2016

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á námskeið og fyrirlestra. Mér finnst ofboðslega gaman að læra nýja hluti. Mig langar til að mennta mig meira en langar að læra of margt! Ég myndi helst vilja fara í örnám í öllu en ekki margra ára nám í einhverju einu.

Ef einhver veit um sniðuga ódýra/ókeypis fræðslu þá má endilega láta mig vita. :)

Ég ætla að byrja á stjörnugjöf og gefa enga, *, **, *** stjörnur eftir hve gagnlegt og áhugavert mér fannst námskeiðið.

***************************************************************************
Er hægt að mæla hamingju og auka hamingju? Er hlátur heilsubót og er hægt að beita húmor til að efla tengsl og bæta starfsanda? **
Fræðagarður
Leiðbeinandi: Edda Björgvinsdóttir.
6. desember 2016
3 klst

Allar manneskjur þrá hamingju. Ekki bara vilja flestir jarðarbúar njóta hamingju, heldur sýna rannsóknir að hamingjusamt fólk er orkumeira, duglegra, sveigjanlegra, þjáist síður af streitu og er dýrmætara heiminum.

Edda Björgvins hefur unnið með húmor og hlátur sem hamingjuaukandi afl, skrifað meistararitgerð um húmor í stjórnun og hefur nýverið lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði (HÍ) þar sem bættust við fjölmörg verkfæri í “hamingju-skjóðuna”

Starfsánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman og gleðin styrkir ónæmiskerfið. Forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hlátur og hamingja lækna einnig ótrúlegustu sjúkdóma. Markmiðið með þessu námskeiði er að auka hamingju einstaklinga og gera góða vinnustaði enn betri, styrkja tengsl og stuðla að góðum starfsanda.
***************************************************************************
Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi **
Bandalag háskólamanna – BHM
Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi hjá Zenter ehf.
9. – 16.nóvember 2016
6 klst (komst bara annan daginn)

Góð líðan leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu. Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því sem einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Fjallað verður um tíu leiðarvísa fyrir þá sem vill lifa heilshugar. Rætt verður um þakklæti, seiglu, von og velvild í eigin garð. Einnig um hvíld, leik og sköpun. Námskeiðið er ætlað þeim vilja vera jákvæðir og glaðir í lífi sínu og starfi og vilja fá hugmyndir um hvað þeir geta sjálfir gert til að auka hamingju sína og vellíðan.

Námskeiðið er í tveimur hlutum og verður seinni hluti þess haldinn miðvikudaginn 16. nóvember, 9:00 til 12:00.
***************************************************************************
2016 – Ný tækifæri **
Fræðagarður
Fræðsla: Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf
3. nóvember 2016
2 klst

Fjallað er um þverfaglegu færniþætti sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu á 21. öldinni skv. rannsóknum. Farið er yfir áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, sjálfstraust, styrkleika og trú á eigin færni. Þátttakendur ræða hvaða lykilfærniþáttum þeir búa yfir og hvernig þeir geta aukið gildi sitt sem starfsmenn með því að efla tiltekna færniþætti í eigin fari.
***************************************************************************
2016 – Jira – Verkefnastjórinn **
Advania
3. nóvember 2016
1 klst (af þremur)

Farið yrði yfir þá þætti Jira er snerta ferlin (project management og production), s.s. notkun epic spjalds, epic sumup, mismunandi týpur af issue, aðgangur viðskiptavina o.fl. Námskeiðið er meira í kynningarformi, heldur en að láta notendur vinna einhverja þætti. Munum einnig hafa drjúgan tíma til að fara yfir spurningar/reynslu frá notendum??
***************************************************************************
2016 – Erfið samskipti / samtöl *
Bandalag háskólamanna – BHM
Leiðbeinandi: Jóhann G. Ásgrímsson, viðskiptafræðingur hjá Löggiltum endurskoðendum ehf., og þýðandi bókarinnar Erfið samskipti.
27. október
2 klst

Námskeiðið byggir á bókinni Erfið samskipti, en einnig er fléttað inn í það öðru efni sem kennt er í vinnustofu í samningatækni við Harvard-háskóla. Markmiðið er að gefa þátttakendum tækifæri á að tileinka sér sérstaka samtalstækni í samskiptum til að ná sínum markmiðum. Á námskeiðinu er farið yfir algengustu mistökin sem flestir gera í erfiðum samtölum og hvernig má með einföldum hætti sneiða hjá þeim. Það felst ekki síst í því að kynna hvernig má forðast skaðlegar og óvinsamlegar skilaboðasendingar, en þess í stað tileinka sér uppbyggilega nálgun sem kölluð er lærdóms-samtalið.
***************************************************************************
2016 – Öryggisgreind og breytingar á ESB regluverki um persónuvernd **
Nýherji
21. október 2016
1:30 klst

Aðstoðarforstjóri IBM Security, Watson ofurtölvan og djúsí steikarsamloka

IBM hefur þróað nýja kynslóð öryggislausna sem greinir þá síbreytilega hættu sem er til staðar í tölvuöryggi fyrirtækja.

Slíkar lausnir byggir á hugrænni tölvun (Cognitive computing) sem geta lesið flókin gögn, rýnt og komið með tillögur að svörum og lausnum, svipað og sérfræðingar í öryggismálum. Fjölmargar IBM öryggislausnir eru nú þegar í boði fyrir íslensk fyrirtæki, svo sem IBM QRadar.

Miklar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni

Þá eru miklar breytingar í farvatninu á regluverki um persónuvernd í Evrópu, þær umfangsmestu í áraraðir og taka gildi árið 2018. Við höfum fengið til okkar Vigdísi Evu Líndal, lögfræðing hjá Pesónuvernd, sem mun fjalla um þær breytingar sem eru framundan í regluverki ESB um gagnavernd fyrir fyrirtæki.

Sannkallaður hvalreki fyrir öryggisstjóra

Þá mun Bob Kalka, aðstoðarforstjóra IBM Security, fjalla um öryggisgreind og breytingar í gagnaöryggi.

Heimsókn Kalka er sannkallaður hvalreki fyrir öryggisstjóra og þá sem sinna tölvuöryggi í fyrirtækjum. Hann leiðandi í þróun öryggislausna hjá IBM og er afar vinsæll fyrirlesari á öryggisráðstefnum um heim allan.

Hann á stærstan þátt í því að að IBM eru stærstir í öryggislausnum fyrir fyrirtæki í heiminum. Kalka er hokinn af reynslu og hefur meðal annars tekið þátt í kaupum á 26 fyrirtækjum, sem hafa þróað öryggislausnir og tilheyra nú lausnaflóru IBM. Hægt er að lesa meira um Kalka hér.

Ofurheilinn á bak við öryggisgreindina

Öryggislausnir IBM byggja á grunni ofurtölvunnar Watson, sem getur lesið 800 milljón blaðsíður á sekúndu.

Með aðstoð ofurtölvu eins og Watson geta fyrirtæki bætt og flýtt ákvarðanatöku, eflt kunnáttu og um leið draga úr kostnaði þegar kemur að öryggishættu og flóknum tölvuglæpum.
***************************************************************************
2016 – Sáttamiðlun á vinnustöðum ***
Bandalag háskólamanna – BHM
Leiðbeinandi: Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, eigandi Sáttaleiðarinnar ehf
19. október 2016
2 klst

Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverki sáttamiðlara. Fjallað verður um kosti og galla þess að nýta sáttamiðlun til þess að leysa deilur á vinnumarkaði og vinnustöðum og hvernig þátttakendur geta tileinkað sér frekari færni til þess að miðla sáttum í málum sem þeir koma að.
***************************************************************************
2016 – Góð heilsa ***
Fræðagarður
Fyrirlesarar: Birna G. Ásbjörnsdóttir, MSc í næringarlæknisfræði og Jóhanna Björk Briem, MA í áhættuhegðun og forvörnum og löggiltur sjúkranuddari.
18. október 2016
3 klst

Á námskeiðinu verður fjallað um andlega og líkamlega næringu. Námskeiðið byggir á rannsóknum á sviði næringar- og læknisfræði ásamt jákvæðri sálfræði.

Næring, meltingarvegur og þarmaflóran verða skoðuð í samhengi. Farið er yfir hvers vegna hollt fæði skilar ekki alltaf bættri heilsu. Mikilvægi þarmaflóru er skoðað, sérstaklega með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Fjallað er um bólgur og hvernig þær leiða til alvarlegra og langvinnra sjúkdóma. Bólgumyndandi og bólgueyðandi fæði er skoðað í því samhengi. Einnig er farið í mikilvægi þarmaflórunnar og samskipti sem eiga sér stað milli meltingarvegar og taugakerfis/heila.

Fjallað er um áhrif hugar á heilsu, meðal annars út frá streitu, jákvæðum hugsunum, slökun, viðhorfum, þakklæti og tilfinningum. Einnig er farið yfir þætti í heildrænu heilsulíkani sem rannsóknir hafa sýnt að skipta máli varðandi góða heilsu. Litið er á manneskjuna í heild sinni og hvernig hún tekst á við umhverfið hverju sinni. Farið er yfir þætti sem hafa áhrif á andlegt og líkamlegt jafnvægi. Fjallað er um sjálfsþekkingu, styrkleika, gildi og hvaða merkingu og tilgang við viljum gefa lífinu. Mismunandi áhrif streitu og slökunar á líkamann verða einnig skoðuð og leiðir jákvæðrar sálfræði til þess að efla jákvætt hugarfar og vellíðan.

Markmið námskeiðsins er að hver einstaklingur öðlist dýpri skilning á mikilvægi þess að velja rétt þegar kemur að því að næra sig andlega og líkamlega.
***************************************************************************
2016 – Gervigreind: Meiri bylting en netið? ***
Nýherji
Fyrirlesarar: Ólafur Andri Ragnarsson og Adam Cheyer
18. október 2016
2 klst

Meðhöfundur Siri og einn helsti sérfræðingur heims í gervigreind

Bylting hefur orðið í gervigreind með áður óþekktum hraða á allra síðustu árum. Fjöldi lausna og kerfa sem byggja á gervigreind eru nú til staðar í okkar samfélagi, eitthvað sem þótti óhugsandi fyrir áratug síðan. Hægt er að afla upplýsinga og framkvæma aðgerðir í gegnum ýmis tæki með raddstýringu, sjálfkeyrandi bílar eru staðreynd og tölvur vinna gáfaðasta fólk heims í leikjum eins og Jeopardy og Go.

En þetta er aðeins byrjunin. Sagt er að gervigreindarbyltingin jafnist á við Internet byltinguna. Eða verður hún stærri?

Sagan af Siri og næsta tæknistökk

Til þess að rýna með okkur í framtíðina hefur Nýherji fengið til liðs við sig einn helsta sérfræðing heims i gervigreind. Adam Cheyer, er einn af stofnendum Siri, sem hafði það að markmiði að endurhanna upplifun notenda á farsímum og þróaði samnefnda raddstýringarlausn fyrir iPhone.

Dagskráin:

Meðal þess sem Cheyer mun fjalla um:

Hvernig geta fyrirtæki undirbúið sig fyrir gervigreindar byltinguna?
Hvaða áhrif mun hún hafa á starfsemi fjármálafyrirtækja, heilbrigðisþjónustu, landbúnað og verslun?
Hvernig mun gervigreind hafa áhrif á vinnu fólks og einkalíf?
Þurfum við að hafa áhyggjur af gervigreind?
Hverjir eru kostir við þessa byltingu og hvaða ókostir felast í henni?
Þá mun Ólafur Andri Ragnarsson, Technical Visionary, fjalla um Digital Transformation in the Post-smartphone Age

The smartphone has completely changed how people communicate, collaborate, discover, shop and do all sorts of things. This always-on device is in order of magnitude more powerful than the biggest computers in the 60s and now we carry it with us wherever we go. Smartphones combined with cloud technologies and real-time algorithms, are moving us to a transformation phase as software algorithms will transform traditional businesses be it in retail, banking, construction, education and so on. We are entering times of great disruption.

Apple og Samsung kaupa fyrirtæki Adams Cheyer

Cheyer er afar virtur í heimi gervigreindar og hefur í fjölda ára unnið að slíkum verkefnum. Hann var framkvæmdastjóri (Director of Engineering) í iPhone/iOS hlutanum þegar Apple festi kaup á Siri árið 2010. Í gegnum árin hefur Siri lausnin unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hann var einn af stofnendum Viv Labs, sem sérhæfði sig í þróun á gervigreindarlausnum, sem Samsung keypti 2016.

Cheyer er höfundur 60 rita, 25 einkaleyfa og reynslumikill gestafyrirlesari um heim allan. Hann er með meistaragráðu í tölvuvísindum og gervigreind frá UCLA.
***************************************************************************
2016 – Hvernig getur íslenskt menntakerfi gefið börnunum okkar forskot? ***
xHugvit
10. október 2016
2 klst

Viltu að barnið þitt fái forskot í heiminum af því það ólst upp í íslensku menntakerfi?

Á Borgarafundi X Hugvit um menntamál verður farið nákvæmlega yfir hvernig íslenskt menntakerfi getur á raunhæfan hátt gefið íslendingum forskot í heiminum.

x Hugvit er með tillögur um hvernig við getum breytt menntakerfinu á Íslandi þannig að það verði framúrskarandi. Að því tilefni efnum við til fundar opinn öllum gjaldfrjálst um eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans.

DAGSKRÁ

INNGANGUR:
“Við erum komin með verkfærin sem þarf til að gjörbylta menntakerfinu”
-Tryggvi Hjaltason, framleiðandi CCP

EINSTAKLINGSMIÐAÐUR FULLNUSTULÆRDÓMUR
-Róbert Helgason, sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands.

REYNSLA ÚR SKAGAFIRÐI:
“Lærdómur í sýndarveruleika og hvernig börn læra að nota tæknina sem valdeflandi verkfæri.”
-Ingvi Hrannar, Kennari og tækniráðgjafi á fræðslusviði Skagafjarðar.

TÖLVUNARFRÆÐI SEM SKYLDUFAG Á GRUNNSKÓLASTIGI
-Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games / formaður IGI.

MICROBIT:
“Ég vil læra að forrita því kóði getur breytt heiminum – Einstök tilraun með forritanlegar tölvur”
-Ragnheiður H Magnúsdóttir, Marel, formaður SUT / varaformaður Hugverkaráðs.

Í lokin verða pallborðsumræður undir yfirskriftinni: geta íslensk börn fengið forskot í heiminum í gegnum íslenskt menntakerfi?

-Guðríður S. Sigurðardóttir, Ritstjóri í upplýsinga og tæknimennt, Menntastofnun mætir til leiks ásamt Ragnari Þór Péturssyni, kennari í Norðlingaskóla og ræða við framsögumenn um málefni fundarins.
***************************************************************************
2016 – Framkoma og ræðumennska ***
Bandalag háskólamanna – BHM
Kennari: María Ellingsen, leikstjóri og stjórnendaþjálfari
6. – 12. október 2016
8 klst

Á þessu námskeiði öðlast þátttakendur reynslu og færni í að miðla þekkingu, hugmyndum og sjónarmiðum sínum á áhrifamikinn, skemmtilegan og trúverðugan hátt. Námskeiðið er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum eru kenndar leiðir til að styrkja líkamstjáninguna, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn. Einnig er farið yfir uppbyggingu texta og þátttakendum kennt að setja sér markmið og byggja texta í kringum það. Í seinni hlutanum er kennd tækni sem nýta má við að flytja texta hvort sem er af glærum, punktum eða skrifað orði til orðs. Þátttakendur fá þjálfun í að miðla skilaboðum sínum á persónulegan, trúverðugan, kraftmikinn og skemmtilegan hátt sem hreyfir við áhorfendum og veitir þeim innblástur.
***************************************************************************
2016 – Davíð og Golíat! Vinnsla persónuupplýsinga á vinnustöðum **
Bandalag háskólamanna – BHM
Kennari: Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd
4. október 2016
1:30 klst

Í upplýsingatæknisamfélagi nútímans verður sífellt auðveldara að safna og vinna með persónuupplýsingar starfsmanna á vinnustöðum. Þá hafa vaknað upp ýmis álitaefni um samband vinnuveitanda og starfsmanns með tilkomu samskiptamiðla á borð við facebook, twitter o.fl. Í erindinu verður leitast við að gefa praktíska yfirsýn yfir þau atriði sem helst ber að huga að við vinnslu persónuupplýsinga á vinnustöðum, þ. á m. hvað má og hvað ber að varast, fræðsluskyldu vinnuveitanda, upplýsingarétt starfsmanns og fyrirhugaðar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni, m.a. varðandi aukinn rétt hins skráða.
***************************************************************************
2016 – Jira – Advanced tips and tricks ***
Advania
27. september 2016
2 klst

Farið yfir filtera, advanced og issuefunctions. Samskipti við viðskiptavini á mismunandi vegu í Jira og hverjir fá póst hvenær, stuttlega farið í aðgang viðskiptavina í Jira. Borð í Jira Kanban, Scrum og Dashboards. Gefinn verður góður tími fyrir spurningar og svör.
***************************************************************************
2016 – Jira – Tímaskráning og verkbókhald tips and tricks ***
Advania
20. september
1 klst
***************************************************************************
2016 – Haustráðstefna Advania **
Advania
9. september 2016
******
Internet hlutanna í reynd **
Marc Flanagan
Dell
25 mín
Marc Flanagan mun fara yfir ýmis raunveruleg dæmi um samstarfsverkefni Dell og nokkurra viðskiptavina þar sem internet hlutanna (e. internet of things) hefur verið hluti af lausninni. Hann mun ræða kostina sem þetta hefur haft í för með sér og hvaða raun þetta hefur gefið. Marc lofar að koma með allavega eitt eða tvö mjög klikkuð dæmi!
******
Hugaðir könnuðir: Hvernig kennarar sækja inn á ný stafræn mið ***
Jennie Cho Magiera
CTO for Des Plaines School District 62
25 mín
Jennie Magiera, fyrrum kennari og nú upplýsingatæknistjóri fyrir almenningsskóla í Bandaríkjunum, mun deila frásögnum og dæmum af því hvernig skólastofan er ört að breytast í nýrri stafrænni veröld. Hún mun lýsa þeim leiðandi áhrifum sem kennarar hafa í þessari umbreytingu skóla og skólakerfa. Að auki mun Jennie miðla því hvernig upplýsingatæknifyrirtæki hafa tekið þátt í þessari byltingu og áhrifum þeirra á framtíð menntunar.
******
Mindful Leadership *
Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson
Háskólinn í Reykjavík
25 mín
Þórður ræðir um nýjustu strauma í leiðtogafræðum, þ.e. Mindful Leadership. Þórður útskýrir hvað þessar nýungar bera með sér og hvernig vel rekin fyrirtæki á borð við Google nýta sér tæknina til betri árangurs í rekstri.
******
Nothæfur sýndarveruleiki **
Diðrik Steinsson
Breakroom
25 mín
Breakroom var stofnað 2014 út frá þeirri hugmynd að sýndarveruleiki væri loks að nálgast þann stað að hægt væri að nýta sér tæknina til að leysa raunveruleg verkefni í daglegu lífi. Undanfarið hafa fyrirtæki í auknum mæli skipt út skilrúmum fyrir opin vinnusvæði. Þótt slíkt hafi margvíslegan ávinning, ýtir þetta fyrirkomulag undir einbeitingarleysi, streitu og takmörkun einkarýmis. Markmið Breakroom er að skapa visst mótvægi við þetta nýja fyrirkomulag. Með aðstoð sýndarveruleikatækni og umhverfissálfræði leitast Breakroom við að ná fram fullbúnu vinnuumhverfi í sýndarveruleika.
******
Netöryggi fyrir stafrænan efnahag *
Adam Philpott
Cisco
25 mín
Fyrirtæki og stofnanir eru að umbreyta innviðum sínum og viðskiptaháttum með stafrænar lausnir að leiðarljósi. Þessi stafræna bylting setur fyrirtæki á sama tíma í áhættu, þar sem innbrotaleiðum fjölgar. Netárásir verða sífellt vandaðari og á færi fleiri að framkvæma þær. Auk þess eru öryggiskerfi oft svo flókin að erfitt er að manna umsjón með kerfum. Cisco hefur unnið að einföldun, samþættingu og sjálfvirkni öryggiskerfa. Adam fer yfir hvernig heildstæð öryggisnálgun getur gagnast fyrirtækjum sem vilja verjast sem best í nýjum stafrænum veruleika. Adam Philpott er yfirmaður öryggismála hjá Cisco á Evrópumarkaði. Adam hefur um nokkurt skeið aðstoðað fyrirtæki við að skipuleggja varnir gegn netárásum og mun deila hugmyndum sínum og reynslu af öryggismálum hjá Cisco.
******
Hvernig á að smíða hugmynd? **
Páll Einarsson
Rafnar
25 mín
Það eru margar áskoranir við að umbreyta hugmynd frumkvöðuls í fullhannaða vöru sem smíðuð er í ferlastýrðu framleiðslufyrirtæki. Fræðin segja eitt en raunveruleikinn getur oft verið ansi frábrugðin með sín fjölbreyttu verkefni og vandamál. Viðfangsefnið er; hugmynd í þróunarfyrirtæki, þar sem frjáls og óheft hugsun ríkir og þaðan í framleiðslufyrirtæki. Þar er nauðsynlegt að setja upp verkferla, gæðakerfi, staðla, starfslýsingar, hámarka framleiðni og lágmarka sóun af öllum toga, allt innan skilgreindra markmiða sem þá eru orðin hluti af viðskiptaáætlun fyrirtækisins. Sýn, hugmyndaauðgi og drifkraftur frumkvöðulsins er svo yfir og allt um kring. Þannig þarf einnig að nást jafnvægi milli áframhaldandi hönnunar annars vegar og stöðlunar framleiðslunnar, markaðssetningar og sölu hins vegar. Í ferlinu er eitt það mikilvægasta að huga vel að starfsanda og deila framtíðarsýn og lykilmarkmiðum fyrirtækisins.
******
Nýsköpun sem skiptir máli **
Anders Søndergaard
Samsung
25 mín
Nýsköpun er eitthvað sem gerist þegar farið er út fyrir mörk þess mögulega. Þegar slíkar lausnir eru nýttar til að betrumbæta heilbrigðiskerfi, gera vegakerfi öruggari, auka þægindi eða leysa vandamál einstaklinga, öðlast þær merkingu og fara að skipta máli. Anders Søndergaard frá Samsung fer fyrir hópi vörustjóra, og mun deila raunverulegum dæmum frá störfum sínum í heilbrigðisgeiranum, bíla- og framleiðsluiðnaði.
******
RVX – Frá Hollywood til VR **
Daði Einarsson
RVX
30 mín
Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan.
******
Sólríkum dögum fer fækkandi, en það er í lagi: Ský 2016 **
Mark Minasi
30 mín
Árið er 2016 og flestir eru í skýinu. Staðið hefur verið við háfleyg loforð um hraða og sparnað með notkun skýsins. Verkefni og jafnvel heilu fyrirtækin hafa sprottið upp á örskotsstundu í skýinu og oft hefur það gerst á mun ódýrari hátt en hefði verið annars hægt. Tölvupóstlausnir á borð við Office 365, Gmail og viðlíka hýsa sennilega fleiri pósthólf en nokkur annar á jörðinni, svo allt hlýtur að vera í stakasta lagi í skýinu, ekki satt? … Eða hvað? Samkvæmt Mark Minasi er ekki endilega allt sem sýnist. Mark Minasi færir okkur skemmtilega og hraða innsýn inn í hvað er að gerast í skýjamálum. Ekki missa af þessu erindi, því annars muntu aldrei komast að því hvað er líkt með skýjum og kartöflum!
******
Tengdur afkastamikill vinnustaður *
Cathy Yum
Facebook at Work
30 mín
Tæknin breytir því hvernig við vinnum. Í erindinu verður skoðað hvernig íslensk fyrirtæki eru að bæta samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með nýjum tólum sem eru bæði kunnugleg og einföld í notkun. Cathy Yum frá Facebook ræðir við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðingu Facebook at Work á stórum íslenskum vinnustað.
******
Á blindflugi í storminum **
Rik Ferguson
Trend Micro
35 mín
Rik fer á ótrúlega skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Rik Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Rik hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, s.s. Europol.
***************************************************************************
2016 – LS One – get to know the benefits **
LS Retail
Kennari: Anna Kristín Jeppesen
21. júní 2016
1 klst

This webinar is a first introduction to LS One. It will give you a good overview of the product and its features.

Learn how LS One can help you run your business successfully
• create and manage your items in the Site Manager, LS One’s back office system.
• serve all your customer fast and effective in the LS One POS.
• keep the customers returning with customer specific discounts and loyalty points.
• create fabulous POS layouts with the graphical layout designer
• manage your staff operation privileges through user groups

The LS One team has set up dates for demos/webinars, intended for anyone who wants to know more about LS One, new or potential customers and partners – or new employees at our current LS One partners.
***************************************************************************
2016 – Jane Goodall heldur erindi í Háskólabíó ***
Roots & Shoots hreyfing Jane Goodall á Íslandi
Fyrirlesari: Jane Goodall
15. júní 2016
2 klst

Einstakt tækifæri til að hlýða á eina þekktustu vísindakonu heims í Háskólabíó, miðvikudaginn 15. júní.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Húsið opnar kl 16.00.

Dr. Jane Goodall, ein merkasta og ástsælasta vísindakona heims sækir okkur Íslendinga heim nú í sumar. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd en þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Hún setti á fót Stofnun Jane Goodall (The Jane Goodall Institute) sem hefur það að markmiði að veita fólki innblástur og hvatningu til virkrar þátttöku í verndun og velferð dýra, sem og verndun jarðarinnar allrar.

Dr. Jane Goodall er einnig friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og heldur fyrirlestra um allan heim þar sem hún leggur höfuðáherslu á umhverfisvernd. Hún er stofnandi Roots & Shoots hreyfingarinnar sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 100 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við náttúru- og dýravernd.

Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti í upphafi fundar.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Að heimsókn dr. Jane Goodall standa háskólastofnanir og samtök á sviði umhverfisfræða og dýraverndar. Þau eru Alþjóðamálastofnun, Líffræðistofa, Stofnun Sæmundar fróða og umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Landvernd, Líffræðifélag Íslands og Vakandi.
***************************************************************************
2016 – Certified Scrum Master ***
Advania skólinn
Kennari: Jens Ostergaard
30. – 31. maí 2016
16 klst

Certified Scrum Master (CSM) námskeiðið er frábært inngangsnámskeið fyrir þá sem vilja kynnast Scrum aðferðarfræðinni og innleiða hana í sínu fyrirtæki.
Jens Ostergaard er kennari á þessu námskeiðið og er hann marg reyndur og hefur kennt þetta námskeið út um allan heim.

Námskeiði sem stendur yfir í tvo daga, mánudag og þriðjudag, verður kennt í sal Advania að Suðurlandsbraut 18 – 4 hæð (gengið inn Vegmúla megin)
***************************************************************************
2016 – NAV / TOK – Laun **
Advania skólinn
24. maí 2016
3 klst

Farið er yfir þau atriði sem hafa áhrif á útreikning launa. Byrjað er á að skoða uppsetningu á launakerfinu og hvernig uppsetning á starfsmönnum, kjarasamningum o.fl. hefur áhrif á launaútreikninginn.

Nánari lýsing:
Farið er yfir þau atriði sem hafa áhrif á útreikning launa. Byrjað er á að skoða uppsetningu á launakerfinu og hvernig uppsetning á starfsmönnum, kjarasamningum o.fl. hefur áhrif á launaútreikninginn. Að því loknu er farið í gegnum útborganir, launakeyrslur og hvernig hægt er að nýta kerfið til að halda utan um skilagreinar og tengingu við viðskiptamannakerfi.

Þetta námskeið er fyrir starfsmenn sem sjá um launaútreikning.

Útgáfa 2016
***************************************************************************
2016 – Helgarnámskeið með Ibirocay Regueira **
SalsaIceland
Kennari: Ibirocay Regueira
5. – 8. maí 2016
7 klst
Verð: 10.500

Rueda de Casino með Ibirocay Regueira
Bachata á miðstigi með Ibirocay Regueira
Bachata fyrir lengra komna nemendur hjá Ibirocay Regueira
***************************************************************************
2016 – NAV – Innkaup og birgðir **
Advania skólinn
27. apríl 2016
3 klst

Farið er í uppsetningu birgða- og innkaupakerfis og tengingu við önnur kerfi Microsoft Dynamics NAV, s.s. sölu- og fjárhagskerfi.

Nánari lýsing:
Farið er í uppsetningu birgða- og innkaupakerfis og tengingu við önnur kerfi Microsoft Dynamics NAV, s.s. sölu- og fjárhagskerfi. Einnig er farið í stofnun birgðanúmera og stýringar á flæði vörunnar í gegnum kerfið. Kostnaðarmyndun í kerfinu er útskýrð, ásamt notkun þeirra verkfæra sem Microsoft Dynamics NAV býður upp á við að halda utan um kostnaðarverð vöru. Mögulegar leiðir við bókun birgðavirðis í fjárhag útskýrðar. Farið í uppsetningu birgja, vörulista birgja og verðlista. Fjallað er um mögulegar leiðir við framkvæmd innkaupa í kerfinu, s.s. notkun innkaupatillagna, ítrekunarbóka og sérpantana. Farið er yfir notkun á skýrslum innkaupakerfisins. Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur og þjálfun fyrir þá starfsmenn sem sjá um vöruinnkaup fyrir fyrirtæki og eru í nánum samskiptum við birgja og sem undirbúningur og þjálfun fyrir þá starfsmenn sem koma að stjórnunbirgðaflæðis fyrirtækja og/eða halda utan um ramlegðarútreikninga og verðmætamat birgða.
***************************************************************************
2016 – Vélmenni stýrt með hugarorkunni – BB-8 og IBM Bluemix
Nýherji
19. apríl 2016
2 klst

Stjórntæki framtíðarinnar í upplýsingatækni

Bluemix og Watson eru öflug stjórntæki þar sem gervigreind ræður ríkjum og netið er alls staðar. IBM hefur unnið ötullega að því að þróa lausnir fyrir upplýsingatækni morgundagsins og mun svipta hulunni af slíkum lausnum í Iðnó þriðjudaginn 19. apríl.

Joshua Carr, sérfræðingur frá IBM í Bretlandi, mun fara yfir sviðið í lausnum IBM og sýna eiginleika þess með því að stýra vélmenni með hugarorku. Lausnin mælir heilastarfsemi og forritað er til þess að að “lesa” viðbrögð í heila.

Samkeppnisforskot með Bluemix og Watson

Joshua Carr mun segja frá því og sýna hvernig hann nýtir app, sem þróað er í IBM Bluemix hugbúnaðarumhverfinu, til þess að stýra BB-8 vélmenni, samskonar vélmenni og notað er í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni „The Force Awakens“.

Bakgrunnur Bluemix er ofurtölvan Watson, sem byggir á hugrænni tölvun (Cognitive computing). Watson sameinar mannlega vitsmuni og býr yfir getu til þess að vinna úr og geyma áður óþekkt magn gagna.

Bluemix mun gjörbreyta möguleikum forritara til þess að búa til smáforrit (öpp).
Markmiðið með ofurtölvunni Watson er að gera fyrirtækjum mögulegt að vinna úr, greina og halda utan um sívaxandi gagnamagn á komandi árum. Nú er hún sérfræðingur fyrir ólíka atvinnugeira.
Áður en langt um líður verða flestir ef ekki allir hlutir á heimilum, í vinnu, skóla eða samgöngutækjum tengdir netinu. Internet of Things (IoT) er bláköld staðreynd.
Ekki missa af magnaðri dagskrá

08:00-08:30 Hressandi morgunverður
08:30-08:40 Við höfum góða reynslu af framtíðinni. Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.
08:40-09:00 Applying IoT for health measurements and experience with Bluemix. Pavel Chen, forritari hjá TM Software.
09:00-09:20 Er eitthvað vit í Internet of Things? Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur hjá Nýherja.
09:20-09:30 Kaffipása.
09:30-10:30 The Internet of Everything. Joshua Carr, lead engineer at IBM.

API Economy, Strategy of IBM moving into the cloud, Platform development.
***************************************************************************
2016 – NAV / TOK – Grunnur *
Advania skólinn
6. apríl 2016
3 klst

Farið er í helstu grunnaðgerðir í kerfinu. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem eru að hefja vinnu í kerfinu.

Nánari lýsing:
Farið er í helstu grunnaðgerðir í NAV og TOK. Námskeiðið á að nýtast öllum notendum þó viðkomandi nota aðeins takmarkaðan hluta kerfisins. Farið er í valmyndir, afmarkanir og ítarlega í upplýsingaleit, raðanir og annað því tengt. Kynnt er stofnun viðskiptamanna, lánardrottna og birgða og gerð sölureikninga og notkun færslubókar. Einnig er notkun flýtihnappa kynnt svo þetta námskeið er góður grunnur fyrir byrjendur í kerfinu, en jafnframt góð viðbót fyrir þá sem unnið hafa við kerfið.
***************************************************************************
2016 – Þú og hinir í opnu vinnurými *
Advania
Kennari: Steinunn Stefánsdóttir, Starfsleikni ehf
5. apríl 2016
1 klst

Í stuttu erindi er fjallað um algengar áskoranir þeirra sem starfa í opnu vinnurými. Margt getur stolið athygli, truflað eða jafnvel pirrað fólk og því er mikilvægt að huga að daglegum venjum sínum og hvaða áhrif þær hafa á aðra. Einnig er mikilvægt að huga að viðhorfum sínum og láta ekki umgengnisvenjur annarra stela sinni eigin starfsorku
***************************************************************************
2016 – Kraftur liðsheildar *
Advania
Kennari: Sigurjón Þórðarson
29. mars 2016
1 klst

• Fjallar um þennan kraft liðsheildarinnar, hvernig er hægt að finna hann, auka og hvað gerist þegar hann er virkjaður
– Uppistaðan í þessum fyrirlestri er liðsheildarvinna með meistarflokki kvk.liðs Breiðabliks á tímabilinu 2015.
– Tímabilið gekk vel, þjálfarar og leikmenn ákváðu að efla liðsheildina sem var eitt af því sem gerði það að verkum að þær urðu Íslandsmeistarar.
– Markmið/væntingar
• Draga fram hvað hægt er að gera til að efla liðsheildina
***************************************************************************
2016 – 21. aldar sýn á upplýsingatæknilausnir *
Advania
18. mars 2016
1:30 klst

Gerum kostnað fyrirsjáanlegan

Á morgunverðarfundi þann 18. mars næstkomandi ætlum við að fara yfir nýja möguleika sem standa fyrirtækjum til boða við kaup á þjónustu, kerfum og búnaði, og hvernig hægt er að gera kostnaðinn þessu tengdu fyrirsjáanlegan.

Fyrirtæki þurfa að aðlagast breytingum
Rekstrarumhverfi fyrirtækja þróast stöðugt og því mikilvægt að fyrirtæki aðlagist breytingum hratt og örugglega. Aðgengi að fjölbreyttum upplýsingatæknilausnum, og þjónustu þeim tengdum, eykst í sífellu og kröfur viðskiptavina og starfsmanna sömuleiðis. Ein helsta áskorunin í þessu samhengi er að ná tökum á kostnaði.

Upplýsingatækni sem veituþjónusta
Upplýsingatæknilausnir og -þjónustu er nú hægt að bjóða líkt og um veituþjónustu sé að ræða. Kostirnir við þetta eru fjölmargir, en þetta þýðir t.d. að hægt er að skala rekstur í takt við þarfir hverju sinni og borga einungis fyrir notkunina. Að auki gerir þetta fyrirtækjum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og bæta þjónustu við viðskiptavini, á meðan aðilar með sérþekkingu á upplýsingatækni sjá um rekstur upplýsingakerfa og -lausna.

Fyrir hverja er fundurinn?
Framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, og stjórnendur og sérfræðinga í upplýsingatækni.

Hvar og hvenær
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 18. mars í húsakynnum Advania að Guðrúnartúni 10 og opnar húsið klukkan 8 með morgunhressingu. Dagskrá hefst kl. 8:30 þegar Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, býður góðan dag. Í kjölfarið verður eftirfarandi á dagskrá.

Dagskrá

08:40
Rétt notkun upplýsingatækni
Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður lausnahóps

09:00
Strætó flytur fólk – SAN, LAN, WAN og gæludýr bönnuð
Daði Ingólfsson, yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Strætó

09:20
Léttari rekstur
Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður reksturs

09:30
Skynsöm skref í úthýsingu upplýsingatækni
Árni Þór Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG
***************************************************************************
2016 – TOK – Verkbókhald **
Advania skólinn
17. mars 2016
2 klst
Farið er yfir ferli verkbókhalds í réttri aðgerðaröð: stofnun verka og forða, verðlagningu, verkáætlanir, skráningu í verkbækur, reikningagerð, tengingu við aðra hluta kerfisins, s.s. innkaupakerfis ásamt notkun skýrslna í verkbókhaldi

Nánari lýsing
Farið er yfir ferli verkbókhalds í réttri aðgerðaröð: stofnun verka og forða,verðlagningu, verkáætlanir, skráningu í verkbækur, reikningagerð, tengingu við aðra hluta kerfisins, s.s. innkaupakerfis ásamt notkun skýrslna í verkbókhaldi.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa yfirumsjón með verkbókhaldi fyrirtækisins. Einnig nýtist það verkefnisstjórum og þeim sem þurfa dýpri skilning á virkni verkbókhaldsins.

Útgáfa 2016
***************************************************************************
2016 – Rueda de Casino ***
SalsaIceland
Kennarar: Kjartan T. Hjörvar og Jón Ingi Þorvaldsson
16. mars – 20. apríl 2016
6 klst
****************************************************************************
2016 – NAV 2016 með Peter Jacobsen ***
Microsoft á Íslandi
16. mars 2016
2 klst

Microsoft á Íslandi býður til morgunverðarfundar um Dynamics NAV 2016 miðvikudaginn 16. mars n.k. í Borgartúni 25, 4. hæð. Fundinn leiðir Peter Jacobsen, Partner Technology Strategist, sérfræðingur frá Microsoft í Danmörku.

Á fundinum mun Peter kynna Dynamics NAV 2016 með áherslu á nýjungar og hvernig NAV tengist annarri Microsoft þjónstu s.s. Office 365, Azure og CRM. Á kynningunni verður kafað örlítið dýpra í valda lykilhluta NAV. Áhersla verður á tæknilegu hliðina sem og „Events“, „Workflow“ og „Extensions“ hluta kerfisins. Þá verður farið í hvatakerfið í kringum NAV sölu og gildandi markaðsherferðir.
***************************************************************************
2016 – NAV / TOK – Fjárhagur grunnur **
Advania skólinn
15. mars 2016
3 klst
Farið er í helstu grunnaðgerðir í notkun fjárhagsbókhalds.

Nánari lýsing:
Farið er í helstu grunnaðgerðir í notkun fjárhagsbókhalds. Kennd er notkun færslubóka, jafnana, afstemminga og notkun útreikninga í færslulínum. Farið er yfir uppsetningu númeraraða og stofnunreikningslykla og þrepun þeirra. Farið er í færsluleit, afmarkanir og skýrslur.

Útgáfa 2016
***************************************************************************
2016 – Northern Lights Swing with Sylvain Pelé ***
Háskóladansinn
Kennarar: Sylvain Pelé og Guðrún María Jónsdóttir
20. – 21. febrúar 2016
8:45 klst
Verð: 9.000

Föstudagur:
Miðstig kl. 18:00 – 19:15 – Roll in Roll out variations and styling for ladies!
Framhalds kl. 19:30 – 20:45 – Redirections

Laugardagur:
Framhalds kl. 11:00 – 13:30 – Use the Energery within the patterns to make something great!
Sameiginlegur tími fyrir miðstig og framhald kl. 13:45 – 15:00 – Add contrast and Style!
Miðstig kl. 15:30 – 18:00 – Same beginning, different ending – Turns and tricks
***************************************************************************
2016 – Núvitund á vinnustöðum – leitaðu inn á við með Google **
Endurmenntun
Kennarar: Bryndís Jóna Jónsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
17. febrúar 2016
1 klst
Verð: 0

Opinn hádegisfyrirlestur

Mindfulness eða núvitund hefur náð miklum vinsældum víða um heim á síðustu árum. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að þjálfun í því að vera meira til staðar, hér og nú, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu og eykur vellíðan. Á þessum hádegisfyrirlestri verður fjallað um það hvernig Google hefur unnið með núvitund á vinnustað.

Einum af frumkvöðlum Google var falið að þróa aðferð til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Þetta var gert með æfingum í núvitund sem styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði og gleði og skerpa um leið hugsun, auka velgengni og bæta líkamlega og andlega heilsu.

Í stuttu máli má segja að núvitund hjálpi fólki að fá meira út úr lífinu og njóta þess enn betur.

Í þessu hádegiserindi verður leitast við að skýra hvaða hag fyrirtæki og stofnanir geta haft af því að innleiða núvitund og hvernig stjórnendur og starfsfólk geti nýtt sér núvitund til að takast á við krefjandi verkefni, langa verkefnalista og streitu og áreiti sem gjarnan fylgir störfum og áskorunum daglegs lífs.

Farið er yfir:
• Hvað núvitund (mindfulness) er.
• Hvað það felur í sér að vera með heilum hug (mindful) og hálfum hug (mindless).
• Einfaldar æfingar sem hjálpa til við að vera meira til staðar – heilshugar.
• Hvernig nýta má nútímatækni (netið og öpp) til þess að njóta lífsins í núinu.

Athugið! Sætafjöldi er takmarkaður.

Kennari(ar):
Bryndís Jóna Jónsdóttir er með B.Ed í grunnskólafræðum, MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diplómu í jákvæðri sálfræði frá EHÍ. Bryndís er núvitundarkennari og hefur haldið fjölmörg námskeið, vinnustofur og fyrirlestra um núvitund og jákvæða sálfræði.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur,hefur rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á hamingju, heilsu, velgengni og vellíðan. Hún hefur jafnframt unnið að því að finna hagnýtar leiðir til að nýta niðurstöðurnar og hefur hún ritað fjölda greina um efnið bæði innan lands og utan.
Hún er höfundur bókarinnar ,,Velgengni og vellíðan –um geðorðin 10“ og kafla í bókunum ,,The World book of Happiness“ og „Positive Psychology for Social Change“.
Dóra Guðrún er sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, forseti Evrópusamtaka um jákvæða sálfræði og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.
***************************************************************************
2016 – Musicality námskeið með Mikko Kemppe ***
SalsaIceland
Kennarar: Mikko Kemppe
6. janúar 2016
2 klst
Verð: 3.500

Miðvikudaginn 6. janúar fer fram námskeið með Mikko Kemppe þar sem hann kennir okkur að nýta tónlistina og tengjast henni betur á meðan við dönsum salsa (músíkalitet). Hér eru hans eigin orð um hvað verður farið í á námskeiðinu:

Come join to a 2hr Musicality workshop with Mikko Kemppe (Founder of Helsinki Salsa Academy).
*Interested in learning idea on how to enjoy salsa music more on the dance floor? *Want to learn to interpret salsa music in your dancing?
Did you know that by understanding the music you are dancing to more deeply will not only bring you much more enjoyment while dancing, but will actually also make you a lot better dancer.
This workshop will cover many different practical ideas to help you to become a more musical dancer.
Learn: *The difference between Mambo, Salsa, Timba, Boogaloo, Pachanga, etc.. and how to differentiate between the rhythms and genres of music *Five (5) critical stages of development to become more musical dancer *Tricks and tips that many more advanced and musical dancers use, which are rarely thought on any classes. *How to apply these ideas immediately on the workshop and on the dance floor.”
***************************************************************************