Geðheilsupistill: Endurhæfingarúrræði – draumurinn

Mér finnst endurhæfingarúrræði ekki vera nógu góð. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég byggja risa stóra byggingu eða þorp af byggingum og flytja öll endurhæfingaúrræði þangað! Ég veit að það er ekki alveg raunhæft en þetta væri draumur minn.

– Ég myndi hafa sér álmu fyrir Hvítabandið, Rauðakrosshúsið, Reykjalund, Hugarafl, Hlutverkasetur, Dale Carnegie, Friðar- og hugleiðslumiðstöðina, o.s.frv, o.s.frv
– Ég myndi hafa miðsvæðis líkamsræktarstöð, sundlaugar og mötuneyti.
– Ég myndi vilja bjóða upp á hollan morgunmat, hádegismat og kaffi. Jafnvel kvöldmat.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir þolæfingar og hóptíma.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir vatnsleikfimi.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir hot yoga.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir hugleiðslu.
– Ég myndi vilja hafa aðstöðu fyrir badminton, borðtennis og fleira í þeim dúr.
– Ég myndi vilja aðstöðu fyrir fyrirlestra af allskonar tagi.
– Ég myndi vilja hafa kennslu í næringarfræði.
– Ég myndi vilja hafa listmeðferð og tónlistarmeðferð.
– Ég myndi vilja hafa sér álmu með dýrum.
– Ég myndi vilja hafa “fara út fyrir þægindahringinn” vettvangsferðir.
…og svo framvegis og framvegis.

– Ég myndi vilja hafa þetta opið fyrir alla. Að fólk gæti bara skráð sig í það sem það myndi vilja vera í.
– Ég myndi vilja raða fólki dálítið saman í vissa hluti. Fólk með svipaða getu líkamlega t.d.

Þetta gæti ekki verið ókeypis en það væri t.d hægt að rukka eitthvað ákveðið fyrir þetta og í staðinn myndu bætur hækka sem samsvarar þessum kostnaði, fólk þyrfti að uppfylla einhverja mætingu til þess að fá það.

Þetta myndi án efa skila fleiru fólki út á vinnumarkaðinn og færri öryrkjum.

Annars má líka alveg einfalda þetta hjá mér. Einfaldlega endurhugsa skólakerfið og heilbrigðiskerfið og bjóða öllum upp á:
– Daglega hreyfingu (því meiri ákefð því betra)
– Hugleiðslu
– Hugræna atferlismeðferð
– Mindfulness
– Slökun
– Dale Carnegie námskeiðið
– Hollt og gott mataræði
– Markmiðasetningar
– Stækka þægindahringinn
– Örnámskeið eins og: styrking sjálfstrausts, styrking sjálfsvirðingar o.fl.
– Félagslega viðburði
– Návist með dýrum
og eitthvað fleira sniðugt. :-)

Leave a Reply