Hvernig er best að byrja í sjósundi?

Gott er að tala við einhvern sem hefur farið í sjósund og fá að fara með viðkomandi í fyrsta skipti, eða bara grípa með sér vin eða vinkonu og skottast saman í sjóinn.

Nokkrir punktar:
– Ekki fara einn í sjóinn.
– Best er að fara þurr í sjóinn, skella sér í sundfötin og út í sjó.
– Gott að vera með sundhettu og sundgleraugu.
– Sumir velja að vera með hanska og í skóm.

Það eru nokkrar leiðir til að fara út í sjóinn. Sumir kjósa að fara aðeins út í, venjast kuldanum, halda svo áfram, venjast kuldanum og svo framvegis þar til allur kroppurinn er kominn ofan í. Aðrir kjósa að ganga hratt út í sjóinn og taka sundtökin um leið og hægt er. Enn aðrir kjósa að stökkva helst í sjóinn. Ég persónulega kýs seinni kostina tvo. Ég bara labba labba labba og byrja að synda um leið og ég er komin á nógu mikið dýpi. Ef ég get stokkið út í sjóinn þá geri ég það. Mesta hindrunin er að komast yfir sjokkið vegna kuldans þegar farið er fyrst út í. En eftir fyrstu sundtökin hjá mér þá er mér farið að líða vel í sjónum.

Í Nauthólsvík er ein ákveðin leið sem er mjög vinsæl að synda, sem er um 250 metrar. Synt er frá bláa hringnum að þeim gula. Við köllum þessa leið Hasselhoff leiðina. Því maður gengur ströndina tilbaka eins og í Baywatch. ;)

Rauði hringurinn er þar sem búningsklefarnir og heiti potturinn er. Búningsklefarnir eru nú ekkert æðislegir. Hitastigið í sturtunum flakkar vanalega frá því að vera kalt í volgt og til baka. Bunan endist í max 10 sekúndur. Bara körfur en engir skápar.

NautholsvikSundleid

Það er svo fullt af góðum ástæðum til að skella sér í sjósund:
1. Boosts your immune system
2. For an all-natural high
3. Gets your blood pumping
4. Improves your sex life
5. Burns calories

Svo verður húðin víst svo mjúk og fín. :-)

Flóðatafla