Sjósund

LindaSjosundHaustið 2012 fór ég á sjósundnámskeið með Benedikt Hjartarsyni og ætlaði alltaf að byrja í sjósundi við gott tækifæri.

Þegar ég mætti í fyrsta verklega tímann á námskeiðinu mætti ég í Nauthólsvíkina í vetrardúnúlpunni, með vettlinga og húfu og fannst kalt og það var hrollur í mér. Benedikt stóð og beið eftir okkur, berfættur í sandölum, í stuttbuxum og í bol sem stóð á: Hef synt til Viðeyjar – af því ég átti ekki pening.

Ég ákvað þar með að a) ég skyldi fara að stunda sjósund til að hætta að vera svona mikil kuldaskræfa og b) að ég ætlaði að eignast svona bol!

Fyrri daginn á námskeiðinu syntum við bara rétt út fyrir en seinni daginn syntum við fyrir lónið og upp í víkina hinum megin. Ein í hópnum sagði að hún hefði aldrei búist við að ég myndi gera meira en að dýfa tánni í sjóinn því það var alveg mjög augljóst að ég væri mesta kuldaskræfan í hópnum. En ég er andskotanum þrjóskari líka.

En svo fann ég engan með mér og fór ekki aftur fyrr en í enda júní í ár. Ég ákvað að plata salsalið með mér í sjósund, ég skipulagði nokkra viðburði fyrir salsasamfélagið í sumar, og svo í kjölfarið frænda minn og hef stundað sjósund með honum í allt sumar.

*********************
Salsa sjósund
*********************

Ég stóð fyrir salsaviðburðum í sumar og fyrsti viðburðurinn var sjósund.
22. júní 2014.

*********************
Fossvogssund
*********************

22. júlí 2014.

Fossvogssund

*********************
Viðeyjarsund
*********************

22. ágúst 2014 synti ég frá Viðey.

Sund­kapp­ar tók­ust á við Viðeyj­ar­sund.

Videyjarsund2014

Videy2

*********************
Hausastaðavarir
*********************

11 manna hópur fór og synti hjá Hausastaðavörum við Álftanes 11. september 2014.

SjosundHausastadavarir2

SjosundHausastadavarir

*********************
Nýárssund
*********************

1. janúar 2015 synti ég fyrsta nýárssundið mitt. 250 m í 1,2°C heitum sjó. Það var æði!

Nyarssund2015