Geðheilsupistill: 10 powerful insights from Eckhart Tolle

1. Don’t seek happiness. If you seek it, you won’t find it, because seeking is the antithesis of happiness. Happiness is ever elusive, but freedom from unhappiness is attainable now, by facing what is rather than making up stories about it.

2. The primary cause of unhappiness is never the situation but your thoughts about it. Be aware of the thoughts you are thinking. Separate them from the situation, which is always neutral, which always is as it is. There is the situation or the fact, and here are my thoughts about it. Instead of making up stories, stay with the facts. For example, “I am ruined” is a story. It limits you and prevents you from taking effective action. “I have 50 cents left in my bank account” is a fact. Facing facts is always empowering.

3. See if you can catch the voice in your head, perhaps in the very moment it complains about something, and recognize it for what it is: the voice of the ego, no more than a thought. Whenever you notice that voice, you will also realize that you are not the voice, but the one who is aware of it. In fact, you are the awareness that is aware of the voice. In the background, there is the awareness. In the foreground, there is the voice, the thinker. In this way you are becoming free of the ego, free of the unobserved mind.

4. Wherever you look, there is plenty of circumstantial evidence for the reality of time—a rotting apple, your face in the bathroom mirror compared with your face in a photo taken 30 years ago—yet you never find any direct evidence, you never experience time itself. You only ever experience the present moment.

5. Why do anxiety, stress, or negativity arise? Because you turned away from the present moment. And why did you do that? You thought something else was more important. One small error, one misperception, creates a world of suffering.

6. People believe themselves to be dependent on what happens for their happiness. They don’t realize that what happens is the most unstable thing in the universe. It changes constantly. They look upon the present moment as either marred by something that has happened and shouldn’t have or as deficient because of something that has not happened but should have. And so they miss the deeper perfection that is inherent in life itself, a perfection that lies beyond what is happening or not happening. Accept the present moment and find the perfection that is untouched by time.

7. The more shared past there is in a relationship, the more present you need to be; otherwise, you will be forced to relive the past again and again.

8. Equating the physical body with “I,” the body that is destined to grow old, wither, and die, always leads to suffering. To refrain from identifying with the body doesn’t mean that you no longer care for it. If it is strong, beautiful, or vigorous, you can appreciate those attributes—while they last. You can also improve the body’s condition through nutrition and exercise. If you don’t equate the body with who you are, when beauty fades, vigor diminishes, or the body becomes incapacitated, this will not affect your sense of worth or identity in any way. In fact, as the body begins to weaken, the light of consciousness can shine more easily.

9. You do not become good by trying to be good, but by finding the goodness that is already within you and allowing that goodness to emerge.

10. If peace is really what you want, then you will choose peace.

Geðheilsupistill: Við erum ekki hugur okkar

Ég vil meina að við séum þrír hlutar samankomnir. Líkami, sál og hugur.

En eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni til bata er:

Við erum ekki hugur okkar og við getum stjórnað huga okkar!

Hugur okkar er eins og trippi sem þarf að temja. Það er aðallega hægt með tveimur aðferðum, með hugleiðslu og mindfulness. Annað hvort stjórnar þú huganum eða hugurinn stjórnar þér. Jógarnir segja að með því að sigrast á huganum getirðu sigrað heiminn

Tamningin tekur tíma og æfingu. En það verður enginn snillingur í neinu yfir nótt.

Ég mæli hiklaust með hugleiðslunámskeiði hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni.

***********************************

Til að skýra betur út hvað mindfulness er set ég hérna inn texta sem ég fékk á blaði í gær sem útskýrir þetta svo vel. En ég var á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem hét 10 hamingjuráð sem Ásdís Olsen hjá undur.is var með. Þetta er bara útdráttur.

Flest okkar eru ekki meðvituð um ósjálfráðar hugsanir og áhrif þeirra á líðan okkar. Fyrir marga er það merkileg uppgötvun að geta fjarlægt sig frá huganum og að geta fylgst með hugsunum sínum án þess að vera á valdi þeirra.”

“Það er sterk tilhneiging hjá okkur mannfólkinu að dvelja í huganum við liðna atburði eða velta fyrir okkur því sem gæti gerst í framtíðinni. Í huganum erum við líka gjarnan að skipuleggja og hafa áhyggjur af því sem gerðist eða á eftir að gerast. Á meðan erum við ekki til staðar á líðandi stund og lífið líður hjá án þess að við tökum eftir því.

Það kemur líka í ljós að við erum sjaldnast meðvituð um hvað það er sem stjórnar líðan okkar og gerðum. Vi ð höfum tilhneigingu til að vera á sjálfstýringunni og bregðumst svo gjarnan ómeðvitað við umhverfi okkar. Við vitum jafnvel ekki af hverju við erum stressuð, hrædd eða gröm. Núvitundin hjálpar okkur að skilja okkur sjálf, átta okkur á ósjálfráðu hugsunum okkar og hvernig okkir líður.”

“Núvitund er meðvitað ástand um sjálfan sig og umhverfi sitt á líðandi stund í vinsemd og sátt.
Núvitund miðar að því að efla sjálfsþekkingu, sátt og velvild í eigin garð og annarra.
Núvitund er vísindalega samþykkt aðferð sem gagnast m.a til að vinna bug á hugarangri og streitu og auka þannig vellíðan, heilbrigði og hamingju í daglegu lífi.”

“Hægt er að efla núvitund sína með ákveðnum æfingum sem felast einkum í því að draga athyglina til sín og vera með sjálfum sér og skynjun sinni á líðandi stund. Þá er dagleg ástundum mjög árangursrík, en hún felst í því að hugleiða í 20 mínútur á dag, með eða án leiðsagnar.”

***********************************

Æfingar til að þjálfa núvitund:
– Borðaðu eitthvað sem þér finnst rosalega gott að borða. Taktu eftir áferðinni á matnum, taktu eftir lyktinni, taktu eftir hvað gerist þegar þú stingur fyrsta bitanum upp í þig. Borðaðu hægt og hafðu allan hugann við matinn.
– Stattu í sturtunni og finndu hvernig vatnið fellur á þig. Finndu hitastigið, finndu vatnið við fætur þínar. Finndu sturtubotninn við fætur þínar. Njóttu stundarinnar og hafðu allan hugann við hana.
– Knúsaðu einhvern sem þér þykir vænt um. Finndu hvernig hendur þínar taka utan um viðkomandi. Finndu hvernig hendur viðkomandi taka utan um þig. Finndu hvernig líkamar ykkar mætast. Finndu vellíðunartilfinninguna hríslast um líkamann. Staldraðu við og njóttu.
… og svo framvegis og framvegis.

En mindfulness/núvitund snýst eiginlega bara um að: vera til staðar hér og nú, ekki í framtíðinni, ekki í fortíðinni. Upplifa allt sem er að gerast, akkúrat núna.

***********************************

Ég set hérna líka inn þessi 10 hamingjuráð sem Ásdís fór yfir og sem mér fannst vera algjör snilld. En hún er með námskeið og fyrirlestra og ég held ég geti alveg mælt með þeim. Allavega þessum fyrirlestri. Endilega kíkið á glærurnar sem ég linka á hérna neðst, en þar er fjallað nánar um þessi hamingjuráð.

10 hamingjuráð dr. Tal Ben-Shahar
(úr bókinni Meiri hamingja)
1. Góðar venjur – fastir siðir
2. Lærðu að mistakast – annars mistekst þér að læra
3. Hreyfing er eðlileg – hún á að vera regla en ekki frávik
4. Þakklæti breytir hugarfarinu
5. Hugleiddu, eykur lífsgæði þín og hamingju
6. Veldu þér félagsskap og umhverfi sem veitir þér vellíðan
7. Minna er meira – forgangsraðaðu
8. Leyfðu þér að vera mannleg(ur)
9. Veldu að vera heil(l) og skoðaðu gildi þín í lífinu
10. Gefðu af þér reglulega

***********************************

Núvitund – Hljóðhugleiðsla – Ásdís Olsen
Glærur – Núvitund og hamingja á forsendum jákvæðrar sálfræði – 10 hamingjuráð

***********************************

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Geðheilsupistill: Meðferðarúrræði

Ég vil skipta meðferðarúrræðum í þrjá flokka:
– Lyf
– Hugrænar meðferðir
– Líkamsrækt

Hin almenna leið hér á Íslandi virðist vera að gefa lyf og veita samtalsmeðferð, sem er hugræn meðferð. En það er svo mikið meira til, sem virkar að mínu mati og minni reynslu, mikið betur.

Ég fór í gegnum 7 ár af lyfjagjöf og samtalsmeðferð, reyndar bara af og til, ég gafst alltaf upp á báðu því hvorugt virkaði og lyfin gerðu oft illt verra. Á endanum gafst ég bara algjörlega upp og reyndi að taka mitt eigið líf.

Ekkert lagaðist né breyttist, fyrr en ég kynntist hugrænni atferlismeðferð og mindfulness. En það þurfti sjálfsvígstilraun og ferð upp á göngudeild geðdeildar til að vera kynnt fyrir þessum meðferðarúrræðum. Þá loks komst ég að því að ég gæti komist út úr þessum vítahring sem ég var í, sem ég hafði alltaf talið eðlilegan og að ekkert væri hægt að gera í. Þetta voru fyrstu skref mín í átt að bata. Loksins!

Seinna kynntist ég líkamsrækt og þá komst ég upp úr 20 ára myrkri! 20 ára þunglyndi! 20 árum af að langa meira til að deyja en lifa.

Það er náttúrulega mismunandi hvað hentar fólki best, en ég þarf alla þessa þrjá flokka til að halda hausnum á mér í sem besta lagi. Enda er ég í besta andlega formi lífs míns!

*******************************************************************************
Lyf
*******************************************************************************
Er sá flokkur sem er algengastur. Það sem gleymist að segja okkur er að samkvæmt rannsókn, sem sálfræðingurinn minn sagði mér frá, fær aðeins þriðjungur bót af lyfjum, þriðjungur fær einhverja bót, en þriðjungur enga.

*******************************************************************************
Líkamsrækt
*******************************************************************************
Núna erum við að tala saman! Líkamsrækt er að mínu mati besta lyf sem til er gegn þunglyndi. Ég veit allavega að það er það eina af öllu sem ég hef reynt sem heldur þunglyndi mínu í skefjum.

Langar ekki lengur til að deyja
Loftfirrtar þolæfingar gegn þunglyndi

*******************************************************************************
Hugrænar meðferðir
*******************************************************************************
Hérna kennir ýmissa grasa, ég á erfitt með að skilgreina nákvæmlega hvaða meðferðir ég tel sem hugrænar meðferðir. En þær helstu eru:
– Hugræn atferlismeðferð
– Mindfulness (árvekni/núvitund)
– Hugleiðsla
– Samtalsmeðferð

En einnig mætti bæta við hlutum eins og:
Að vera þakklátur
– Að hrósa
– Að vera félagslega virkur (skilgreining WHO á heilsu er: líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan)
Fara út fyrir þægindahringinn (hluti af HAM)
Lesa/horfa á sjálfshjálparefni og tilvitnanir
Fara á námskeið

*************************
Hugræn atferlismeðferð
*************************
Hugræn atferlismeðferð (HAM) byggir á að skilja hvernig hugsanir hafa áhrif á atburði í lífi okkar, þ.e hvernig við túlkum eða metum þessa atburði. Samkv. HAM er það ákveðið hugsanamynstur sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og hegðun. Með því að skilja þetta samspil er betur hægt að leiðrétta hugsanir sem valda okkur vanlíðan og mynda nýtt hugsanamynstur sem hentar okkur betur. HAM er yfirleitt skammtímameðferð þó að lengri meðferð sé nauðsynleg fyrir langvinnari vandamál. HAM hefur reynst vel gegn ákveðnum vandamálum, t.d. þunglyndi og kvíða.

Það er ekki hegðun annarra sem raskar ró þinni, heldur eigin viðbrögð við þeirri hegðun.

HAM – Meðferðarhandbók

*************************
Mindfulness
*************************
Áttu erfitt með að slaka á? Ertu oft að hugsa um margt í einu? Ef þú vilt auka hæfni þína í að festa hugann við það sem þú ert að gera í hvert og eitt skipti er ,,mindfulness” eitthvað fyrir þig! Mindfulness eða vakandi nærvera er leið til að dvelja í núinu í vinsemd og sátt við sjálfan sig, finna og njóta. Mindfulness er hægt að þjálfa með meðvitaðri slökun þar sem við stöldrum við og skoðum hugsanir okkar, skynjun og líðan. Við forðumst að meta, greina, flokka og dæma. Við samþykkjum okkur sjálf. Mindfulness hefur reynst gefa ótrúlega góðan árangur til sjálfsþekkingar og vellíðunar. Rannsóknir sýna einnig að mindfulness getur aukið lífsgæði og lífshamingju, veitt betri heilsu og jafnvel lengra líf.

“You are too concerned about what was and what will be. There is a saying: yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift. That is why it is called the “present.”

Mindfulness in Plain English
The Power of Now
Diamond Mind e. Rob Nairn

*************************
Hugleiðsla
*************************
Hugleiðsla er ákveðin tegund einbeitingar sem felst í að víkja til hliðar hugsunum sem í eðli sínu eru sífellt að leggja undir sig hugann. Talað er um að tæma hugann, en oftar en ekki er þetta fremur spurning um að leyfa hugsunum að flæða í gegn án þess að festa sig við þær. Athyglinni er yfirleitt beint að einhverju ákveðnu, hlut, andardrætti eða hljóði/orði. Talið er að regluleg ástundun hugleiðslu geti róað hugann, aukið árvekni og komið manneskjum í líkamlegt og sálrænt jafnvægi.

Sjá nánar.

*************************
Samtalsmeðferð
*************************
Það er ofsalega gott að tala um hlutina, sama hvort það er við fagaðila, við vin eða jafnvel bara skrifa það niður, maður fær oft nýja sýn á hlutina þannig.

*******************************************************************************

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Leið mín að bata

—-
Ég gæti trúað að þessi færsla verði eitthvað í vinnslu áfram, s.s þetta er ekki endilega endanleg útgáfa. :-)

Geðheilsupistill: Dale Carnegie bækurnar – mannbætandi!

Ég er á Dale Carnegie námskeiðinu og langar að benda ykkur á 2 bækur sem við erum að lesa þar. Þær eru rosalega góðar og ég hef séð á námskeiðinu hvernig fólk hefur algjörlega náð nýjum hæðum í samskiptum við maka og börn, já og vinnufélaga.

Bara á fyrsta tíma hjá mér og við lestur á fyrstu köflum bókanna opnaðist fyrir mér nýr heimur! Ég finn stóran mun á mér. Ég er búin að læra stórkostleg ráð við að minnka áhyggjur o.fl. Lifi mikið meira í núinu, samt langt frá því að vera snillingur í því, en æfingin skapar meistarann.

Það sem náði mér í byrjun var:

Ég spyr sjálfan mig hvaða mistök ég hafi gert, hvað ég hafi gert rétt og hvort ég hefði getað gert betur og loks hvað ég gæti lært af reynslunni.” (H.P. Howell)
– Gott að gera þetta annað hvort með að líta yfir daginn í lok hans eða líta yfir vikuna í lok hennar.

Næst þegar erfiðleikar steðja að beittu þá töfrareglu Willis H. Carriers:
a) Spurðu sjálfan þig: “Hvað er það versta sem fyrir getur komið ef ég get ekki leyst vandamálið?”
b) Búðu þig undir að sætta þig við það versta ef það er óumflýjanlegt
c) Reyndu í kyrrþey að bæta úr því versta – sem þú hefur þegar sætt þig við.”

Þessar bækur eru alls ekki leiðinlegar eða þungar. Þetta eru eiginlega bara samansafn lítilla sagna. Sögur af fólki. “Þessi gerði þetta og lærði þetta af því”, og þvíumlíkt. Þær henta því fyrir alla, líka það fólk sem les aldrei bækur.

*****************************************************************************

Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie er talin áhrifaríkasta bók sinnar tegundar frá upphafi – bók sem leiðir til árangurs
– How to Win Friends and Influence People
*****************************************************************************

Tilgangur þessarar bókar er að hjálpa lesandanum að leysa stærsta verkefni lífs síns: Að ná til og hafa áhrif á annað fólk. Bókin bendir á einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla hæfni í mannlegum samskiptum, vinna aðra á sitt band og hafa áhrif á umhverfið í einkalífi, félagslífi og starfi. Vinsældir og áhrif hefur margsannað gildi sitt enda hefur hún hjálpað milljónum manna víða um heim að efla samskiptatækni sína og ná miklum árangri í kjölfarið.

Þú lærir meðal annars:

– Grundvallaratriði í mannlegum samskiptum
– Einfaldar leiðir til að heilla fólk og opna þannig fyrir þér allar dyr
– Að snúa fólki á þitt band án þess að móðga eða vekja gremju
– Að fá fólk til að fara að vilja þínum með glöðu geði
– Aðferðir til að hvetja aðra til framfara
– Að ná fram vilja þínum á einfaldan, friðsaman og árangursríkan hátt

Vinsældir og áhrif hefur selst meira en nokkur önnur bók sinnar tegundar frá upphafi og gæti reynst þér mun meira virði en þyngd sín í gulli.

*******
Table of Contents

Part One
Fundamental Techniques in Handling People

1. Don’t criticize, condemn or complain.
2. Give honest and sincere appreciation.
3. Arouse in the other person an eager want.

Part Two
Six ways to make people like you

1. Become genuinely interested in other people.
2. Smile.
3. Remember that a person’s name is to that person the sweetest and most important sound in any language.
4. Be a good listener. Encourage others to talk about themselves.
5. Talk in terms of the other person’s interests.
6. Make the other person feel important – and do it sincerely.

Part Three
Win people to your way of thinking

1. The only way to get the best of an argument is to avoid it.
2. Show respect for the other person’s opinions. Never say, “You’re wrong.”
3. If you are wrong, admit it quickly and emphatically.
4. Begin in a friendly way.
5. Get the other person saying “yes, yes” immediately.
6. Let the other person do a great deal of the talking.
7. Let the other person feel that the idea is his or hers.
8. Try honestly to see things from the other person’s point of view.
9. Be sympathetic with the other person’s ideas and desires.
10. Appeal to the nobler motives.
11. Dramatize your ideas.
12. Throw down a challenge.

Part Four
Be a Leader: How to Change People Without Giving Offense or Arousing Resentment
A leader’s job often includes changing your people’s attitudes and behavior. Some suggestions to accomplish this:

1 .Begin with praise and honest appreciation.
2. Call attention to people’s mistakes indirectly.
3. Talk about your own mistakes before criticizing the other person.
4. Ask questions instead of giving direct orders.
5. Let the other person save face.
6. Praise the slightest improvement and praise every improvement. Be “hearty in your approbation and lavish in your praise.”
7. Give the other person a fine reputation to live up to.
8. Use encouragement. Make the fault seem easy to correct.
9. Make the other person happy about doing the thing you suggest.

*****************************************************************************
LifsglediNjottu

Lífsgleði njóttu – Vinsælasta sjálfsræktarbók allra tíma í nýrri útgáfu.
– How to Stop Worrying and Start Living
*****************************************************************************

Sigrastu á áhyggjunum áður en þær sigra þig! Áhyggjur snerta líf okkar allra og koma niður á vinnunni, fjármálunum, fjölskyldulífinu og samböndum. Í þessari margumtöluðu og heimsfrægu bók er að finna gagnlegar leiðbeiningar um hvernig megi sigrast á áhyggjunum áður en þær sigra þig.
Dale Carnegie sýnir lesandanum hvernig þúsundir manna úr öllum þjóðfélagshópum hafa unnið bug á áhyggjum sínum og bendir á leiðir til að lifa hamingjuríku og uppbyggilegu lífi.

Meðal efnis er:

– Hvernig skal greina og leysa vandamál
– Hvernig hægt er að sigrast á þunglyndi
– Hvernig hægt er að forðast þreytu og varðveita unglegt útlit
– Lögmál sem vinnur gegn áhyggjum
– Að breyta ósigrum í sigra
– Að láta gagnrýni ekki hindra sig
– Sjö leiðir til að öðlast frið og hamingju

Sígild metsölubók um allan heim

*******
There are 8 Sections.

Fundamental Facts You Should Know About Worry

1. Live in “Day-tight Compartments”
2. How to face trouble:
1. Ask yourself, “What is the worst that can possibly happen?”
2. Prepare to accept the worst
3. Try to improve on the worst
3. Remind yourself of the exorbitant price you can pay for worry in terms of your health

Basic Techniques In Analyzing Worry

1. Get all the facts
2. Weigh all the facts – then come to a decision
3. Once a decision is reached, act!
4. Write out and answer the following questions
1. What is the problem?
2. What are the causes of the problem?
3. What are the possible solutions?
4. What is the best possible solution?

How to Break the Worry Habit Before It Breaks You

1. Keep busy
2. Don’t fuss about trifles
3. Use the law of averages to outlaw your worries
4. Cooperate with the Inevitable
5. Decide just how much anxiety a thing may be worth and refuse to give it more
6. Don’t worry about the past

Seven Ways to Cultivate A Mental Attitude That Will Bring You Peace and Happiness

1. Fill your mind with thoughts of peace, courage, health, and hope
2. Never try to get even with your enemies
3. Expect ingratitude
4. Count your blessings, not your troubles
5. Find Yourself and Be Yourself (Remember There Is No One Else on Earth Like You)
6. Try to profit from your losses
7. Create happiness for others

The Perfect Way to Conquer Worry

1. Pray

How To Keep From Worrying About Criticism

1. Remember that unjust criticism is often a disguised compliment
2. Do the very best you can
3. Analyze your own mistakes and criticize yourself

Six Ways to Prevent Fatigue and Worry and Keep Your Energy and Spirits High

1. Rest before you get tired
2. Learn to relax at your work
3. Protect your health and appearance by relaxing at home
4. Four Good Working Habits That Will Help Prevent Fatigue and Worry
1. Clear your desk of all the papers except those relating to the immediate problem at hand
2. Do things in the order of their importance
3. When you face a problem, solve it then and there if you have the facts necessary to make a decision
4. Learn to organize, deputize, and supervise
5. Put enthusiasm into your work
6. Don’t worry about insomnia

“How I Conquered Worry”

Six Major Troubles Hit Me All At Once – C. I. Blackwood
I Can Turn Myself into a Shouting Optimist within an Hour – Roger W. Babson
How I Got Rid of an Inferiority Complex – Elmer Thomas
I Lived in the Garden of Allah (God) – R. V. C. Bodley
Five Methods I Have Used to Banish Worry – Prof. William Lyon Phelps
I Stood Yesterday. I Can Stand Today – Dorothy Dix
I Did Not Expect to Live to See the Dawn – J. C. Penney
I Go to the Gym to Punch the Bag or Take a Hike Outdoors – Col. Eddie Eagan
I Was “The Worrying Wreck from [Virginia Tech]” – Jim Birdsall
I Have Lived by This Sentence – Dr. Joseph R. Sizoo
I Hit Bottom and Survived – Ted Ericksen
I Used to Be One of the World’s Biggest Jackasses – Percy H. Whiting
I Have Always Tried to Keep My Line of Supplies Open – Gene Autry
I Heard A Voice in India – E. Stanley Jones
When the Sheriff Came in My Front Door – Homer Croy
The Toughest Opponent I ever Fought Was Worry – Jack Dempsey
I Prayed to God to Keep Me Out of an Orphan’s Home – Kathleen Halter
My Stomach Was Twisting Like a Kansas Whirlwind – Cameron Shipp
I Learned to Stop Worrying by Watching My Wife Wash Dishes – Rev. William Wood
I Found the Answer – Del Hughes
Time Solves a Lot of Things! – Louis T. Montant, Jr
I Was Warned Not to Try to Speak or to Move Even A Finger – Joseph L. Ryan
I Am a Great Dismisser – Ordway Tead
If I Had Not Stopped Worrying, I Would Have Been in My Grave Long Ago – Connie Mack
I Got Rid of Stomach Ulcers and Worry by Changing My Job and My Mental Attitude – Arden W. Sharpe
I Now Look for the Green Light – Joseph M. Cotter
How John D. Rockefeller Lived on Borrowed Time for Forty-Five Years
I Was Committing Slow Suicide Because I Didn’t Know How to Relax – Paul Sampson
A Real Miracle Happened to Me – Mrs. John Burger
How Benjamin Franklin Conquered Worry
I Was So Worried I Didn’t Eat A Bite of Solid Food for Eighteen Days – Kathryne Holcombe Farmer

*****************************************************************************

Ég mæli að sjálfsögðu líka með námskeiðinu sem mér finnst vera algjör snilld frá a-ö. :-)

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Geðheilsupistill: Þakklæti eykur hamingju

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem taka frá tíma á hverjum degi til að vera þakklátir lifa hamingjusamara lífi.

Ég hef séð þetta útfært á nokkra vegu og ætla að koma með tvær útgáfur hérna.

1. Skrifaðu í lok dags niður 3 hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir og endilega fáðu alla fjölskylduna með í þetta. Sniðugt að gera þetta í sér bók.
– sjá Hugmynd sem gæti breytt lífi þínu, í alvörunni!

2. Byrjaðu morguninn á að liggja kyrr og sjá fyrir þér gullinn lista með 10 atriðum sem þú ert þakklátur fyrir.
– Úr bókinni Allra besta gjöfin

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Geðheilsupistill: Endurhæfingarúrræði – draumurinn

Mér finnst endurhæfingarúrræði ekki vera nógu góð. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég byggja risa stóra byggingu eða þorp af byggingum og flytja öll endurhæfingaúrræði þangað! Ég veit að það er ekki alveg raunhæft en þetta væri draumur minn.

– Ég myndi hafa sér álmu fyrir Hvítabandið, Rauðakrosshúsið, Reykjalund, Hugarafl, Hlutverkasetur, Dale Carnegie, Friðar- og hugleiðslumiðstöðina, o.s.frv, o.s.frv
– Ég myndi hafa miðsvæðis líkamsræktarstöð, sundlaugar og mötuneyti.
– Ég myndi vilja bjóða upp á hollan morgunmat, hádegismat og kaffi. Jafnvel kvöldmat.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir þolæfingar og hóptíma.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir vatnsleikfimi.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir hot yoga.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir hugleiðslu.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir badminton, borðtennis og fleira í þeim dúr.
– Ég myndi vilja aðstöðu fyrir fyrirlestra af allskonar tagi.
– Ég myndi vilja hafa kennslu í næringarfræði.
– Ég myndi vilja hafa listmeðferð og tónlistarmeðferð.
– Ég myndi vilja hafa sér álmu með dýrum.
– Ég myndi vilja hafa “fara út fyrir þægindahringinn” vettvangsferðir.
…og svo framvegis og framvegis.

– Ég myndi vilja hafa þetta opið fyrir alla. Að fólk gæti bara skráð sig í það sem það myndi vilja vera í.
– Ég myndi vilja raða fólki dálítið saman í vissa hluti. Fólk með svipaða getu líkamlega t.d.

Þetta gæti ekki verið ókeypis en það væri t.d hægt að rukka eitthvað ákveðið fyrir þetta og í staðinn myndu bætur hækka sem samsvarar þessum kostnaði, fólk þyrfti að uppfylla einhverja mætingu til þess að fá það.

Þetta myndi án efa skila fleiru fólki út á vinnumarkaðinn og færri öryrkjum.

Annars má líka alveg einfalda þetta hjá mér. Einfaldlega endurhugsa skólakerfið og heilbrigðiskerfið og bjóða öllum upp á:
– Daglega hreyfingu (því meiri ákefð því betra)
– Hugleiðslu
– Hugræna atferlismeðferð
– Mindfulness
– Slökun
– Dale Carnegie námskeiðið
– Hollt og gott mataræði
– Markmiðasetningar
– Stækka þægindahringinn
– Örnámskeið eins og: styrking sjálfstrausts, styrking sjálfsvirðingar o.fl.
– Félagslega viðburði
– Návist með dýrum
og eitthvað fleira sniðugt. :-)

Geðheilsupistill: Það vantar meiri vakningu í þjóðfélaginu

Minn draumur er:
– að það verði enn meiri vakning í þjóðfélaginu.
– að fólk með geðraskanir fái enn meiri hjálp og endurhæfingu.
– að grunnskólar landsins muni uppfæra námskrá sína og leggja meiri áherslu á að ala upp líkamlega og andlega heilbrigða einstaklinga og fyrirbyggja þar með geðraskanir.
– að fordómar gagnvart geðröskunum minnki.

Við eigum nefnilega svo langt í land!

Talið er að einn af hverjum fimm upplifi depurð eða þunglyndi einhvern tímann á ævinni. Þunglyndi er samkvæmt WHO talið vera fjórða stærsta heilbrigðisvandamál heimsins og er talið fara vaxandi. Þriðjungur fær bót af lyfjum, þriðjungur einhverja bót, en þriðjungur enga.

Ég las frétt á mbl.is um daginn sem endaði svona:
“„Þunglyndi hefur verið til í margar aldir, en málið er að við erum ekki að gera neitt í því,“ segir Saxena. Hann bendir á að þar sem ákveðin skömm fylgi sjúkdómnum þá fái aðeins tæpur helmingur þeirra sem þjáist af þunglyndi viðeigandi hjálp. Í sumum löndum fá aðeins tæp 10% nauðsynlega aðstoð.”
Saxena er yfirmaður geðheilbrigðis- og vímuefnasviðs WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunin)

Þetta er svo sorglegt á svo marga vegu. Lausnin er nefnilega ekkert flókin. Lausnin felst í því að stunda andlega og líkamlega rækt alla ævi og vera félagslega virkur. En skilgreining WHO á heilsu er einmitt: Líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki bara það að vera laus við sjúkdóma og örorku.

Lausnin felst, að mínu mati, í því að endurhugsa skólakerfið og heilbrigðiskerfið og bjóða öllu ungu fólki og öllum með geðraskanir upp á:
– Daglega hreyfingu (því meiri ákefð því betra)
– Hugleiðslu
– Hugræna atferlismeðferð
– Mindfulness
– Slökun
– Dale Carnegie námskeiðið
– Hollt og gott mataræði
– Markmiðasetningar
– Stækka þægindahringinn
– Örnámskeið eins og: styrking sjálfstrausts, styrking sjálfsvirðingar, mikilvægi þakklætis o.fl.
– Félagslega viðburði
– Návist með dýrum
… og milljón og tíu fleiri hluti til að ala upp líkamlega og andlega heilbrigða einstaklinga!

En já þetta er allt frekar óraunhæft! ;-) En vá hvað ég hefði þurft að vera í svona grunnskóla… Þá væri ég sko á allt öðrum stað í lífinu í dag! En sem betur fer hef ég uppgötvað þetta allt sjálf síðustu árin.

Þetta myndi án efa skila líkamlega og andlega heilbrigðara fólki úr skólakerfinu.
Þetta myndi koma fleira fólki út á vinnumarkaðinn og fækka öryrkjum.

Þetta allt sem ég tel upp hér að ofan bjargaði lífi mínu. En ég tilheyri þeim þriðjungi sem fékk enga bót af lyfjum.

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Geðheilsupistill: Hin mikla lífstíls tilraun mannsins

Höfundur: Guðmundur Helgi Helgason (birt hér með leyfi hans)
Skrifað: 26.5.2011

Við lifum á mjög sérstökum tímum þar sem breytingar gerast hraðar og hraðar, og aðeins tímaspurnsmál hvenær við gætum farið að missa tökin á þessu öllu saman. Aðalþáttur þessara breytinga eru tölvur og internetið en þær gera okkur kleift að vera í sambandi við hvort annað hvar sem er í heiminum. Sem er magnað. Sumt í þessari þróun er mjög gott en það eru aðrir vafasamir hlutir að eiga sér stað líka.

Dr. Roger Walsh prófessor í geðlækningum telur að mannkynið sé að gera stórvæga lífstíls tilraun sem hefur aldrei áður þekkst. Staðreyndin er sú að við nútímafólk lifum meira og minna innan dyra, í tilbúnu umhverfi án náttúru, með litlu magni af ljósi sem er ekki eðlilegt fyrir okkur, borðum kaloríumiklann og næringarsnauðann mat, stundum litla líkamsrækt, erum gegnumsokkin í netheimum og lifum í gegnum netsamskipti, og erum hluti af meira og minna nafnlausu samfélagi eða ” hinum einmana hópi”.

Útfrá þessari lýsingu á lífstíls tilrauninni ætti ekki að koma okkur á óvart hve mörg okkar erum að þjást af þunglyndi, kvíða, streitu, orkuleysi og öðrum kvillum.

Walsh talar um að mögulegu er stór hluti af sjúkdómum í dag lífstíls tengdir. Hann telur að heilbrigðisstéttir þurfi í meiri mæli að beita svokölluðum lífstíls breytingar meðferðum. Þetta er nálgun sem læknar og sálfræðingar hafa vanrækt gífurlega þrátt fyrir allar þær rannsóknir á bakvið allskyns lífstíls þætti sem hafa gífurlega áhrif á einkenni eins og þunglyndi og orkuleysi. Oft með betri áhrif heldur en lyf og án aukaverkanna. Flest öll þurfum við ekki meiri lyf, því þau eru að mestu leyti leið til að halda okkur uppi með þessum einkennilega lífstíl.

Þessi lífstíls breyting sem Walsh talar um samanstendur af líkamsrækt, næringu, útiveru, samskiptum, tómstundum, slökun, andlegri iðkun og þjónustu. 8 einfaldir hlutir.

Þannig fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á þessari tilraun og farnir að sjá neikvæðu áhrif hennar þá er málið að setja sér markmið og hægt og rólega uppfæra sig upp á lífstíl sem virkar. Til að slá þrjár flugur út í einu höggi. Farið aðeins út fyrir bæjarmörkin í fallega náttúru, klædd eftir veðri og einfaldlega hlaupið um og njótið þess að upplifa hreyfinguna, útiveruna og heilbrigðu sólarbirtuna. Finnið eða viðhaldið eigin áhugamálum, svo sem að skapa tónlist eða teikna myndir, möguleikarnir eru óendanlegir. Finnið reglulega tíma til að stunda slökun. Íhugið að stunda andlega iðkanir eins og hugleiðslu og þakklætisbænir til að finna fyrir aukinni vellíðan og tilgangi í lífi ykkar. Síðast en ekki síst, að þjóna umhverfinu sínu og gefa sitt framlag, rannsóknir hafa sýnt að það er fátt sem gerir okkur eins hamingjusöm og þegar við erum sjálfslaus og hugsum um hag annarra.

Fyrir þá sem eru áhugasamir um að kynna sér Roger Walsh frekar þá er vefsíðan hjá honum: http://www.drrogerwalsh.com/ Tjékkið á þessu, nóg af góðum upplýsingum til að bæta sitt eigið líf.

Geðheilsupistill: Listin að njóta lífsins

Höfundur: Guðmundur Helgi Helgason (birt hér með leyfi hans)
Skrifað: 12.5.2009

Það er nokkuð öruggt að flest okkar upplifum mjög mikinn hraða í samfélaginu í dag, ef eitthvað, virðist hann vera hraða á sér. Við erum með allar þessar tölvur, síma og sjónvörp, tæki sem virðast vera orðin lífsnauðsynleg. Helst þurfum við að gera marga hluti í einu, borða og lesa OG horfa á sjónvarpið á sama tíma. Hverjar eru helstu afleiðingarnar?

Við gleymum oftar hvað við vorum að gera. Hver stund sem við lifum er oft á tíðum hálf stund, þar sem athyglin er dreifð á marga staði. Þetta býr til þannig áhrif að maður tekur lítið eftir mörgum hlutum sem veldur því að fáir af þeim eru skráðir sem mikilvægir hlutir í minnisskráningunni.

Við tökum ekki tímann til að virkilega njóta augnabliksins sem við erum að upplifa, sem sagt lífsins.
Stór partur af athyglinni fer í að finna lausnir í framtíðinni, svo ákaft að við gleymum stundinni sem við erum í hér og nú. Og kaldhæðnislega við þetta er að fyrir mörgum er hugtakið “núverandi stund”, aðeins hugtak, athyglin er sokkinn svo djúpt inn í hugtakaheiminn, að raunveruleikinn um finna fyrir núinu er orðið að furðulegri hugmynd, jafnvel klysju. “Lifa í núinu? Come on, núið er boring! Það er í raun bara nokkrar nanósekúndur, enginn upplifir núið!” Frekar fyndið verð ég að segja.

En það er eins og þessi menning gerir okkur sífellt erfitt að njóta einfaldra hluta, t.d. eins og facebook, sem veldur því að einfaldir hlutir eins og að njóta stundar með góðu rauðvínu eða góðrar máltíðar verður að mikilli áskorun, því við verðum að gera marga hluti í einu!

Þá er það spurningin, afhverju þessi hraði? Er hann einfaldlega að gerast fyrir okkur? Eða erum við að búa hann sjálf til? Ég held að seinna svarið sé mun líklegra. Ef svo er, afhverju erum við að því? Afhverju erum við að drífa okkur svona? Og fyrir hvað? Áður en við deyjum? Við getum dáið hvenær sem er, þannig að þetta er frekar mikið áhættu hlaup.

Ég skal samt vera alveg raunsær, við erum eflaust ekki að fara að hægja á okkur í bráð. En ég held að það sé gott fyrir okkur að íhuga hvort við séum í raun hamingjusöm með lífið okkar. Í alvöru, ekki bara sami gamli pollýönnu leikurinn þar sem maður gubbar út úr sér “já lífið mitt er fínt” á meðan maður er að mygla allur að innan. Þetta snýst ekki um að líta vel út þegar áfram er litið, því útlitið eitt og sér og ytra atferli færir manni ekki þá gleði og ánægju sem fylgir því að líða virkilega vel að innan.

Það sem ég held að sé að gerast í dag, nota bene, ekki mín persónulega uppgötvun, er að ástæðan fyrir afhverju flest okkar erum ekki svo hamingjusöm og uppfyllt í dag (og jafnvel farin að sætta okkur við þá staðreynd) er að athyglin hjá okkur eru útum allt, hún stoppar aldrei, hún er eins og þeytandi hvirfilvindur sem tætir allri gleði og frið í huganum. Afrakstur þess er þreytt, eirðarlaus, stressuð, gleymin og áhyggjufull manneskja.

En ég held að okkar náttúrulega ástand sé að vera hamingjusöm, friðsöm, glöð, skapandi, og að vera virkilega full af lífi og virkilega njóta þess! Og ég held að það þurfi ekki að vera flókið, þó að við höldum það flest öll.

Við þurfum að minna okkur á að við höfum val, þó við veljum oft ósjálfrétt og ómeðvitað, þá höfum við það. En fyrst þurfum við að vita hvað við viljum virkilega fá út úr þessu lífi.

Flestum finnst gaman að njóta þess að borða, njóta náttúrunnar eða góðs félagsskapar. Og í raun galdurinn við að njóta lífsins en betur, er að gefa hverri stund meiri athygli, gefa matnum meiri athygli, manneskjunni sem er með þér, náttúrunnar og jafnvel þínum eigin líkama.

Það sorglegasta sem ég veit um er að fara í gegnum lífið en án þess að hafa virkilega tekið eftir augnablikinu sem maður var í. Allt sem við gerum í raun, er ekki fyrir framtíðina, heldur til að gera stundina sem lifum og hrærumst í en dýpri og ánægjulegri. Það er ekki það sama og forðast erfiðar áskoranir og gera eitthvað létt í staðinn, heldur að gera það sem þú þarft að gera, en ekkert umfram það. Að gera meira eða minna, framkallar eirðarleysi og spennu. Líkaminn og hugurinn lætur okkur vita þegar við erum að gera of mikið eða of lítið. Ef við erum eirðarlaus, þá erum við að gera of lítið af því sem við þurfum að gera. Ef við erum spennt, þá erum við að gera of mikið af því sem við þurfum að gera.

Málið er að lífið okkar er svo þéttskipað og þétt, svo mikið um að vera, að eftir að honum líkur, munum við varla neitt oft. Hverskonar líf er það? Virkar hálf þokukennt og óskýrt.

Þannig, ég held að málið sé að velja ákveðinn tíma yfir daginn þar sem athyglinni er miðað að því sem er að gerast hér og nú, sama hvað það er. Virkilega leyfa stundinni að fylla upp athyglina. Víkka athyglina út, búa til aukið rými, sem er meira frelsi eins og segir í auglýsingunni. Það er ekki að eiga fleiri hluti, heldur að slaka á athyglinni yfir í núverandi augnablik. Marineraðu þig upp úr þessu augnabliki, gerðu það að þinni hugleiðslu. Maður þarf í raun ekki að hugleiða til að vera hamingjusamur, maður getur gert hvert einasta augnablik að hugleiðslu og byrjað að njóta þess meira.

Prufaðu bara, þetta er alvöru chill.

Geðheilsupistill: Kærleikskveðja

Alltof oft tökum við fólki sem sjálfsögðum hlut. Við segjum því ekki hve mikilvægt það er okkur, við þökkum því ekki fyrir það sem það gefur okkur. Við tökum jafnvel ekki eftir því hvað það gefur okkur mikið, fyrr en það er of seint. Stundum hverfur þetta fólk úr lífi okkar og við fáum það ekki aftur, það fellur frá eða við missum það vegna hegðunar okkar eða af öðrum ástæðum.

Reynum að gera það að reglu að þakka fólki, hrósa því og segja því hve mikilvægt það er okkur. Þið getið byrjað núna með því að senda einhverjum sem þið lítið upp til, eruð stolt af, eru ykkur mikilvæg eða af hvaða ástæðu sem er, fallega kærleikskveðju.

“Too often we underestimate the power of a touch, a smile, a kind word, a listening ear, an honest compliment, or the smallest act of caring, all of which have the potential to turn a life around”
– Leo Buscaglia

? Eitt lítið hrós eða faðmlag frá þér getur birt upp tilveruna hjá annarri manneskju. ?
? Kærleikur bjargar mannslífum. ?

Kærleikskveðja,
Linda Rós