Geðheilsupistill: Hin mikla lífstíls tilraun mannsins

Höfundur: Guðmundur Helgi Helgason (birt hér með leyfi hans)
Skrifað: 26.5.2011

Við lifum á mjög sérstökum tímum þar sem breytingar gerast hraðar og hraðar, og aðeins tímaspurnsmál hvenær við gætum farið að missa tökin á þessu öllu saman. Aðalþáttur þessara breytinga eru tölvur og internetið en þær gera okkur kleift að vera í sambandi við hvort annað hvar sem er í heiminum. Sem er magnað. Sumt í þessari þróun er mjög gott en það eru aðrir vafasamir hlutir að eiga sér stað líka.

Dr. Roger Walsh prófessor í geðlækningum telur að mannkynið sé að gera stórvæga lífstíls tilraun sem hefur aldrei áður þekkst. Staðreyndin er sú að við nútímafólk lifum meira og minna innan dyra, í tilbúnu umhverfi án náttúru, með litlu magni af ljósi sem er ekki eðlilegt fyrir okkur, borðum kaloríumiklann og næringarsnauðann mat, stundum litla líkamsrækt, erum gegnumsokkin í netheimum og lifum í gegnum netsamskipti, og erum hluti af meira og minna nafnlausu samfélagi eða ” hinum einmana hópi”.

Útfrá þessari lýsingu á lífstíls tilrauninni ætti ekki að koma okkur á óvart hve mörg okkar erum að þjást af þunglyndi, kvíða, streitu, orkuleysi og öðrum kvillum.

Walsh talar um að mögulegu er stór hluti af sjúkdómum í dag lífstíls tengdir. Hann telur að heilbrigðisstéttir þurfi í meiri mæli að beita svokölluðum lífstíls breytingar meðferðum. Þetta er nálgun sem læknar og sálfræðingar hafa vanrækt gífurlega þrátt fyrir allar þær rannsóknir á bakvið allskyns lífstíls þætti sem hafa gífurlega áhrif á einkenni eins og þunglyndi og orkuleysi. Oft með betri áhrif heldur en lyf og án aukaverkanna. Flest öll þurfum við ekki meiri lyf, því þau eru að mestu leyti leið til að halda okkur uppi með þessum einkennilega lífstíl.

Þessi lífstíls breyting sem Walsh talar um samanstendur af líkamsrækt, næringu, útiveru, samskiptum, tómstundum, slökun, andlegri iðkun og þjónustu. 8 einfaldir hlutir.

Þannig fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á þessari tilraun og farnir að sjá neikvæðu áhrif hennar þá er málið að setja sér markmið og hægt og rólega uppfæra sig upp á lífstíl sem virkar. Til að slá þrjár flugur út í einu höggi. Farið aðeins út fyrir bæjarmörkin í fallega náttúru, klædd eftir veðri og einfaldlega hlaupið um og njótið þess að upplifa hreyfinguna, útiveruna og heilbrigðu sólarbirtuna. Finnið eða viðhaldið eigin áhugamálum, svo sem að skapa tónlist eða teikna myndir, möguleikarnir eru óendanlegir. Finnið reglulega tíma til að stunda slökun. Íhugið að stunda andlega iðkanir eins og hugleiðslu og þakklætisbænir til að finna fyrir aukinni vellíðan og tilgangi í lífi ykkar. Síðast en ekki síst, að þjóna umhverfinu sínu og gefa sitt framlag, rannsóknir hafa sýnt að það er fátt sem gerir okkur eins hamingjusöm og þegar við erum sjálfslaus og hugsum um hag annarra.

Fyrir þá sem eru áhugasamir um að kynna sér Roger Walsh frekar þá er vefsíðan hjá honum: http://www.drrogerwalsh.com/ Tjékkið á þessu, nóg af góðum upplýsingum til að bæta sitt eigið líf.

Leave a Reply