft í kennslustundum og gefa öllum færi á að læra og skemmta sér vel við það. Fimmtudaginn 5. nóvember bjóðum við upp á 1,5 klukkustundar langa kennslustund fyrir lengra komna West Coast Swing dansara, sem hafa náð góðum tökum á WCS. Ibi og Elva Árnadóttir kenna tímann, en Elva hefur dansað samkvæmisdansa, salsa og WCS í fjölda ára við góðan orðstír og hefur margsinnis náð frábærum árangri í við keppni í WCS á erlendum vettvangi.
*******************************************************************************
2015 – Taktu völdin – Alhliða stjórnun á upplýsingum og búnaði *
Opin kerfi
22. október 2015
2 klst

Nútíma viðskiptaumhverfi býður upp á mikinn fjölda spennandi tækja til að sinna daglegum störfum. Fjöldi hugbúnaðar- og skýjalausna eykst hröðum skrefum og mjög auðvelt er að missa stjórn á gögnum og upplýsingum eftir því sem aðgengi að þeim eykst. Aukin samþætting við ýmsar skýjalausnir flækir umhverfið enn frekar og gerir auknar kröfur til öryggis og aðgangsstýringar.
Microsoft EMS einfaldar verkefnið að ná utan um aðgengi starfsmanna að upplýsingum, eykur yfirlit og færir fyrirtækjum stórn á tölvubúnaði starfsmanna. Þetta auðveldar því til muna að veita réttum aðilum aðgengi að réttum upplýsingum á réttum stað og á réttum tíma. EMS auðveldar fyrirtækjum að loka fyrir allan aðgang fyrrverandi starfsmanna á einfaldan og öruggan hátt.
Sérfræðingar Opinna kerfa munu fara í gegnum helstu eiginleika og viðskiptalegan ávinning af Microsoft EMS, auk þess að sýna notkun umhverfisins.
***************************************************************************
2015 – Kvartanir og óánægðir viðskiptavinir *
Félag atvinnurekanda
Kennari: Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. Hann er með M.A. í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam.
15. október 2015
3,5 klst

Rannsóknir sýna að óánægðir viðskiptavinir kvarta sjaldnast, koma helst ekki aftur og hika ekki við að deila neikvæðri upplifun sinni með öðrum. Þeir eru mjög öflugir auglýsendur og ýkja gjarnan. Það sem einkennir framúrskarandi þjónustu er að kvörtun er breytt í tækifæri og kvartanir og óánægja eru notuð á sem uppbyggilegastan hátt til að bæta ástandið. Litið er á hverja einustu kvörtun sem tækifæri.

Eitt helsta málið við erfiða viðskiptavini er hvaða viðbrögð þeir kalla fram hjá okkur sjálfum. Ótti og reiði eru algeng viðbrögð sem eru alveg skiljanleg en ekki alltaf þau skynsömustu. Að geta stjórnað eigin tilfinningum og unnið með erfið tilfinningaviðbrögð viðskiptavinarins er það sem mestu máli skiptir við að eiga við erfiða viðskiptavini.

Á námskeiðinu er farið í kvartanir og mikilvægi þeirra í að ná árangri. Farið verður í leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður í þjónustu eins og að segja nei þegar viðskiptavinur vill ekki fá neitt annað en já. Einnig hvernig best er að takast á við reiði og tilfinningahita viðskiptavina.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
Kvartanir og hegðun óánægðra viðskiptavina
Að segja nei
Að koma óvinsælum skilaboðum frá sér á öruggan hátt
Að breyta vandamálum í tækifæri
Viðmót og kurteisi

Ávinningur:
Aukin hæfni í erfiðum samtölum
Meira öryggi í að koma óvinsælum skilaboðum á framfæri
Aukið sjálfstraust
Að geta sagt nei af öryggi og festu
***************************************************************************
2015 – Fyrirlestur með Tíbet munknum Gelong Thubten ***
Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin
Kennari: Gelong Thubten
19. ágúst 2015
1 klst

Kennarinn og Tíbet munkurinn Gelong Thubten, hefur verið munkur í meira en 20 ár og hlotið kennslu hjá bestu meisturum Kagyu línu tíbetsks Búddisma ásamt fleirum. Hann hefur mikla reynslu í iðkun m.a. rúm 5 ár í hlédragi. Hann var aðstoðarmaður Akong Tulku Rinpoche í mörg ár. Þetta hefur gefið honum andlegan auð og kunnáttu til að skilja kosti og galla þegar kemur að því að nota Dharma í okkar daglega lífi. Thubten var menntaður í Oxford og talar mjög góða ensku. Hann hefur aðsetur í Samye Ling klaustrinu í Skotlandi og hefur einnig stofnað nýja miðstöð Kagyu Samye Dzong í Scarborough í Englandi. Hann hefur farið með fyrirlestra um „Mindfulness“og hugleiðslu í ýmis fyrirtæki í Englandi og víðar. Með góðum húmor og skilningi gerir hann kennslu sína aðgengilega fyrir alla.
***************************************************************************
2015 – Salsa Lady Style II ***
SalsaIceland
Kennari: Hildur Ketilsdóttir
25. mars – 29. apríl 2015
6 klst
****************************************************************************
2015 – Salsa 4B – LA Style ***
SalsaIceland
Kennarar: Mike Salsanchez og Inga María Backman
17. mars – 5. maí 2015
10 klst
****************************************************************************
2015 – Skriðsundnámskeið ***
Gott að vita! Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og St.Rv.
Kennarar: Jóhannes Benediktsson
9. – 25. febrúar 2015
5 klst
****************************************************************************
2015 – Salsa 4C – Cuban Style ***
SalsaIceland
Kennarar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Hildur Ketilsdóttir
20. janúar – 10. mars 2015
10 klst
****************************************************************************