Geðheilsupistill: Kærleikskveðja

Alltof oft tökum við fólki sem sjálfsögðum hlut. Við segjum því ekki hve mikilvægt það er okkur, við þökkum því ekki fyrir það sem það gefur okkur. Við tökum jafnvel ekki eftir því hvað það gefur okkur mikið, fyrr en það er of seint. Stundum hverfur þetta fólk úr lífi okkar og við fáum það ekki aftur, það fellur frá eða við missum það vegna hegðunar okkar eða af öðrum ástæðum.

Reynum að gera það að reglu að þakka fólki, hrósa því og segja því hve mikilvægt það er okkur. Þið getið byrjað núna með því að senda einhverjum sem þið lítið upp til, eruð stolt af, eru ykkur mikilvæg eða af hvaða ástæðu sem er, fallega kærleikskveðju.

“Too often we underestimate the power of a touch, a smile, a kind word, a listening ear, an honest compliment, or the smallest act of caring, all of which have the potential to turn a life around”
– Leo Buscaglia

? Eitt lítið hrós eða faðmlag frá þér getur birt upp tilveruna hjá annarri manneskju. ?
? Kærleikur bjargar mannslífum. ?

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Leave a Reply