Hrákrem með ávöxtum

:: Algjörlega to die for!

Fyrir 8

:: Hrákrem eða ís ::
5 Eggjarauður
5 msk. Flórsykur
1 Vanillustöng
2,5 msk Sætt sérri
1/2 l Þeyttur rjómi

Setjið eggjarauður og flórsykur í skál. Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið vanillukornin út í eggjarauðurnar. Þeytið þetta vel saman. Bætið sérríinu út í og síðast vel þeytta rjómanum. Berið fram með ávöxtunum.

Ég nota svo bláber, jarðarber og kiwi (get líka alveg borðað þetta eintómt).

HrakremMedAvoxtum

Upprunalega uppskriftin er:

4 öskjur Jarðarber
2 öskjur Bláber
1/2 Cantaloupe melóna
150 g Rjómasúkkulaði
3 msk. Kahlúa, ef vill

Skerið ávextina í bita og súkkulaðið smátt. Hellið Kahlúa, ef vill.

Ég hef aldrei prófað að setja Kahlúa og mér finnst súkkulaði aldrei eiga heima í svona réttum, nema þá til hliðar fyrir þá sem vilja.

Það er hægt að frysta þetta og hafa sem ís en mér finnst það ekki nærri því jafn gott.

Leave a Reply