Starfsgetuframhaldspælingar

“Í frumvarpinu er miðað við að þeir sem eru með meiri en 50 prósenta starfsgetu fái engar bætur. Þeir sem eru með starfsgetu frá 25 upp í 50 fái hálfar bætur og þeir sem eru undir 25 prósentum fái fullar bætur.”

Ég trúi bara varla að þetta sé rétt. Eiga öryrkjar sem vinna 51% vinnu á lágmarkslaunum þá bara að fara að lifa á rúmum 100 þúsund krónum á mánuði? Það hlýtur að vanta eitthvað þarna inn í.

Annars er spurning hvort að yfirvöld vilji ekki bara búa til einn gasklefa og bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis sætaferðir?

Þegar ég byrjaði að stíga mín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn aftur eftir veikindi sótti ég um 10% starf á frístundaheimili því ég var ekki viss um að þola meira. En réði mig í 20% af því að það var lægsta prósentan í boði, og var smá stressuð yfir því að þurfa að vinna svona mikið. Já ég var veik.

Ef þetta kerfi hefði verið í gangi og ég vitað af því að ég myndi missa hálfar bætur við 25% og allar bætur við 50% þá hefði ég aldrei látið á það reyna að fá mér hlutastarf því ég hefði komið fjárhagslega illa út úr því.

Miðað við mína sögu hefði ég trúlega verið metin með 0-20% starfsgetu. Eða vona það. Ég hafði jú reynt að taka mitt eigið líf vegna líkamlegra og andlegra verkja. Og hefði pottþétt gert aðra tilraun ef ég hefði misst bæturnar, því því þá hefði ég ekki haft efni á að lifa. Ég hefði líka örugglega gert aðra tilraun hefði ég ekki komist aftur út á vinnumarkaðinn.

Því það að vinna hlutastarf bætir lífsgæði manns óendanlega. Bætir félagslega, andlega og líkamlega heilsu. Já og fjárhagshliðina. Maður getur leyft sér hluti sem maður getur ekki bara á örorkubótum.

Leave a Reply