Leið mín að bata

Ég heiti Linda Rós og er fædd 1980. Ég vaknaði upp einn vondan veðurdag og ákvað að fara að vinna í mínum málum og hætta að láta kvíðann stjórna lífi mínu! Ég hef verið kvíðin frá 6 ára aldri og var með viðvarandi sterkari dauðalöngun en lífslöngun frá ca 11 ára aldri og þar til ég var 31 árs.

Í dag líður mér stundum svo fáránlega vel að mér finnst eins og ég gæti hreinlega sprungið af hamingju. Ég er samt ekki raunveruleikafirrt, lífið er bara þannig að það hefur sínar hæðir og sínar lægðir. En ég er loksins farin að kynnast hæðunum en ekki bara lægðunum! Ég fór frá því að skora hátt í 60 stig á þunglyndisprófinu Beck-Depression-Inventory-BDI (af mest 63 stigum) í að skora minna en hinn almenni Íslendingur (sem skorar 8 stig).

Þetta sveiflast samt oft til og ég hef alveg farið upp í tæp 40 stig. Sérstaklega veldur krónísk ógleði sem byrjaði að hrjá mig í janúar 2014 sveiflum. Ég get ekki gert allt sem mig langar að gera lengur, eins og að dansa salsa og hreyfa mig af miklu álagi.

Ég verð oft sorgmædd þegar ég hugsa um öll árin sem fóru í að líða illa. Mér leið illa í grunnskóla, mér leið illa í menntaskóla, mér leið illa í háskóla og mér leið illa í vinnu þar til ég fór að ná andlegu jafnvægi. Ég kynntist varla fólki, læddist með veggjunum og naut mín alls ekki. Fór helst ekki að hitta fólk, eða gera neitt félagslegt, og reyndi bara að minnka vanlíðanina með að horfa á sjónvarp og lesa bækur. Ég held að þægindahringur minn hefði ekki getað verið minni og ég gerði allt sem ég gat til að fara ekki út fyrir hann, því ég lifði í ótta. Ég vissi ekki hver ég var og reyndi að leika einhver hlutverk þar sem ég faldi alla mína vanlíðan og vissi ekki að ég gæti breyst! Vissi ekki að það væri hægt að ná því dásamlega andlega vitundarstigi sem ég er á núna.

Í dag er líf mitt allt öðruvísi en það var. Milljón og þúsund sinnum betra. Ég er almennt í andlegu jafnvægi, ég er dugleg að fara út fyrir þægindahringinn og er orðin félagslega virk. Ég er á þeim stað í dag að ég er í góðum tengslum við sjálfa mig. Þekki mig út og inn. Kem til dyranna eins og ég er klædd með öllum mínum veikleikum og styrkleikum. Ég á ekki eina einustu beinagrind inni í skáp. Þegar ég lít í spegil er ég ánægð með það sem ég sé. Bæði að utan og innan. Það er ekkert sem mér finnst vanta í líf mitt. Mér finnst grasið vera afskaplega grænt mín megin. Ég er ánægð eða sátt við allt í lífi mínu. Mér líður vel í eigin skinni. Ég lifi í sátt.

Það tók 3 ár frá því að ég náði botninum og reyndi að taka mitt eigið líf þar til ég fann þetta andlega jafnvægi. En ég er viss um að ef ég hefði vitað það sem ég veit núna að ég hefði náð þessum áfanga mikið fyrr. Ég er samt hvergi nær komin á leiðarenda, ég er alltaf að reyna að betrumbæta mig, bæði líkamlega og andlega. Ég er enn að fást við kvíða og er á örorkubótum og vinn hlutastarf.

Í dag tala ég um mig sem Linda Rós 7.0.

Á þessu andlega vitundarstigi sem ég hef náð svifi ég um á bleiku skýi, eða svo gott sem, 24/7 ef ég hefði ekki geðsjúkdóm. Einu sinni bjó ég á stað þar sem voru dimm ský svo langt sem augað eygði. Einstaka sinnum kom smá sólarglæta en dimmu skýin voru alltaf yfirgnæfandi. Í dag er mjög sólríkt og heiðskírt hjá mér. En það eru ský út við sjóndeildarhringinn. Með því að vinna í sjálfri mér og halda mér í jafnvægi held ég þeim þar. En ég veit alltaf af þeim. Þegar þau reyna að fjölga sér og færast yfir þá nota ég allt sem ég hef lært í leit minni að andlegu jafnvægi og blæs þeim í burtu.

Leiðin í átt að bata getur verið skrykkjótt. Maður tekur nokkur skref áfram, fer svo nokkur skref aftur á bak, tekur jafnvel nokkur hliðarskref, lendir stundum ofan í skurði. En um leið og maður er byrjaður þá alveg sama hve mörg skref aftur á bak eða til hliðar maður tekur, og sama hve oft maður lendir ofan í skurði, maður fer ekki aftur á byrjunarreit, þó maður gæti stundum haldið það. Það er engin leið nema áfram!

****************************************************************************
Mín geðröskun:
****************************************************************************

Ég ætti kannski að útskýra hvernig mitt daglega líf er í dag. Ég er alltaf með kvíðahnút, hann er mismikill en hann er alltaf þarna. Hann er sterkastur á morgnana nema ef ég er að gera eitthvað xtra kvíðavaldandi yfir daginn þá er hann náttúrulega sterkastur þá. Það fylgja líkamleg einkenni oft. Eins og ógleði, að fá í magann, lystarleysi og aukinn hjartsláttur. Öndunin breytist líka stundum, fer úr þindaröndun í brjóstkassaöndun. Því stærri sem kvíðahnúturinn er því meiri eru líkamlegu einkennin. Að lifa með nagandi kvíða getur dregið rosalega úr orku manns. Ég veit ekki hvernig er að vera ekki með stanslausa kvíðatilfinningu.

Þetta byrjaði hjá mér þegar ég var 6 ára. Byrjaði sem félagsfælni, neikvætt sjálfsmat, óöryggi í samskiptum við önnur börn, frammistöðukvíði, fullkomnunarárátta, hræðsla við athygli, hræðsla við að segja eitthvað vitlaust eða gera eitthvað vitlaust, hræðsla við að vera hlegið að, hræðsla við nýja hluti og nýja staði. Ef ég kunni ekki eitthvað og gat ekki lært það í einrúmi þá bara gerði ég það ekki. Eins og snúsnú. Fór aldrei í snúsnú.

Update: fór í snúsnú í apríl 2013, í fyrsta skipti á ævinni!
snusnu

Fyrsta minning mín er frá því ég var 6 ára. Ég hafði sennilega verið veik, allavega misst eitthvað úr skólanum og þegar ég kom tilbaka voru börnin byrjuð að læra stafrófið. Ég man enn eftir vanlíðaninni sem dembdist yfir mig. Ég var svo viss um að ég gæti ekki lært stafrófið og ég myndi aldrei ná hinum.

Eftir þetta lá leiðin basically bara niður á við. Þar sem ekki var gripið í taumana – þjóðfélagið var bara öðruvísi á þessum tíma og ég faldi þetta rosalega vel því ég vildi ekki láta aðra hafna mér og dæma mig eins og ég hafnaði mér og dæmdi sjálfa mig – þá þróaðist þetta og brenglaði sýn mína á mér, öðrum, lífinu og framtíðinni (t.d hugsanaskekkjur) og olli mikilli stöðugri vanlíðan og stöðugri löngun til að deyja.

29 ára lærði ég að vinna í þessu, fyrst með hugrænni atferlismeðferð og mindfulness og síðan með almennri sjálfsrækt, og núna 4 árum síðar er ég búin að endurforrita heilann nokkuð vel. Komin með rétta sýn á mér, öðrum, lífinu og framtíðinni. Heilbrigða sýn.

Ég hef verið greind þunglynd, félagsfælin, með almenna kvíðaröskun, persónuleikaraskanir, meðvirk og með athyglisbrest. Ég veit ekki hvað endilega eru orsakir og hvað afleiðingar. Eða hvort allar þessar greiningar séu réttar. Margt af þessu er svo samtvinnað og með sömu einkennin.

Með því andlega vitundarstigi sem ég hef náð þá finnst mér að kvíðahnúturinn ætti ekki alltaf að vera svona til staðar. Hann virðist vera þarna af bara gömlum vana. En ég hef allavega náð því að endurforrita heilann og ná mjög heilbrigðri sýn á lífið og tilveruna.

Eftirfarandi sagði einn af mínum bestu vinum þegar við vorum að kynnast vorið 2011. Við vorum búin að tala mikið saman og ræða m.a allt um kollinn á mér. Þessi vinur minn er ein af uppáhaldspersónum mínum allra tíma. Hann er einstaklega góð manneskja, í góðum tengslum við sjálfan sig, klár og hefur ein heilbrigðustu viðhorf til lífsins sem ég veit um. Svo mér þykir afskaplega vænt um þessa setningu:

“Þetta kann að hljóma einkennilega… – en það sem ég þekki til þín so far bendir til að þú sért ein heilbrigðasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann hitt.”

Hér er hægt að lesa Kvíða- og depurðarsögu Lindu Rósar 1.0. Lykilorð: apiapi.

Með því að vinna hlutastarf, forðast álag, passa upp á mig, vera meðvituð um allt sem er í gangi og vera alltaf að vinna í sjálfri mér næ ég að halda mér nokkuð góðri. Það góðri að ég klappa reglulega saman lófum, skríki og hoppa í hringi! Það góðri að mig langar til að lifa. Þessi formúla heldur mér í besta formi sem hún hefur nokkurn tímann verið í lífi mínu! Dag eftir dag eftir dag eftir dag. :-)

**************************************
Þroskasaga mín – The Croods:
**************************************

Mér fannst þessi mynd eiginlega bara vera þroskasaga mín sögð á afar skemmtilegan hátt.

“Eep: “My name’s Eep and this is my family, the Croods. We never had the chance to explore the outside world because of my dad’s one rule: Never leave the cave.”
Grug: “New is always bad. Never not be afraid!””

= heilinn minn í hnotskurn áður en ég fór að vinna í sjálfri mér. Eldri systkinin í myndinni tákna svo eiginlega þær tvær persónur sem mér finnst ég stundum vera. Linda Rós 1.0 var voða mikill Thunk. Linda Rós 7.0 er voða mikil Eep.

Eep: “We never had a chance to explore the outside world, but what we didn’t know was that our world was about to change.”

= eftir að ég fór að vinna í sjálfri mér, breyttist heimurinn.

****************************************************************************
Þjóðfélagið – það ætti að setja í forgang að ala upp andlega og líkamlega heilbrigða einstaklinga:
****************************************************************************

Ég er sannfærð um að ef það væri sett í forgang að ala upp andlega og líkamlega heilbrigða einstaklinga í skólakerfum landsins (leikskóla, grunnskóla og menntaskóla) að þjóðfélagið væri allt annað. Hlutfalli fólks með geðraskanir myndi fækka. Öryrkjum myndi fækka. Glæpum myndi fækka. Öllum myndi líða betur! Svo af hverju er þetta ekki gert? Ég hef ekki hugmynd!

Ég myndi vilja skipta skólakerfinu í tvennt. Annars vegar andlega og líkamlega rækt – og hinsvegar allt hitt sem er nú þegar kennt, það mætti reyndar kenna margt af því öðruvísi en það er nú önnur saga. Ég myndi vilja sjá hugleiðslu og líkamsrækt á hverjum morgni. Hollt mataræði allan daginn! Ég myndi vilja sjá sjálfsræktaráfanga af öllu tagi. T.d kenna börnum þakklæti, að það að gera “mistök” sé partur af venjulegu lífi, að enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju og svo framvegis og framvegis.

“Um fjórðungur allra grunnskólanema þarf á sérkennslu að halda.” Ef þetta er ekki áfellisdómur yfir skólakerfinu þá veit ég ekki hvað. Ég er sannfærð um að ef andleg og líkamleg rækt væri sett i forgang og hætt yrði að setja alla í sama boxið þá myndi þessi tala snarlækka. “Everybody is a genius. But if you judge a fish by its ability to climb a tree, it will live its whole life believing that it is stupid.” – Albert Einstein.

Ég veit það að ef ég hefði fengið hjálp 6 ára – ef ég hefði verið í skóla þar sem lögð hefði verið áhersla á andlega og líkamlega rækt – þá væri líf mitt allt annað í dag. Ég væri ekki öryrki vegna geðraskana og slæms baks. En sem betur fer er ég ekki að velta mér upp úr þessu. Ég er svo heppin að vera á góðum batavegi bæði líkamlega og andlega. En ég vil allt gera til að koma í veg fyrir að börn í dag gangi í gegnum það sama og ég.

****************************************************************************
Geðsjúkdómar:
****************************************************************************

Kvíðaröskun er sjúkdómur. Þunglyndi er sjúkdómur. Félagsfælni er sjúkdómur. Það er enginn sem velur þetta, hvað þá 6 ára barn eins og í mínu tilfelli, og það er enginn sem myndi ekki vilja losna við þetta.

Ég hef heyrt geðsjúkdóma kallaða krabbamein hugans og finnst mikið til í því. Eins og krabbameinsfrumur fjölga sér í líkama þeirra með krabbamein þá fjölga ósýnilegar krabbameinsfrumur sér í kollum þeirra sem eru þunglyndir og kvíðnir.

Það er hægt að vinna bug á geðröskunum og það er hægt að halda geðröskunum niðri en eins og með krabbamein þá þarf meðferð og tíma. Sumir læknast, aðrir lifa með því og halda því niðri, aðrir deyja.

Þetta er myndband sem WHO – World Health Organization linkar á af heimasíðu sinni og er með á youtube channel sínu.

**************************************
Af hverju fær fólk geðsjúkdóm? :
**************************************

Af hverju fær fólk geðsjúkdóm? Af hverju fæðast sumir rauðhærðir og aðrir ljóshærðir? Af hverju fæðast sumir með hjartagalla og aðrir ekki? Af hverju fær manneskja sem lendir í allskonar skít yfir ævina ekki geðsjúkdóm meðan sú sem lifir frekar áhyggjulausu, góðu og skakkafallalausu lífi geðsjúkdóm? Af hverju fær manneskjan sem hefur lifað eftir heilbrigðum lífsstíl alla ævi krabbamein meðan keðjureykjandi, drykkfellda skyndibitafæðismanneskjan fær ekki krabbamein?

Við erum bara svo flóknar lífverur og engir tveir einstaklingar eru eins. Líf okkar er ansi mikið ákveðið þegar við fæðumst. Erfðir og umhverfi eru það sem móta líf okkar.

Skapgerð er áhættuþáttur varðandi félagsfælni og kvíða. Talið er að skapgerð erfist og persónuleiki verði til eftir skapgerð og umhverfi. Þeir einstaklingar sem eru hlédrægir og viðkvæmir að eðlisfari eru þeir sem eru líklegastir til að verða félagfælnir og kvíðnir.

**************************************
Fordómar:
**************************************

Það eru svo miklir fordómar gegn geðröskunum í dag. Margir sem halda því fram að þetta sé ekki sjúkdómur. Að þetta sé bara leti og aumingjaskapur. En þetta er sjúkdómur. Raunverulegur sjúkdómur. Sem tekur líf margra. Hann tók líf pabba míns. Hann tók næstum líf mitt. Sjúkdómur sem því miður er ekki tæklaður nógu vel á Íslandi. Sjúkdómur sem grasserar í því lífsgæðakapphlaups- og andlega sofandi þjóðfélagi sem við lifum í. Það þarf að hvetja fólk og styðja fólk með geðraskanir. Það þarf að veita því aðstoð. En ekki að dæma það.

Það er svo oft sagt við fólk með geðraskanir að hætta þessu bara. En enginn myndi segja við krabbameinssjúkan einstakling að hætta þessu bara. Það er jafn kjánalegt að segja við krabbameinssjúkan einstakling að hætta þessu eins og að segja við manneskju með geðröskun að hætta þessu.

Það væri voðalega hentugt ef þetta væri sjúkdómur sem sæist. Allir með geðröskun fengu grænan blett á ennið við að fá sjúkdóminn. Stærð blettarins færi svo eftir alvarleika. Þetta væri líka hentugt með aðra sjúkdóma sem mæta fordómum, eins og gigt. Gætum skellt gulum blett á ennið á þeim.

Það er ekki óskastaða neins að lifa á 201.724. kr á mánuði frá Tryggingastofnun, 174.926 kr eftir skatt. Það er ekki óskastaða neins að líða illa andlega. Það er ekki óskastaða neins að vera öryrki.

Ef ég væri að vinna sem tölvunarfræðingur væri ég með 2-3 sinnum hærri laun. Ég er sem betur fer það heppin að geta unnið hlutastarf sem bæði hífir aðeins upp tekjurnar og geðheilsuna. Eftir að hafa alltaf séð í hillingum að þurfa ekki að vinna því mér leið svo illa. Þá gæti ég ekki hugsað mér í dag að vera ekki að vinna. Staður sem ég bjóst aldrei við að ná.

Ég get sagt ykkkur það að ég myndi frekar vilja búa í pappakassa á Laugarveginum í alsælu heldur en í höll í vanlíðan.

**************************************
Líf í myrkri:
**************************************

Ég reyndi að lifa með þessum sjúkdómi án þess að vinna í honum, því ég bara vissi ekki hvernig ég gæti það eða að það væri hægt með öðru en lyfjum og samtalsmeðferð sem virkaði ekki. Ég reyndar hélt lengi vel að ég væri bara svona og það væri ekkert hægt að gera í þessu og ég yrði alltaf svona. Það breyttist í raun ekki fyrr en ég var orðin 29 ára. Lifði með stanslausum kvíða, stöðugri vanlíðan og stöðugri dauðalöngun. Lifði í myrkri. Þar til ég bara gafst upp.

Ég menntaði mig, ég var í góðu vellaunuðu starfi á frábærum vinnustað þar sem ég var mjög vel liðin og ekki með neinar áhyggjur af að missa hana, ég átti íbúð, sumarbústað og 2 bíla með þáverandi sambýlismanni mínum, ég átti pening inni á bók og engar fjárhagsáhyggjur. Það var ekkert “að” í lífi mínu. En samt var allt að.

**************************************
Smá tölfræði:
**************************************

Við lauslega leit á netinu fann ég eftirfarandi:
[*] Á 40 sekúndna fresti fremur einhver sjálfsvíg.
[*] Meira en 90% þeirra sem fremja sjálfsvíg eru með geðsjúkdóm.
[*] Talið er að á 2 sekúndna fresti sé gerð sjálfsvígstilraun.
[*] Á síðustu 45 árum hefur sjálfsvígum fjölgað um 60%.
[*] Þar sem ákveðin skömm fylgi sjúkdómnum þá fær aðeins tæpur helmingur þeirra sem þjáist af þunglyndi viðeigandi hjálp. Í sumum löndum fá aðeins tæp 10% nauðsynlega aðstoð.
[*] Í sumum löndum eru sjálfsvíg meðal þriggja helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15-44 ára og önnur helsta dánarorsök fólks á aldrinum 10-24 ára.
[*] Sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla.

**************************************
Geðlyf:
**************************************

Ég hef prófað allavega 12 mismunandi geðlyf og aðeins ein þeirra gerðu eitthvað gagn. Hin gerðu flest bara ógagn. Fyrstu geðlyfin sem ég prófaði settu mig algjörlega á botninn, ég grét upp úr þurru og var með gífurlegar sjálfsvígshugsanir. Læknar hafa samt í gegnum tíðina viljað setja mig aftur á þau lyf. Þegar ég leitaði mér hjálpar fyrir sjálfsvígstilraun mína fékk ég lyf sem virkuðu ekki svo ég fékk önnur lyf með, mér leið ekkert betur af þessum lyfjum. Ég gat ekki sofnað á kvöldin svo ég fékk lyf sem slökktu á mér en ég vaknaði tiltölulega fljótt upp aftur svo ég fékk fjórðu lyfin til að hjálpa mér að sofa alla nóttina. Ég var þá hálf út úr heiminum fram að kvöldmat. Þetta voru hræðilegar vikur. Á endanum hætti ég á þeim, einhverju sinni eftir sjálfsvígstilraunina. Gegn læknisráði en leið mikið betur án þeirra.

Þau lyf sem hafa hjálpað mér eru Seroquel/Seroquel Prolong. Þau gera svefninn betri, taka mesta kvíðahnútinn á morgnana og þegar ég tek þau eru minni líkur á ógleði og lystarleysi. En þau eru sljóvgandi þessi lyf. Svo ef ég tek þau í kringum miðnætti þá sef ég fram að hádegi eða svo gott sem. Ef ég tek þau fyrr þá má ég ekki keyra og er þreytt um kvöldið. Svo annað hvort þarf ég að fórna kvöldinu, morgninum eða vera kvíðnari yfir daginn og auka líkurnar á ógleði og lystarleysi.

Ég hef verið lyfjalaus síðan í maí 2014.

****************************************************************************
Að spá svona mikið í hlutunum:
****************************************************************************

Ég hef verið spurð að því hvort það geri ekki bara allt verra að vera að spá svona mikið í hlutunum eins og ég geri. Að vandamálin verði bara mikið verri og fleiri ef maður er alltaf að pæla í hlutunum. Ég reyndi í 23 ár að fela þetta og ignora þetta – það kom mér næstum í gröfina.

Ef það fara að koma óhljóð í bílinn þinn þá hverfa þau ekki, sama hve mikið þú reynir að ignora þau. Einn góðan veðurdag hrynur bíllinn nema þú gerir eitthvað í þessu. Sama á við mig.

Að vinna statt og stöðugt í sjálfri mér hefur komið mér í besta andlega form lífs míns. Komið mér á nýtt vitundarstig.

Ég er ekki allan daginn að velta mér upp úr hlutunum. Ég er ekki mikið fyrir að vorkenna mér eða láta aðra vorkenna mér né lít á mig sem fórnarlamb. Alls alls alls ekki. En líf mitt snýst aðallega um að betrumbæta mig. Að ná betri líðan. Stunda líkamsrækt og andlega rækt. Átta mig á hlutunum. Af hverju mér líður eins og mér líður og hvað ég geti gert til að breyta þessari líðan til hins betra.

Þegar ég verð fyrir uppljómun þá fer það á bloggið. Þegar ég þarf að tjá mig þá fer það á bloggið. Ég ræði þetta almennt ekki við neinn, nema bloggið mitt. Bloggið er minn helsti meðferðaraðili. Ég dembi öllu á það. Svo er það búið og ég fer og held lífi mínu áfram. Ég hef bloggið opið til að hjálpa fólki. Það er oft drulluerfitt að vera svona opinn og með allt sitt á veraldarvefnum. En ef ég get verið hvatning fyrir einhvern. Bætt líf einhvers. Jafnvel og vonandi bjargað lífi einhvers. Þá er þetta alveg þess virði.

****************************************************************************
Meðferðir og úrræði:
****************************************************************************

Ég hef talsverða reynslu af bæði því að fást við geðraskanir og leiðum til að kljást við þær:
[*] Ég hef verið í meðferð hjá heilsugæslulæknum, sálfræðingum og geðlæknum.
[*] Ég hef verið í meðferð á göngudeild geðdeildar, Hvítabandinu, Reykjalundi og Kvíðameðferðarstöðinni.
[*] Ég hef prófað prófað ógrynni lyfja. Geðlyf: Amilín, Cipramil, Cipralex, Concerta, Efexor Depot, Exan, Seroxat, Seroquel, Seroquel Prolong, Valdoxan, Wellbutrin Retard, Zoloft (sennilega fleiri sem ég man ekki eftir). Svefnlyf: Imovane, Nozinan, Phenergan.
[*] Ég hef lært hugræna atferlismeðferð, hugleiðslu og árvekni/núvitund (mindfulness).
[*] Ég hef farið á námskeið í hinu og þessu. Þar eru tvö sem standa upp úr: hugleiðslunámskeið sem ég fór á hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni og Dale Carnegie.
[*] Ég fann lífsviljann í ræktinni. Við þolæfingar.

**************************************
Hugræn atferlismeðferð:
**************************************

Ég byrjaði að læra hugræna atferlismeðferð hjá sálfræðingi á göngudeild geðdeildar vorið 2009, svo á hópnámskeiði á göngudeild geðdeildar þar sem líka var farið í mindfulness og svo var farið í þetta bæði á Hvítabandinu og Reykjalundi.

Hugræn atferlismeðferð breytti lífi mínu! Hugræn atferlismeðferð varð byrjunin á bataferli mínu. Linda Rós 2.0 fæddist.

Ég var algjörlega stútfull af hugsanaskekkjum og brengluðum kjarnaviðhorfum og lífsreglum sem byrjuðu að myndast strax frá 6 ára aldri og ég þurfti að læra hugræna atferlismeðferð til að endurforrita mig.

Hugræn atferlismeðferð (HAM) byggir á að skilja hvernig hugsanir hafa áhrif á atburði í lífi okkar, þ.e hvernig við túlkum eða metum þessa atburði. Samkv. HAM er það ákveðið hugsanamynstur sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun. Með því að skilja þetta samspil er betur hægt að leiðrétta hugsanir sem valda okkur vanlíðan og mynda nýtt hugsanamynstur sem hentar okkur betur. HAM er yfirleitt skammtímameðferð þó að lengri meðferð sé nauðsynleg fyrir langvinnari vandamál. HAM hefur reynst vel gegn ákveðnum vandamálum, t.d. þunglyndi og kvíða.

**************************************
Hugleiðslunámskeið:
**************************************

Ég fór haustið 2011 á hugleiðslunámskeið fyrir byrjendur (mindfulness meditation) hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni og það er eitt það besta sem komið hefur fyrir mig í mínu bataferli. Ég hef farið á hugleiðslunámskeið annarsstaðar sem höfðaði ekki til mín.

Það eru hjón með þetta námskeið, hún er dýralæknir og hann er heimilislæknir og þau eru algjörlega yndisleg. Mér fannst hver tími mjög lærdómsríkur og góður. Við vorum með bókina Diamond Mind eftir Rob Nairn á námskeiðinu. Sem er ein besta sjálfshjálparbók sem ég hef lesið. Algjörlega á topp 5 listanum. Þetta námskeið var 10×1,5 tími og kostaði 11.500 þá.

Áttu erfitt með að slaka á? Ertu oft að hugsa um margt í einu? Ef þú vilt auka hæfni þína í að festa hugann við það sem þú ert að gera í hvert og eitt skipti er ,,mindfulness” eitthvað fyrir þig! Mindfulness eða vakandi nærvera er leið til að dvelja í núinu í vinsemd og sátt við sjálfan sig, finna og njóta. Mindfulness er hægt að þjálfa með meðvitaðri slökun þar sem við stöldrum við og skoðum hugsanir okkar, skynjun og líðan. Við forðumst að meta, greina, flokka og dæma. Við samþykkjum okkur sjálf. Mindfulness hefur reynst gefa ótrúlega góðan árangur til sjálfsþekkingar og vellíðunar. Rannsóknir sýna einnig að mindfulness getur aukið lífsgæði og lífshamingju, veitt betri heilsu og jafnvel lengra líf.

hugleidsla

**************************************
Líkamsrækt:
**************************************

Ég mætti 36 sinnum í ræktina í mars 2011 og á 30. degi birti til í hausnum á mér. Ég lá í sófanum heima og í fyrsta skipti í hátt í 20 ár var löngunin til að lifa sterkari en löngunin til að deyja.

Ég mæti engan veginn 36 sinnum í mánuði í ræktina í dag. Ég þarf þess ekki. Eftir að myrkrið minnkaði svona rosalega eftir þessi 36 skipti þarf ég bara að viðhalda þessu. En ég þurfti þessi 36 skipti til að fá myrkrið til að minnka svona. Reyndar voru þetta 26 þolæfingar og 10 hot yoga tímar. Kannski hefði dugað mér að taka bara 26 þolæfingar. En það er eitthvað sem ég veit ekki og get ekki vitað. Ég var áður búin að fara í 26 hot yoga tíma á 30 dögum. En það dugði ekki til. Ég þarf að kýla upp púlsinn!

Ég finn að þegar myrkrið fer að aukast að ég verði að fara í ræktina oftar en vanalega og taka meira á því en vanalega.

Ég fer líka út að hlaupa og í fjallgöngur til að kýla upp púlsinn.

Svo er ég líka byrjuð í salsa sem er gífurlega gott fyrir líkama og sál.

Sjá viðtöl við mig og greinar eftir mig neðst á síðunni.

vestmannaeyjar

**************************************
Salsa:
**************************************

Ég byrjaði í salsa í mars 2013 og get ekki lýst því hve mikið líf mitt hefur breyst. Þetta er eitt það besta sem hefur komið fyrir mig.

Dans er hið fullkomna geðlyf því
– maður algjörlega gleymir öllum sínum vandamálum meðan maður er að dansa. Ég veit ekki hve marga ég hef heyrt segja: “ég dansa til að gleyma”.
– það er rosalega mikið félagslíf í kringum dansinn.
– það eru danskvöld 5 daga vikunnar, þar af salsa kvöld 1-3 í viku.
– maður eignast fullt af nýjum vinum og nýjum kunningjum.
– maður getur farið snemma út að dansa, dansað í marga klukkutíma en samt verið kominn heim á kristilegum tíma! Flest danskvöld byrja milli 20:00-21:00 á kvöldin.
– það er ekki blindafyllerí á danskvöldum.
– maður bætir andlega og líkamlega heilsu!
– hann gerir lífið litríkara!
dans eykur framleiðslu allra gleðihormónanna gígantískt!

Fyrir þá sem eru áhugasamir um að byrja að dansa þá henti ég upp dansupplýsingasíðu því mér fannst vanta þannig:

dansmaniacom

**************************************
Dale Carnegie:
**************************************

Dale Carnegie hjálpaði mér ótrúlega við að koma út úr skel minni. Þetta er besta félagsfælnisúrræði sem ég veit um. Ég get ekki lýst breytingunni á mér frá fyrsta tíma og til síðasta tíma. Ég get ekki lýst hve mikið auðveldara mér finnst að gera hluti fyrir framan aðra núna.

Þar hlaut ég viðurkenningu fyrir mannleg samskipti (bókina Lincoln the Unknown eftir Dale Carnegie) og viðurkenningu fyrir sveigjanleika (bókina Dale Carnegie’s Scrapbook) og æðstu viðurkenninguna í lok námskeiðsins.

Bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eru á topp 5 listanum yfir bestu sjálfshjálparbækur sem ég hef lesið.

****************************************************************************
Hvað ég hef lært:
****************************************************************************

Ég hef verið spurð að því hvað ég ráðleggi fólki að gera sem langar að líða betur. Þegar stórt er spurt. Ég setti hérna upp lista yfir það sem ég hef lært í mínu bataferli. Þetta er allt út frá mínum kolli og reynslu. Þunglyndi og kvíði er engan veginn eins hjá fólki. Það sem kveikir á peru hjá mér kveikir ekki endilega á peru hjá þér. Það sem kveikir á peru hjá þér kveikir ekki endilega á peru hjá mér.

Bataferðalag allra er mismunandi. Eitt skref leiðir mig að því næsta, en sama skref hjá þér gæti leitt þig að einhverju allt öðru næsta skrefi.

Margt í listanum tengist við eitthvað annað í listanum. Ég hef lært svo mikið og er enn að læra og að koma út úr mér öllu sem ég hef lært er erfitt að gera hnitmiðað og skipulega. Það er líka ómögulegt fyrir mig að vita hvað kveikir á perum hjá öðrum. Svo ég reyni bara að bauna úr mér öllu sem hefur kveikt á peru hjá mér.

Þetta er ekki í neinni ákveðinni röð.

**************************************
Stutti listinn:
**************************************

Þetta finnst mér að ætti að vera grunnur í allri meðferð við geðröskunum:

[*] Hreyfing sem kýlir upp púlsinn – þolæfingar
[*] Hugræn atferlismeðferð – HAM
[*] Hugleiðsla og mindfulness

Þetta er það þrennt sem hefur hjálpað mér mest. Margt í listanum hérna fyrir neðan er það sem kemur út frá hugrænni atferlismeðferð, hugleiðslu og mindfulness.

[*] Svo líka að vera félagslega virkur og stunda áhugamál

**************************************
Langi listinn:
**************************************

[*] Koma út úr skápnum og átta sig á fjötrunum
Í fyrsta lagi tel ég afar mikilvægt að koma út úr skápnum með þetta ef fólk er ekki þegar búið að því. Að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að þetta er sjúkdómur. Það þarf að tækla hann með öllum ráðum sem hugsanlegar eru þar til hann hverfur eða leggst í dvala. Það þarf að viðurkenna hann og mæta honum án fordóma.

Sjúkdómurinn heldur þér í fjötrum, ósýnilegum fjötrum ef þú áttar þig ekki á þeim. Hann segir þér að leita þér ekki hjálpar. Hann segir þér jafnvel að segja engum frá þessu eða sem fæstum. Hann segir þér að skammast þín fyrir þetta. Hann fyllir huga þinn af vonleysi og allskonar ranghugmyndum og neikvæðum hugsunum. Hann er sjálfletjandi djöfull. Hann vill halda þér inni í fangelsi og frá öllu sem getur tekið kraft úr honum. Með því að átta sig á þessum fjötrum getur maður lært að losa þær.

Staðreyndin er sú að enginn dæmir þig jafn harkalega og þú sjálf/ur. Þeir sem elska þig og þykir vænt um þig vilja bara eitt – að þér líði eins vel og mögulegt er. Ef það veit af því að þér líður illa eru líkurnar á því að það vilji hjálpa þér yfirgnæfandi. Við erum mörg hver svo hrædd við höfnun og fordóma. Þess vegna var ég svo lengi inni í skáp með mínar geðraskanir. Alltof lengi. En að koma út úr skápnum er mesta frelsistilfinning sem ég hef upplifað og ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Það er voðalega erfitt að búa inni í skáp og fela hver maður er. Það gerir lífið erfiðara. Fyrsta skrefið í átt að bata er að koma út úr skápnum.

[*] Að tjá sig
Það er rosalega gott að tjá sig við aðra um hugsanir sínar og tilfinningar. Vini, vandamenn, meðferðaraðila eða dagbók. Þá fær maður oft aðra sýn á málin, vandamálin verða minni og manni líður betur.

[*] Átta sig á röddunum í heilanum
Við erum með fullt af röddum í kollinum okkar sem eru að segja allskonar hluti við okkur. Fullt af þessum röddum eru neikvæðar og eru að gera allt sem þær geta til að draga úr okkur og letja okkur. Gera allt sem þær geta til að verða sterkari. Gera allt sem þær geta til að láta okkur líða enn verr.
[*] Raddir eins og: fullkomnunaráráttan, hræðslupúkinn, samanburðarröddin, vonleysisröddin, niðurrífsröddin, sjálfletjandi röddin, efasemdarröddin, frestunaráráttan, sjálfsvígshugsanaröddin og svo framvegis.

[*] Aðgreina sig frá röddunum
Neikvæðu raddirnar í huga mér stjórnuðu lífi mínu megnið af lífi mínu. Í dag reyna þær að stjórna mér en nú er ég meðvituð um þær og er ekki lengur farþegi þeirra. Þegar ég var ekki meðvituð um þær þá var ég og þær ein heild. Einn hrærigrautur. En núna aðgreini ég mig frá röddunum. Það má kannski reyna að útskýra þetta þannig að ég búi í kollinum á mér og að raddirnar búi líka í kollinum á mér. En við erum ekki heild. Við erum einingar. Ég er þarna sterk , glöð, fullkomlega sátt við mig og lífið og í andlegu góðu jafnvægi. Raddirnar eru þarna líka. Þessar neikvæðu: fullkomnunaráráttan, hræðslupúkinn, samanburðarröddin, vonleysisröddin, niðurrífsröddin, sjálfletjandi röddin, efasemdarröddin, frestunaráráttan og svo framvegis. Svo þessi sem heldur kaðli utan um brjóstkassann minn og passar upp á viðvarandi kvíðahnútinn. Svo er nú líka ein jákvæð, sem finnst lífið og tilveran algjörlega dásamleg. Sem er svo spennt fyrir nýjum hlutum og framtíðinni. Ég reyni að hlusta á og fylgja jákvæðu röddina og mæta hinum með heyrnarleysi. En kvabbið í neikvæðu röddunum hefur alltaf áhrif á mann. En ég bý þarna í sátt með öllum röddunum. Því meira álag sem er í lífi mínu því háværari eru þær og því erfiðara er að búa með þeim. Ég hef líka líkt þessu við að ég sé bílstjórinn en neikvæðu raddirnar og jákvæða röddin séu að rökræða sín á milli í aftursætinu og geta verið skelfilegir aftansætisbílstjórar.

[*] Læra að temja hugann
Þetta er það allra mikilvægasta sem ég hef lært. Að átta mig á röddunum í kollinum mínum, þessum neikvæðu og læra að lækka í þeim. Nauðsynlegar leiðir til þess eru:
[*] Hugræn atferlismeðferð (HAM)
[*] Núvitund/ árvekni (mindfulness)
[*] Hugleiðsla

“Buddhism teaches that the mind is the source of 100 percent of all unhappiness: anxiety, agitation, desire, anger, grief. Through understanding how our mind works, it is possible to tame it—and to discover that happiness, wisdom, compassion, and clarity are actually inherent qualities in all of us.”

[*] Átta sig á hugsanaskekkjum
Ég var algjörlega stútfull af hugsanaskekkjum og brengluðum kjarnaviðhorfum og lífsreglum og ég þurfti að læra hugræna atferlismeðferð til að endurforrita mig.
[*]”Þeir sem eru þunglyndir geta verið sannfærðir um að þeir séu einskis nýtir og gersamlega ófærir um að ná árangri í lífinu þrátt fyrir að staðreyndirnar tali öðru máli. Ástæðan fyrir þessari þversögn er að þunglyndum hættir til að túlka og meta sjálfa sig, reynslu sína og framtíðarhorfur á óraunsæjan og órökréttan hátt. Þessar bjaganir köllum við hugsanaskekkjur. Þunglyndishugsanir snúast einkum um þrennt. Í fyrsta lagi eru það bjagaðar og neikvæðar hugsanir um okkur sjálf. Þunglyndir dæma sjálfa sig oft á tíðum hart og þykir lítið til sín koma Í öðru lagi höfum við bjagaðar og neikvæðar hugsanir um annað fólk, umhverfið og lífið. Í þriðja lagi eru svo bjagaðar og neikvæðar hugsanir um framtíðarhorfur.”
[*] Dæmi úr meðferðarhandbókinni: Kjarnaviðhorf: Ég er einskis virði – Lífsreglur: Ef ég stend mig ekki verður mér hafnað – Sjálfvirkar hugsanir: Ég verð örugglega látin fara

[*] Að vakna
Þetta er mindfulness.

“The beginning of freedom is the realization that you are not “the thinker.” The moment you start watching the thinker, a higher level of consciousness becomes activated. You then begin to realize that there is a vast realm of intelligence beyond thought, that thought is only a tiny aspect of that intelligence. You also realize that all the things that truly matter – beauty, love, creativity, joy, inner peace – arise from beyond the mind. You begin to awaken.” – Eckhart Tolle

[*] Læra að núið er það mikilvægasta í heimi hér
Við erum svo föst í fortíðinni og framtíðinni til skiptis að við upplifum ekki einu stundina sem skiptir máli. Núið. Við getum ekki breytt fortíðinni og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það eina sem við höfum er núið og það sem við erum að gera nákvæmlega núna! Við þurfum að sleppa takinu af fortíðinni. Sleppa takinu af framtíðinni. Og lifa í núinu.
– ég er að vinna í þessu, þetta gerist ekki yfir nóttu. Nema hjá fáum útvöldum eins og Eckhart Tolle.

“You are too concerned about what was and what will be. There is a saying: yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift. That is why it is called the “present.” – Oogway (Kung Fu Panda)

[*] Auka framleiðslu gleðihormóna – vellíðunarhormóna (serótónins, dópamíns og endorfíns).
Þetta er öllum afskaplega nauðsynlegt. Það eru afskaplega margar leiðir til að gera þetta.
[*] Stunda þolæfingar – rífa upp púlsinn. Þetta er það sem reif mig upp úr 20 ára myrkri. Ef ég finn að ég er að detta niður eða er dottin niður þá reyni ég að fara í ræktina og kýla púlsinn upp á hverjum degi þar til mér fer að líða betur.
[*] Göngutúrar
[*] Dansa
[*] Syngja
[*] Knúsast
[*] Horfa á fyndin og krúttleg youtube myndbönd

[*] Vera virkur – félagslíf, áhugamál, vinna
[*] Stunda áhugamálin
[*] Hitta fólk
[*] Læra nýja hluti
[*] Fara á námskeið og fyrirlestra
[*] Vinna – fullt starf/hlutastarf/sjálfboðavinna
[*] Fara á viðburði: tónleika, bíó, leikhús, danskvöld, menningarnótt, safnanótt og svo framvegis

[*] Halda dagbók / gera annál
Ég held dagbók yfir það sem ég geri og bý svo til annál úr honum. Þá sé ég hvað ég er virk og hvað ég er að gera. Í lok árs er ég alltaf svo glöð með hvað ég hef gert mikið og stolt af sjálfri mér. Á þessu ári hef ég t.d verið virkari á góðri viku en heilt ár áður fyrr. Nú er líka kominn smá metnaður hjá mér, stundum er ég löt og nenni ekki út en hugsa þá hve skemmtilegt væri að setja þetta í annálinn. Maður mun líka seint líta tilbaka yfir líf sitt og hugsa: “ég hefði nú átt að eyða meiri tíma með þessum sófa”.

[*] Rækta tengsl
[*] Rækta tengsl við vini og vandamenn.
[*] Passa að einangra okkur ekki þegar okkur líður illa heldur leita til fólks sem okkur þykir vænt um. Fá knús og fá að létta á sálinni.
[*] Tengsl við aðra jarðtengja okkur og bæta líðan okkar gífurlega.
[*] Eiga gæludýr. Hundurinn minn hún Ronja bætir líf mitt alveg rosalega. Hún er algjör kjölturakki, vill helst ekki vera lengi eða langt í burtu frá mér. Kúrir hjá mér í sófanunum og sefur hjá mér uppi í rúmi. Dýr bæta og kæta. Þau eru hinn fullkomni félagsskapur.

Félagsfræðingar telja að um 70 prósent hamingju okkar megi rekja til magns og gæða samskipta okkar við vini, ættingja, vinnufélaga og nágranna. Þegar á móti blæs getur vináttan létt róðurinn og þegar allt leikur í lyndi eykur hún hamingju okkar.

[*] Rækta sjálfan sig
Átta sig á því að andleg rækt er eitthvað sem þarf að stunda alla ævi, alveg eins og líkamsrækt. Að það að ná bata taki tíma og vinnu. Eftirfarandi hefur hjálpað mér rosalega:
[*] Sjálfshjálparefni
Bækur:
Diamond Mind e. Rob Nairn
The Power of Now e. Eckhart Tolle
The Worry Cure e. Robert L. Leahy
FISH! e. By Stephen C. Lundin, Ph.D., Harry Paul and John Christensen
SPARK! How exercise will increase the performance of your brain e. Dr John J Ratey & Eric Hagerman
The Ultimate Gift e. Jim Stovall
Lífsgleði njóttu e. Dale Carnegie
Vinsældir og áhrif e. Dale Carnegie
HAM handbók um hugræna atferlismeðferð
Myndir:
Kung Fu Panda
Yes Man
Pistlar:
Hugmynd sem gæti breytt lífi þínu, í alvörunni!
[*] Lesa tilvitnanir
[*] Fara á námskeið í hverju sem manni dettur í hug

[*] Vera opinn fyrir úrræðum og gefa þeim tækifæri
Hugræn atferlismeðferð, hugleiðsla, mindfulness, líkamsrækt, sjálfshjálparefni og fleira er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug að virki. Ég hafði mínar efasemdir um margt af þessu. Ég hélt einhvern veginn að ég væri bara svona og yrði alltaf svona. En ég ákvað að gefa þessu séns og það fór smám saman að kvikna á perum í kollinum á mér og einn góðan veðurdag var birtan orðin meiri en myrkrið. Þeta hefur allt verið afar mikilvægt í mínu bataferli. Ekkert af þessu virkar yfir eina nótt en með æfingu og tíma kemur þetta allt smám saman og eins og ég segi allt í einu fór ég að lifa í meira ljósi en myrkri.

[*] Að fara út fyrir þægindahringinn og stækka hann þannig – vera já manneskja – prófa allt einu sinni

“Be bold and courageous. When you look back on your life, you’ll regret the things you didn’t do more than the ones you did.”

“Life begins at the end of your comfort zone.”

[*] Átta sig á að það er ekki hegðun annarra eða aðstæðurnar sem skipta máli – heldur þín viðbrögð og hugsanir

“Það er ekki hegðun annarra sem raskar ró þinni heldur eigin viðbrögð við þerri hegðun.”

“Það eru aldrei aðstæðurnar sem valda þér hugarangri, það eru þínar hugsanir um þær aðstæður.”

“Don’t Take Anything Personally. Nothing others do is because of you. What others say and do is a projection of their own reality, their own dream. When you are immune to the opinions and actions of others, you won’t be the victim of needless suffering.” – Miguel Angel Ruiz

“People are not disturbed by things, but by the view they take of things.”

“If you look closely, you will find that by far the greater part of any unhappiness in you is created not by situations, but by what your mind is saying about them. It’s created by the self-talk in your head. Such dysfunctional thinking strengthens the ego, but it weakens you. How to end it? Meet situations and people without judgment. Don’t indulge in mental movies about past and future. Give your fullest attention to the present moment without mentally labeling it. This is the arising of Presence, a new state of consciousness that frees your mind from its old conditioning. This new consciousness will give rise to a new world.”
– The philosopher Epictetus(AD55-135)

[*] Átta sig á að enginn hugsar jafn mikið um þig og þú sjálf/ur
Ég var voðalega upptekin af því að allir væru að dæma mig. Að allir tækju eftir öllu því sem ég gerði “vitlaust”. Að allir tækju eftir öllu sem ég segði sem væri “vitlaust”. Ég lét þetta stjórna mér. Vildi ekki gera neitt fyrir framan aðra sem ég kunni ekki og gæti gert “vitlaust”. Vildi ekki gera neitt fyrir framan aðra sem ég væri ekki “fullkomin” í. Þetta byrjaði þegar ég var 6 ára og stjórnaði lífi mínu þar til ég fór að átta mig á þessu og vinna í þessu.

“Everyone else is thinking about themselves as much as you are thinking about yourself and so therefore no one has any time to think about you.” – John Green

[*] Fjölbreytni – dreifa huganum
Ef huganum fer að leiðast hækkar oft í neikvæðu röddunum. Þá er gott að:
[*] Passa upp á fjölbreytni, festast ekki í einhæfni.
[*] Dreifa huganum með að fara út að gera eitthvað, hitta vini, lesa eitthvað skemmtilegt eða horfa á eitthvað skemmtilegt.

[*] Að líta á þunglyndi og vonleysi sem sníkjudýr (sársaukalíkaminnn – the pain body)
Þegar við dettum niður í þunglyndi og vonleysi, dettum í sársauka þá er sársaukinn í skýjunum og vill bara meira og meira og meira. Hann vill ekkert að okkur líði vel. Svo hann dregur upp hluti – tilfinningar og hugsanir sem veldur okkur sársauka, því hann vill alltaf meira og meira og meira. Hann setur þetta á replay í hausnum á okkur, meðan hann reynir að grafa upp meira til að valda okkur sársauka. Til að fá fleiri orkuskot! Hann tekur þessar hugsanir og tilfinningar og magnar þær og magnar og magnar og MAGNAR. Allt til að sníkjudýrið geti vaxið. Orðatiltækið að gera úlfalda úr mýflugu á mjög vel við hérna.
Við þurfum að átta okkur á þessu. Í staðinn fyrir að “líða bara illa” og “langa til að deyja” og vera föst í því – að fara í “leyfa sníkjudýrinu ekki að stjórna” gírinn. Um leið og ég fór að hugsa um þetta svona þá fór ég að haga mér öðruvísi. Ég fann hugrekkið og styrkinn aftur.

“The pain body wants to survive, just like every other entity in existence”

“Pain can only feed on pain. Pain cannot feed on joy. It finds it quite indigestible”

“The pain body, which is the dark shadow cast by the ego, is actually afraid of the light of your consciousness. It is afraid of being found out. Its survival depends on your unconscious identification with it, as well as on your unconscious fear of facing the the pain that lives in you. But if you don’t face it, if you don’t bring the light of your consciousness into the pain, you will be forced to relive it again and again.”

[*] Hætta að tala um mistök og tala um lærdóm eða lífsreynslu
Það er ekki til neitt sem heitir “mistök”. Það er bara til lærdómur og lífsreynsla. Eins og lítið barn sem er að læra að ganga gerir ekki mistök. Það dettur jú á rassinn og andlitið kannski. En það er ekki að gera “mistök”. Það er að læra, þroskast og öðlast reynslu.

“-You failed! – And it was awesome! – Exceptional! – Outstanding! – I’ve seen better. From failing, you learn. From success, not so much.”

[*] Læra af reynslunni

“Ég spyr sjálfan mig hvaða mistök ég hafi gert, hvað ég hafi gert rétt og hvort ég hefði getað gert betur og loks hvað ég gæti lært af reynslunni.” – (H.P. Howell)

// gott að gera þetta í lok hvers dags eða viku

[*] Jákvæðni
Að líta á lífið með jákvæðni. Hamingjan kemur innan frá ekki utan frá.

“It isn’t what you have or who you are or where you are or what you are doing that makes you happy or unhappy. It is what you think about it.” – Dale Carnegie

“We tend to forget that happiness doesn’t come as a result of getting something we don’t have, but rather of recognizing and appreciating what we do have.” – Frederick Keonig

“Each morning when I open my eyes I say to myself: I, not events, have the power to make me happy or unhappy today. I can choose which it shall be. Yesterday is dead, tomorrow hasn’t arrived yet. I have just one day, today, and I’m going to be happy in it.” – Groucho Marx

[*] Reyna að taka öllu með jafnaðargeði

“Everything happens for a reason”

“Whatever will be will be”

“Sometimes you have to stop worrying, wondering, and doubting. Have faith that things will work out, maybe not how you planned, but just how it’s meant.”

“Life always gives us exactly the teacher we need at every moment. This includes every mosquito, every misfortune, every red light, every traffic jam, every obnoxious supervisor (or employee), every illness, every loss, every moment of joy or depression, every addiction, every piece of garbage, every breath. Every moment is the guru.”

[*] Fyrirgefa og sleppa
Fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Sleppa reiði, biturð og pirringi.

Holding onto anger is like drinking poison and expecting the other person to die

Hætta að vera sinn versti óvinur og verða sinn besti vinur

[*] Að vera þakklát/ur
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem taka frá tíma á hverjum degi til að vera þakklátir lifa hamingjusamara lífi. Þetta er hægt með því að t.d byrja daginn eða enda daginn á að telja upp 3-10 atriði sem þú ert þakklát/ur fyrir.

[*] Hrósa öðrum og segja fólkinu í kringum okkur að við kunnum að meta það
Alltof oft tökum við fólki sem sjálfsögðum hlut. Við segjum því ekki hve mikilvægt það er okkur, við þökkum því ekki fyrir það sem það gefur okkur. Við tökum jafnvel ekki eftir því hvað það gefur okkur mikið, fyrr en það er of seint. Reynum að gera það að reglu að þakka fólki, hrósa því og segja því hve mikilvægt það er okkur.

Eitt lítið hrós eða faðmlag frá þér getur birt upp tilveruna hjá annarri manneskju.

Kærleikur bjargar mannslífum.

“Too often we underestimate the power of a touch, a smile, a kind word, a listening ear, an honest compliment, or the smallest act of caring, all of which have the potential to turn a life around” – Leo Buscaglia

[*] Passa álagið
Að hafa of lítið fyrir stafni er ekki gott fyrir geðheilsuna. En að hafa of mikið fyrir stafni getur verið jafn slæmt. Það er mikilvægt að finna jafnvægið.

[*] Njóta augnabliksins
Við erum svo föst í hugsunum og tilfinningum að við njótum oft ekki augnabliksins. Það er gott að meðvitað taka ákvörðun um að njóta augnabliksins. Þetta er mindfulness. Í hinum fullkomna heimi værum við alltaf í augnablikinu.
[*] Borðaðu eitthvað sem þér finnst rosalega gott að borða. Taktu eftir áferðinni á matnum, taktu eftir lyktinni, taktu eftir hvað gerist þegar þú stingur fyrsta bitanum upp í þig. Borðaðu hægt og hafðu allan hugann við matinn.
[*] Stattu í sturtunni og finndu hvernig vatnið fellur á þig. Finndu hitastigið, finndu vatnið við fætur þínar. Finndu sturtubotninn við fætur þínar. Njóttu stundarinnar og hafðu allan hugann við hana.
[*] Knúsaðu einhvern sem þér þykir vænt um. Finndu hvernig hendur þínar taka utan um viðkomandi. Finndu hvernig hendur viðkomandi taka utan um þig. Finndu hvernig líkamar ykkar mætast. Finndu vellíðunartilfinninguna hríslast um líkamann. Staldraðu við og njóttu.

[*] Líta á þjáningar sem lífsreynslu sem þroskar okkur og gerir okkur sterkari
Það vill enginn þjást. Það vill enginn upplifa neikvæðar tilfinningar. En þetta er nauðsynlegur partur af lífinu. Ég hef þrisvar sinnum brotlent all svakalega. Í eitt skipti reyndi ég að taka mitt eigið líf. Í hin tvö skiptin var ég nálægt því. En þessi þrjú skipti hafa öll verið byrjunin á mestu blómstursskeiðum lífs míns. Þegar ég kemst upp, þá kemst ég ofar en nokkru sinni fyrr.

“Out of suffering have emerged the strongest souls; the most massive characters are seared with scars.” – Kahlil Gibran

“The soul would have no rainbow had the eyes no tears.”

“Ekki nóg með að það sem drepur mann ekki, styrki mann, heldur gerir það mann líka einlægari.”

“Character cannot be developed in ease and quiet. Only through experience of trial and suffering can the soul be strengthened, ambition inspired, and success achieved.” – Helen Keller

[*] Setja sjálfa/n sig í fyrsta sæti
Við Íslendingar erum ferlega meðvirkir og mörg okkar eiga til að setja einhvern annan í fyrsta sæti. Yfirleitt maka.
Atferlismynstur og einkenni meðvirkni.

[*] Hafa húmor fyrir lífinu og brosa meira
Það er alveg rosalega mikilvægt að hafa húmor fyrir lífinu og að brosa mikið. Ef maður er ekki í stuði til að fara að gera eitthvað sem maður þarf samt að gera þá er ótrúlega hjálplegt að setja bara bros á andlitið. Þó manni langi ekki baun í bala til að brosa. Bara það að virkja þessa vöðva þá eykst gleðihormónaframleiðslan!

[*] Taka lyf ef þau hjálpa

[*] Að vera þú sjálf/ur og sátt/ur með öllum veikleikum og styrkleikum!

“Love yourself—accept yourself—forgive yourself—and be good to yourself, because without you the rest of us are without a source of many wonderful things.” -Leo Buscaglia

“Don’t be perfect – Be you – Don’t be what you think they want you to be – Be what you know you are – Don’t look outside yourself for anything – It’s all within.- Jackson Kiddard

** Skilgreining WHO á heilsu: líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan. **

****************************************************************************
Eftirfarandi er meðferðin mín þegar ég dett niður:
****************************************************************************

[*] Fara í ræktina og kýla upp púlsinn. Helst daglega þar til geðheilsan batnar.
[*] Stunda hugræna atferlismeðferð, hugleiðslu og núvitund
[*] Dreifa huganum
[*] Tjá mig, við vini eða dagbók
[*] Knúsa einhvern og eiga notalega stund með einhverjum sem mér þykir vænt um
*****
[*] Hugsa að ég sé stútfull af kærleiksríku ljósi. Anda inn kærleiksríku ljósi til að yfirgnæfa myrkrið. Anda út kærleiksríku ljósi til allra sem manni þykir vænt um og líka til þeirra sem hafa sært mann
[*] Ímynda mér að ég standi á strönd. Taki mér stein í hönd og set á steininn ákveðna tilfinningu/hugsun/aðila/atburð og kasta svo steininum eins langt út og ég get og losa mig við það sem stóð á steininum. Það má svo taka næsta stein og næsta og næsta.
– þetta hljómar kannski asnalega en svínvirkar fyrir mig

****************************************************************************

Ég vona að þessi lesning hjálpi einhverjum. Við erum misjöfn eins og við erum mörg en vonandi ná einhver atriði til ykkar. Vonandi kviknar á einhverjum perum eða fræjum. :-)

Mér þætti vænt um að fá að heyra frá ykkur hvort ykkur hafi fundist þessi lesning gagnleg. Og ef eitthvað hafi höfðað sérstaklega til ykkar að fá að vita hvað það er. Bara með að kommenta hérna fyrir neðan t.d. :-)

Gangi ykkur vel.

Kærleikskveðja,
Linda Rós

****************************************************************************
Viðtöl:
1. „Langar ekki lengur að deyja”
2.
Vildi deyja þegar hún var 11 ára: Reyndi þaulskipulagt sjálfsvíg – Lausn á þunglyndi í loftfirrð?
3. Loksins langar mig að lifa
4. Hugleiðslan bjargaði heilsunni
*******************************************************************************
Pistlar á Bleikt.is eftir mig:
1. Loftfirrtar þolæfingar gegn þunglyndi
2. Ómerkilegur pappír
3. Láttu vaða! Út úr þægindahringnum!
4. Það velur enginn að þjást af geðsjúkdómi
*******************************************************************************
Geðheilsupistlar sem ég hef skrifað og sett hérna inn. Sjá má þá hér.
– Geðheilsupistill: Eckhart Tolle: The Pain Body (Sársaukalíkaminn)
– Geðheilsupistill: The Croods – þroskasagan mín
– Geðheilsupistill: Eckhart Tolle: “Watching the Thinker
– Geðheilsupistill: Alþjóðlegi hamingjudagurinn
– Geðheilsupistill: 10 powerful insights from Eckhart Tolle
– Geðheilsupistill: Við erum ekki hugur okkar
– Geðheilsupistill: Meðferðarúrræði
– Geðheilsupistill: Dale Carnegie bækurnar – mannbætandi!
– Geðheilsupistill: Þakklæti eykur hamingju
– Geðheilsupistill: Endurhæfingarúrræði – draumurinn
– Geðheilsupistill: Það vantar meiri vakningu í þjóðfélaginu
– Geðheilsupistill: Hin mikla lífstíls tilraun mannsins
– Geðheilsupistill: Listin að njóta lífsins


Warning: mysqli_query(): (HY000/1194): Table 'wp_comments' is marked as crashed and should be repaired in /home/lindaros/public_html/dagbok/wp-includes/wp-db.php on line 1924

Warning: mysqli_query(): (HY000/1194): Table 'wp_comments' is marked as crashed and should be repaired in /home/lindaros/public_html/dagbok/wp-includes/wp-db.php on line 1924

Leave a Reply