Gómsætur kaldur hafragrautur

Ég hef borðað þennan graut flesta morgna síðan vorið 2012. Mér finnst venjulegur hafragrautur viðbjóðslegur en mér finnst þessi sjúklega góður.

50-60 g hafrar
50 g grísk jógúrt / skyr / létt súrmjólk (má sleppa og auka magnið af mjólk í 200 g)
150 g mjólk / haframjólk / möndlumjólk / hrísmjólk
10 g chia (má sleppa)
2-3 msk kakó

10 g hnetusmjör
eða
1 stk banani (stappaður eða skorinn í bita)

Aðferð:
Allt hrært saman og sett inn í ísskáp, borðað daginn eftir. Ég geri yfirleitt fyrir 4 daga í einu.

Ég set ekki banana nema fyrir 2 daga í einu eða bara samdægurs.

***
Hugmynd af uppskriftinni kom héðan: http://www.theyummylife.com/Refrigerator_Oatmeal

Leave a Reply