Sveppa- og lauksósa

Fyrir 4-6

250 g Sveppir
2 Miðlungsstórir laukar
1-2 Piparrjómaostar (má nota blandaðan kryddjurta ost)
1 peli Matreiðslurjómi / mjólk
1 Kjúklingateningur
Cayenna pipar
Til steikingar:
Smá Filippo Berio ólífuolía
Smjör

Laukur er skorinn smátt og steiktur í smjöri og slettu af olíu (má nota bara olíu en hitt er enn betra) þar til hann verður glær. Smátt skornum sveppum er þá bætt út í og þeir steiktir stutta stund. Rjóma er þá hellt út í (mjólk má nota hversdags) og svo osturinn settur út í. Passa þarf að osturinn leysist alveg upp. Kryddað með kjúklingateningi og cayenne pipar eftir smekk.

Leave a Reply