Vanillu Panna Cotta

:: Algjörlega to die for!

Fyrir ca 4

5 dl Rjómi
1/4 bolli Sykur
1 Vanillustöng
2 msk. Marsala eða sérrí
3 blöð Matarlím

Leggið matarlímið í bleyti í 10 mín. Kljúfið vanillustöngina og skafið kornin innan úr henni. Setjið rjóma, sykur og vanillukornin, ásamt vanillustönginni, í pott og hitið að suðu. Takið af hitanum, bætið matarlíminu út í og hrærið í meðan það er að leysast upp. Setjið lok á pottinn og látið bíða í a.m.k. 20 mín. ( þetta er gert til að ná sem mestu bragði úr vanillustönginni ). Takið vanillustöngina upp úr, bætið víninu út í rjómablönduna og setjið í bolla ( til að koma í veg fyrir að vanillukornin setjist öll á botninn er gott að setja pottinn með blöndunni inn í ísskáp og hræra í af og til ). Setjið blönduna síðan í bollana þegar hún byrjar að þykkna og kælið áfram. Hvolfið á eftirréttardiska og berið fram með hindberjamauki.

:: Hindberjamauk ::
250 gr. Hindber, fersk eða frosin
4 msk. Flórsykur

VanilluPannaCotta

Leave a Reply