2017

Mér finnst ofboðslega gaman að fara á námskeið og fyrirlestra. Mér finnst ofboðslega gaman að læra nýja hluti. Mig langar til að mennta mig meira en langar að læra of margt! Ég myndi helst vilja fara í örnám í öllu en ekki margra ára nám í einhverju einu.

Ef einhver veit um sniðuga ódýra/ókeypis fræðslu þá má endilega láta mig vita. :)

Ég ætla að byrja á stjörnugjöf og gefa enga, *, **, *** stjörnur eftir hve gagnlegt og áhugavert mér fannst námskeiðið.

***************************************************************************
Fjármál og skipulag ***
Fræðagarður
Leiðbeinandi: Katrín Elíza Bernhöft.
26. apríl 2017
3 klst

Katrín Elíza Bernhöft fjallar um fjármál og skipulag. “Á þessu námskeiði verður farið yfir ýmsar hugmyndir varðandi fjármál heimilisins. Hvernig smávægilegar breytingar geta skipt miklu máli þegar litið er til 12-18 mánaða eða lengur. Það sem skiptir höfuðmáli eru útgjöldin, að stýra neyslu sinni í samhengi við þær tekjur sem er aflað. Margir fara þá leið að mennta sig, fá vinnu, eignast heimili, bíl og börn og reyna svo eftir sinni bestu getu að láta enda ná saman.”
***************************************************************************
The Five Keys to Successful Test Automation **
Endurmenntun Háskóla Íslands
Leiðbeinandi: Hans Buwalda.
31. mars 2017
8 klst

Automated testing is a key ingredient in an Agile and DevOps strategy, where continuous integration and continuous deployment mean continuous testing is a must-have. However, such automation often proves cumbersome and costly to build and maintain.

We often view this as a technical problem, for an engineer to solve with tools like Selenium. However, there are other areas that often have a much stronger impact.

In this workshop Hans Buwalda will discuss five major areas that can contribute to automation success. The most important of these is the test design, and Hans will show how keywords, and related to that BDD, plus a modular approach will help address this, even for non-technical testers. He will also show how to best fit automation in Agile projects, and what developers can do to help the tests be successful.

Topics covered:
• Test automation approaches.
• Keyword and scenario based automation.
• Modular test design.
• Improving testability of applications.
• Getting testing and automation “done” in agile sprints.
• Using virtualization for automated testing.
• Dealing with configurations.

What you will learn:
• Approaches to test automation, like record-playback, scripting, keywords, scenarios (in particular BDD scenarios).
• The role modular test design can play in successful automation, following the Action Based Testing method.
• A template example of a high-level test design to take away and use in projects.
• “Anti-patterns” – things to avoid in your test designs to not frustrate their automation.
• The five top items in achieving testability in applications.
• Testing in production.
• Non-UI testing, including testing service oriented architectures.

Who should attend:
This course is intended for testers, automation engineers, software developers, managers etc.

Instructor:
Hans Buwalda has been working with information technology since his high school years. In his career, Hans has gained experience as a developer, manager, and principal consultant for companies and organizations worldwide. He was a pioneer of the keyword approach to testing and automation, now widely used throughout the industry. His approaches to testing—action-based testing and soap opera testing—have helped a variety of customers achieve scalable and maintainable solutions for large and complex testing challenges. Hans is a frequent speaker at international conferences and is lead author of Integrated Test Design and Automation.

Other information:
The participants will receive a tool to translate BDD scenarios into keywords (actions).
***************************************************************************
Starfstengd streita **
Fræðagarður
Leiðbeinandi: Snædís Eva Sigurðardóttir.
22. mars 2017
3 klst

Snædís Eva Sigurðardóttir fræðir okkur um starfstengda streitu. “Langvarandi streita er alvarlegur heilsufarsvandi sem Íslendingar hafa ekki farið varhluta af. Hugmyndir um streitu eru oft byggðar á röngum upplýsingum, sem aftur leiða til mikillar sjálfsásökunar og gera vandann enn verri en ella. Við bjóðum upp á fyrirlestur um einkenni langvinnrar streitu, hvað veldur og hver áhrifin eru á líkama og heilsu. Auk þess verður farið yfir hver hættumerkin eru og hvað er til ráða. Í framhaldinu verður boðið upp á streitustjórnunarnámskeið þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast ólíkum leiðum til streitustjórnunar og finna út hvaða leiðir væru árangursríkastar fyrir þá sjálfa.”
***************************************************************************
Samningatækni ***
Bandalag háskólamanna – BHM
Leiðbeinandi: Haukur Ingi Jónasson, lektor við Háskólann í Reykjavík.
13. – 14. mars 2017
6 klst

Í námskeiðinu eru kynntar helstu aðferðir samningatækninnar. Fjallað er um forvitnilega sögu samningatækninnar, hámörkum ábata, og rætt hvernig líta má á samningaviðræður sem verkefni. Sýnt er fram á hvernig ólíkur skilningur hefur áhrif á niðurstöður og um þau stig sem nauðsynlegt er að þekkja í samingaumleitan. Þátttakendur fá raunþjálfun í að beita aðferðum og eru sérstaklega þjálfaðir í að beita aðferðum samingatækninnar við samingaborðið. Námskeiðið er vinnustofa þar sem kennt er með raunhæfum æfingum sem eiga að stórauka samningafærni nemenda.
***************************************************************************
Heilsa og hollusta fyrir alla! **
Advania
Leiðbeinandi: Ebba Guðný.
15. febrúar 2017
0,5 klst

Ebba Guðný (www.pureebba.com) segir okkur hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar og ástvina. Hún lumar á fullt af hagnýtum ráðum og fróðleik, sem nýtist vel ungum sem öldnum.
***************************************************************************
Konur í upplýsingatækni (WiDS) **
Háskólinn í Reykjavík
14. febrúar 2017
2 klst

WiDS (Women in Data Science) er ráðstefna sem haldin er árlega á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum.

Samtímis ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í fyrsta sinn hér á landi 14. febrúar næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík, í stofu V101 kl. 14-16. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði við HR.

Tilgangurinn með WiDS-ráðstefnunni er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni, veita tækifæri til að læra af reynslu leiðandi fyrirtækja í tækni- og tölvugeiranum og efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni.

Þátttakendur:
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir – framkvæmdastjóri tengsla HR: Setning og fundarstjórn
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir – framkvæmdastjóri CCP: „Sýndarveruleiki hjá CCP“
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir – meðstofnandi Visku, fyrrum yfirmaður greiningarsviðs QuizUp: ,,Spurul um allt”
Anita Rós Kingo – Nemandi á tölvunarfræðibraut við FB ,,Tölvunarfræði í framhaldsskólum”
Renata Sigurbergsdóttir Blöndal – Senior data analyst hjá Meniga: „Hefurðu kíkt á tölurnar?“ Gagnagreining sem grunnstoð vöruþróunar
Hildur Einarsdóttir – Director of Global Product Management, Prosthetics hjá Össur: „Hendur, hné og tær“
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir – Einn af stofnendum /sys/tra, meistaranemi í hugbúnaðarverkfræði við HR og starfsmaður Gangverks: „Halló heimur“
***************************************************************************
Árangursrík markmiðasetning **
Advania
Leiðbeinandi: Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafi.
8. febrúar 2017
0,5 klst

Hreiðar mun fræða okkur um lykilinn á bakvið árangursríka markmiðasetningu. Hreiðar vinnur með íþróttafólki að því að styrkja þeirra andlegu þætti og segir að of oft sé fólk ekki að leggja nógu mikla vinnu í markmiðasetninguna sína og ekki að gera hana rétt.
***************************************************************************
Framsækni – örugg tjáning – vinnustofa ***
Bandalag háskólamanna – BHM
Leiðbeinandi: Sigríður Arnardóttir, félags- og fjölmiðlafræðingur, þáttastjórnandi og kennari við Háskólann á Bifröst.
25. janúar 2017
4 klst

Vinnustofan er hagnýt og hvetjandi fyrir alla sem vilja auka tækifærin, efla sig eða þurfa starfs síns vegna að koma fram og halda ræður eða kynningar. Fyrirlestur, umræður og hagnýt ,,verkfærakista” fyrir þá sem vilja tjá sig af enn meira öryggi. Fyrirtæki og stofnanir í dag gera þær kröfur til starfsmanna og stjórnenda að þeir geti komið fram og haldið ræður og kynningar. Aldrei fyrr hefur fólk þurft að markaðssetja sig eða starf sitt í jafn ríkum mæli. Í launaviðtölum og starfsumsóknum er mikilvægt að koma fram af öryggi. Það þarf að þjálfa örugga framkomu eins og vöðvana og því er nauðsynlegt að halda sér við og bæta sig.
***************************************************************************