Geðheilsupistill: Þakklæti eykur hamingju

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem taka frá tíma á hverjum degi til að vera þakklátir lifa hamingjusamara lífi.

Ég hef séð þetta útfært á nokkra vegu og ætla að koma með tvær útgáfur hérna.

1. Skrifaðu í lok dags niður 3 hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir og endilega fáðu alla fjölskylduna með í þetta. Sniðugt að gera þetta í sér bók.
– sjá Hugmynd sem gæti breytt lífi þínu, í alvörunni!

2. Byrjaðu morguninn á að liggja kyrr og sjá fyrir þér gullinn lista með 10 atriðum sem þú ert þakklátur fyrir.
– Úr bókinni Allra besta gjöfin

Kærleikskveðja,
Linda Rós

Leave a Reply